Vikan - 03.06.1971, Qupperneq 43
ÞVOTTAEFNIÐ
° lágfreyðandi
“vvf'^íiiá
táittaút efaí
forir potattavéCevi
bakteriueyðandi
o
o
samt flöskuna til síðasta dropa.
Svo gekk hún að vaskinum,
hélt sér í brúnina. Kvalirnar
ætluðu alveg að gera út af við
hana. En svo komu uppköstin
og það varð henni til bjargar.
Hafði einhver reynt að byrla
henni eitur? Eða var þetta að-
eins afleiðing af hræðslunni,
sem greip hana, þegar hún
fann blásýruglasið? Raoul
hafði heldur ekki skýringu á
reiðum höndum. — Þetta er
áhittingur, sagði hann. — Það
er ekki í fyrsta sinn sem
sveppir eru eitraðir.
En Raoul var náfölur og
hann æddi fram og aftur um
svefnherbergisgólfið eins og
dýr í búri.
- Kallaðu á Renée, Raoul,
ég vil vita hvar hún keypti
þessa sveppi.
— Helen, vesalings stúlkan
er svo miður sín, vegna alls
sem búið er að ske að ég vil
helzt ekki þurfa að ónáða
hana . . .
— Ég veit það, en það er
ekki mér að kenna.
Raoul fór fram. Dyrnar að
eldhúsinu stóðu opnar og þar
var enginn.
— Renée, kallaði hann.
Ekkert svar.
Hann opnaði dyrnar að
stúlkuherberginu.
Það var mannlaust, allt var
þar á öðrum endanum og bar
merki þess að hún haf&i tekið
saman dótið sitt í mesta flýti.
Sex dögum seinna var Helen
að reita arfa í rósabeðun-
um fyrir framan húsið. Þegar
hún hafði lokið því fór hún
inn, tók sér steypibað og fór
í hrein föt. Síðan lagði hún
sig ofan á rúmið, til að hvíla
sig svolítið fyrir miðdegisverð-
inn. Þegar hún vaknaði var
dimmt í herberginu, það var
aðeins lítið ljós á náttborðs-
lampanum.
Helen mundi ekki til að hún
hefði kveikt á lampanum.
Gluggatjöldin voru dregin fyr-
ir. Henni var illt í höfðinu og
það var vont bragð í munnin-
um, rétt eins og hún hefði
drukkið of mikið vín.
Hver hafði lagt hana í rúm-
ið? Hún var nakin og lá und-
ir yfirsæng. Þau Raoul höfðu
oft háttað um miðjan dag í
París, en . . . var Raoul heima?
Hana hitaði í kinnarnar. Hvar
var maðurinn hennar? Hún
kallaði á hann.
Enginn svaraði.
— ’Ég hlýt að hafa lagt mig.
hugsaði hún. — Mér var illt í
maganum . . . nei, það var fyr-
ir viku síðan. Ekki í dag. Hvað
gerði ég eiginlega í dag?
Hún mundi það ekki.
Kyrrðin varð þrúgandi.
Heyrði hún ekki andardrátt?
Fótatak? Jú, hún heyrði það.
Var einhver á ferli í húsinu?
Jú, hún heyrði það greinilega.
Hikandi, hljóðlátt fótatak.
Hún stökk fram úr rúminu,
náði sér í buxnadragt og
klæddi sig í hana. Hún sá sig
sem snöggvast í speglinum,
föla og magra . . .
Hún reif upp skúffu í snyrti-
borðinu til að ná í skammbyssu
Raouls, sem hún hafði lagt
þar, en hún var horfin. Helen
stóð á öndinni af hræðslu.
Þarna var fótatakið aftur.
Hún hljóp að símanum og
lyfti tækinu, en það kom eng-
inn sónn.
Samt valdi hún númerið í
verksmiðjunni og hjá Savant
lækni, en það var árangurs-
laust. Það var ekkert sam-
band.
Helen flýtti sér út að svala-
dyrunum og opnaði, en þá féll
eitthvað þungt niður á öxl
hennar. Ef hún hefði ekki
hörfað eitt skref aftur á bak,
þá hefði þetta komið í höfuð
hennar.
Svarta peysan hennar var
rifin á öxlinni og Helen horfði
undrandi á blóðið sem seitlaði
úr sári á öxlinni.
Hún beygði sig til að athuga
hvað þetta hafði verið. Það
var mádmrammi með fíngerðu
neti, sem settur var í opna
glugga til að verjast flugum á
sumrin. Þessir rammar voru
geymdir í kjallaranum milli
þess sem þeir voru notaðir, en
nú hafði einhver komið einum
fyrir þarna yfir dyrunum,
þannig að hann félli á þá
manneskju, sem fyrst kæmi út
um dyrnar, eins og fallöxi.
Þetta gat ekki verið neinn
áhittingur. Hún flýtti sér inn
og lét einhver föt ofan í tösku,
með skjálfandi fingrum, hljóp
svo út að bílskúrnum og ók
bílnum út.
Þar sem hraðbrautin fyrir
sunnan Zúrich byrjaði nam
hún staðar við litla bensínstöð
til að hugsa sig um.
22. TBL. VIKAN 43