Vikan


Vikan - 03.06.1971, Qupperneq 42

Vikan - 03.06.1971, Qupperneq 42
—Það er svei mér gott að ég kem stundum of seint, yður jer mikið fram í vélritun, herra forstjóri! ÞAR TIL DAUÐINN AÐSKILUR... Framhald af bls. 22. þetta var ekki Armand. Það var Savant læknir. ltJrún riðaði og hefði dottið, ef læknirinn hefði ekki gripið hana. Og þegar hún lá í örmum hans, fannst henni það ósköp eðlilegt að þrýsta kinninni að hrjúfum jakkan- um, sem ilmaði svo þægilega af pípureyk og góðu rakvatni. Hún fann hönd hans strjúka rólega eftir baki sér. Henni fannst það notalegt að hún varð næstum vonsvikin, þegar hanji sagði: — Flj^tið yður, við verðum að komast fljótt héðan! Hann dró hana fram í stigaganginn og niður stigann. Hann náði -f 1 jótt í leigubíl og bað um að þeim yrði ekið til Hotel des Deux Maries. Hú fékk herbergi með breiðu rúmi. Umferðin af götunni barst inn og náttmyrkrið var orðið gráleitt. Savant læknir bað um sterkt kaffi og koníak. Og unga stúlk- an í' gestamóttökunni lofaði að senda upp heita brauðsnúða, þegar þeir kæmu frá bakaran- um á horninu. Helen fór úr regnkápunni, dró stígvélin af rökum fótun- um og hneig niður í einn stól- inn. — Hvernig stendur á því að þér eruð hér í París? sagði hún loksins. (— Og hvaða erindi áttuð þér í herbergi Armands? —* Funduð þér nokkuð mark- vert spurði Savant læknir, án þess að sinna spurningu henn- ar. — Nei! Helen vissi ekki hvers vegna hún laug, — sagði honum ekki frá myndinni af Raoul og Armand með hengda manninn á milli sín. — Eg veit ekki einu sinni hverju ég leit- aði að. — En hvers vegna er- uð þér hér og hvers vegna veittuð þér mér eftirför? — Þér eruð *ekki sú eina sem er í hættu, Helen, það ér ég líka ... — Þér? En . . . — Einn af sjúklingum mín- um hefur orðið fyrir fjárkúg- un, vegna upplýsinga, sem ég einn vissi um og heyrði undir þagnarskyldu mína. Helen hristi höfuðið og strauk hárið frá enninu. — Ég skil ekkert af þessu, tautaði hún. — Og ég sem hélt að þér . . . En það er aðeins ein skýring á þessu, May-Lin hlýkur að standa á bak við þetta. — Nei, nei, svaraði Savant læknir og bandaði frá sér með hendinni. — May-Lin hefur unnið hjá mér í heilt ár, hún er dugleg og trú aðstoðarstúlka. Ég hef oft prófað hana. — En . . . hárnálin. Munið þér ekki eftir hárnálinni, sem ég sýndi yður? — May-Lin hefur aldrei komið á heimili yðar. Það hlýt- ur að hafa verið einhver önn- ur, sem gaf sig út fyrir að vera May-Lin. Helen stóð snöggt upp. — Það er ómögulegt! Hún var svo sérstæð i útliti og hefur ■svo sterkan málhreim, að það er ómögulegt að láta sér skjátl- ast á því. Þér ljúgið að mér, Sa- vant iæknir! Þér eruð líka með í þessu samsæri gegn mér. Hvers vegna? — Það var ekki May-Lin. Hún sýndi mér hárnálar • af þessari gerð og hún sagði mér að það væri hægt að kaupa slíkar nálar fyrir lítinn þen- ing í snyrtivöruverzlunum. — Það sannar ekki neitt, þvert á móti. Þegar May-Lin komst að því að hún hafði týnt annarri nálinni þá flýtti hún sér að kaupa nýja. Ég veit að það var hún, sem var hjá okkur þetta kvöld. — Nei, Helen, það er úti- lokað, sagði læknirinn. — Hvers vegna er það ómögulegt? Hefur hún fjar- vistarsönnun? Henni til mikillar undrunar, sá hún að læknirinn roðnaði. — Já, sagði hann. — Þetta kvöld var May-Lin nefnilega hjá mér. XT vað hefurðu verið að gera ■“■*■ í París? spurði Raoul. Hann hélt á viskýglasi í hendinni og hún sá að hann reyndi að vera rólegur. — Ég var að leita að ákveðn- um hlut. Og ég fann það sem ég leitaði að! Helen dró upp myndina og rétti honum. Raoul hrifsaði hana úr hendi hennar og starði á hana. — Beitir hann þig fjárkúg- un? spurði Helen. Raoul rak upp hrossahlátur. — Hættu þessu, Raoul! öskr- aði