Vikan - 03.06.1971, Side 47
skilja mig? spurði hún rám
eins og áður. — Það skiptir
mig miklu máli — og þegar ég
veit, að þú — að ég sjálf . . .
Það varð aldrei meira, að-
eins þessi fáu, fátæklegu,
ósamstæðu orð. Það var má-
ske ekki svo skrýtið, þótt hann
skildi hana ekki. '
— Telpa litla, sagði hann og
teygði sig til hennar og tók um
axlir hennar. — Þetta er ekk-
ert stórhættulegt og breytir
engu í mannkynssögunni.
Hvaða máli skiptir þetta?
Engu. Það skiptir alls engu
máli, á meðan okkur þykir
ekki vænt um aðra.
— Það væri samt heiðar-
legra, hvíslaði Anna. — Það
væri eitthvað, sem hægt væri
að viðurkenna og berjast fyr-
ir. Ekki þetta óhreina, saur-
uga.
Hann heyrði ekki, hvað hún
sagði.
- Og það þykir þér þó ekki?
spurði hann. — Vænt um ein-
hvern annan, á ég við?
Hún henti sér í faðm hans og
brast í grát. Hún gat ekki lát-
izt lengur, gat ekki þótzt vera
önnur en hún var. Hún vissi,
að henni hafði mistekizt og
henni varð mikið um það. Allt
yrði við það sama. Kristján
myndi lenda í sínum smáævin-
týrum eins og áður; í næsta
skipti liði kannski lengri tími,
en það kæmi að því. Og hún
gat ekki goldið lionum í sömu
mynt. Auk þess hafði hún ver-
ið leiðinleg við Yngva og hann
var alltof góður til þess. Og
henni hafði ekki tekizt að
vekja minnstu afbrýðisemi hjá
Kristjáni, henni hafði ekki
einu sinni tekizt að fá hann til
að skilja sig! Þetta var til
einskis. Það var allt til einsk-
is. Hún fann skyndilega, að
hún þrýsti sér að honum, gróf
fingurna í axlir hans, hristi
hann til að gera honum skilj-
anlegt, hvað hún vildi segja
honum.
— Ég get það ekki, hvíslaði
hún. Ég megna ekki að hafa
þetta svona. Kristján, elsku
Kristján, getum við ekki reynt?
Reynt að vera aðeins hvort
með öðru? Það -— ég heid það
ekki út annars! Ég elska þig.
Elskarðu mig ekki?
— Auðvitað elska ég þig.
Anna — Anna mín, gráttu ekki
svona! Það er ekkert slæmt við
það, þótt þú hittir myndarleg-
an mann og ég laglega hnátu.
Við verðum alltaf við tvö, er
það ekki? Svona, svona. Þerr-
aðu tárin og segðu, að þú haf-
ir jafnað þig. Þú . . .
Hann tók upp lakhornið og
þerraði af henni tárin og henni
leið betur. Henni fannst hör-
und hans ilma og hún þekkti
snertingu handa hans. Og samt
— samt hafði hann ekki skilið
orð af því, sem hún vildi segja
honum, ekkert skilið af til-
finningum hennar og skoðun á
málinu. En hvað átti hún að
gera? Ætli þetta væri ekki líkt
því að tala við litblindan mann
um liti, var hún ekki að girn-
ast það ómögulega frá manni,
sem var gerður eins og Kristj-
án? Kannski yrði það hún, sem
yrði að laga sig að aðstæðun-
um — eins og hún hafði nú
gert það í tvö ár. Gleðjast yfir
því góða, sem þau áttu saman
og gleyma því, sem ekki var
gott. Aðlögunarhæfileikar. Eins
og flestir urðu að gera við
sömu aðstæður og hún. Hún
varð aðeins svo óendanlega
þreytt við tilhugsunina.
En kannski það væri bezt, að
allt færi eftir því sem Kristján
vildi, eða eins og Kristín hafði
sagt: hún varð að reyna að
jafna málin. Og reyna að breyta
því með orðum og afli, sem
kannski var ekki hægt að
breyta.
Hún varð blátt áfram að
ákveða að verða hamingju-
söm.
Það var ekki auðvelt, en
kannski tækist það. Hún ætlaði
að jafna sig og fara svo til
Kristinar. Kristín leit heil-
brigðari augum á málin. Hún
horfðist í augu við vandamál.
Hún gat hjálpað henni eins og
hún hafði gert þá og svo oft
áður. Þá gengi þetta allt. Svo
var líka kominn tími til þess,
að hún hætti að hugsa svona
barnalega um allt og ekkert.
Hún varð að læra að sýna
meira umburðarlyndi. Það var
ágætt að byrja á því núna.
Hún andvarpaði djúpt og
lagði vanga sinn við handlegg
hans.
Vekjaraklukkan hringdi.
— Slökktu á klukkunni,
sagði Kristján ósjálfrátt.
Við verðum að fara á fætur.
— Ég ætla ekki á fætur í
dag, sagði Anna feimnislega.
Hún hefði getað sagt: ég var
ekki heima í gærkveldi og því
er skammarlegt að vera
heima í dag. Þetta minnir á
skrópasýki. Ég verð að vinna
helmingi meira á morgun í
staðinn.
En hún þurfti ekkert að
segja. Kristján spurði einskis.
Hann virtist gleðjast yfir því,
að allt var komið í sama horf-
ið.
Mismunandi mynstur, úrval lita.
SÖLUUMBOÐ:
V'alhúsgögn, Ármúla
Últíma, Kjörgarði
Byggingav. Björns Ólafssonar, Hafnarfirði
Kaupfélag Árnesinga, Selfossi
Kaupfélagið Þór, Hellu
Kaupfélag V-Skaftfellinga, Vík
Verzlunin Ösp, Höfn, Hornafirði
Húsgagnaverzlunin Eimir, Akureyri
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki
Fróði, Blnöduósi
Framleiðandi
Ólaíar K. SigurOsson s Go.
Suðurlandsbraut 6, III. hæð, sími 83215.
Þér sparið með áskrift
SKIPHOLTI 33 - SÍMI 35320
22. TBL. VIKAN 47