hún, — þetta er ekki til að hlæja að. Hann þagnaði og leit á hana. — Hvar náðirðu í þessa mynd? Hefurðu stolið henni? Brotizt inn í íbúð Armands? Þú átt eftir að iðrast eftir það. ---Beitir hann þig fjárkúg- un? endurtók Helen. — Auðvitað ekki, sagði Ra- oul hratt. — Hvers vegna spyrðu að því? — Ég vil fá að vita sann- leikann, Raoul! Hann lét frá sér glasið, lét mynöiria detta á gólfið pg gekk í áttina til hennar. Hann tók í handlegg hennar og þrýsti henni að sér. Það var freistandi að láta að vilja hans, gleyma öllu öðru. En hún varð að beita sig hörðu. Ef hún gerði það ekki, þá hjakkaði allt í sama farinu. — Ég vil vita sannleikann, Raoul. Er það eitthvað . . . eitthvað frá fortíðinni sem veitir þér eftirför? s — En, Helen . . . — Hugsaðu um þessa mynd, tók hún fram í fyrir honum. — Nú ert þú orðinn ríkur maður, þekktur og áhrifamik- ill. Þú ert forstjóri fyrir einu stærsta verzlunarfyrirtæki í Evrópu. Skilurðu ekki hvað getur skeð, ef þessi mynd fell- ur í hendurnar á óvönduðu fólki? — Þá skal það ekki ske! Raoul sleppti henni, tók mynd- ina upp af gólfinu og fleygði henni á eldinn. Andartak gaus logi upp, svo var myndin horf- in. — Nei! hrópaði Helen, en þá var það of seint og angistin fyrir hinu óþekkta hvolfast yf- ir hana. — Þarna hefurðu það, sagði Raoul. —- En þú skelfur. Ertu ekki fegin að þessi hræðilega mynd er úr sögunni? — Ég er hrædd, sagði Helen. — En ég er hjá þér. - 'Ég er samt hrædd. Ég get ekki búið við þetta lengur, hugsaði hún. Ég get ekki lifað í þessari eilífu ang- ist fyrir því að eitthvað voða- legt komi fyrir. Ég skelf við tilhugsunina um morgundag- inn, kvíði fyrir næsta skrefi. Om miðja nótt fór hún fram úr rúminu og gekk eins og svefngengill fram í baðher- bergið. Hún kveikti á Ijósun- um við spegilinn. Hún lét renna vatn í hand- laugina. Volgt vatn, í líkams- hita. Á hillunni undir speglin- um lá rakvél Raouls. En þetta yrði hræðilegur dauðdagi. Standa kyrr og horfa á blóðið renna hægt úr æðum sinum. Og ef dauðinn kæmi ekki fljótt? Helen opnaði lyfja- skápinn og tók fram glasið með svefntöflunum. Hún taldi töfl- urnar. Það voru aðeins ellefu eftir í glasinu . . . það var ekki nóg. Þá kom hún auga á brúnt glas án miða. Hún tók úr því tappann og lyktaði. Það var bitur möndlulykt. Blásýra! Skyndilega varð hún glað- vakandi. Hvaðan kom þetta eitur? Hver hafði sett þetta glas þarna? Hvers vegna? Og þá varð Helen ljóst að hún gat ekki svipt sig lífi. Það var ragmennska. Heimskulegt. Hræðsla eða ofsóknarbrjálæði var engin afsökun eða ástæða til að svipta sig lífi. Hún tók glasið og lét renna úr því í vaskinn og skolaði hann vel á eftir. Svo skolaði hún glasið og fleygði því út um gluggann. Svefntöflurnar lét hún fara sömu leið og gekk inn í svefn- herbergið. Þegar hún breiddi sængina yfir sig, sló bað hana að Ra- oul hafði ekki vaknað. Það var skrítið, hann sem var svo svefnléttur. Svalirnar hófust eftir hádegi næsta dag. Þær fóru um allan líkama hennar, henni varð flökurt og hún átti erfitt með andardrátt. Hún ýtti frá sér kaffibollan- um, sem hún var nýbúin að tæma. Hún fálmaði eftir borð- brúninni. Hún ætlaði að standa upp, en fæturnir gáfu eftir. — Renée! kallaði hún. — Renée! En stúlkan var horfin. Eng- ir.n svaraði. Og svo hvarf henni röddin. Hún gat ekki einu sinni hvísl- að. Hálsinn var þurr eins og sandpappír og tungan svo bólg- in að henni lá. við köfnun. Hvað hafði hún borðað? Eggjaköku , með sveppum, kálfakótelettur og salat. Og svo hafði hún drukkið kaffið. Hún staulaðist fram í eldhús og að ísskápnum. Tók fram heila flösku af mjólk. Hún varð að beita sig valdi til að drekka mjólkina en tæmdi 42 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.