Vikan


Vikan - 17.06.1971, Blaðsíða 9

Vikan - 17.06.1971, Blaðsíða 9
— En ætlarðu honum samt ekki mestan heiðurinn? — Ég get ómögulega skorið úr því, hver á mestan heiður skilið. Að mínum dómi getur enginn álitið sig öðrum meiri í þessu verki, hvorki stjórn- málamaðurinn, vísindamaður- inn eða leikmaðurinn, sem gerðist afskiptasamur um lausn málsins. Þeir voru allir háðir hver öðrum og þurftu á sam- vinnu að halda. Málið var þannig margþætt i eðli sínu; það var samtvinnað úr stjórn- málalegum, visindalegum og þjóðlegum atriðum. Og það var hrein og bein tilviljun, hver var kennslumálaráðherra eða sendiherra, þegar lögin um afhendingu sáu dagsins ljós. Það höfðu verið háðar langar og erfiðar deilur um málið, löngu áður en Jörgen Jörgensen varð kennslumála- ráðherra í stjórn H. C. Han- sens og seinna í stjórn Viggo Kampmanns. Og ég minnist ekki að hafa séð eða heyrt neitt eftir hann um málið ut- an þingsins. En hann var fast- ur fyrir, eftir að málið kom í hans hendur á þingi og varð að þola atyrði andstæðinganna. Hann segir sjálfur, að það hafi verið lýðháskólarnir, sem vöktu skilning hans á málinu, og þannig var um fleiri, meðal annars Erik Eriksen, formann bændaflokksins. Hann sagði á sínum stjórnarárum sem for- sætisráðherra í ræðu á þing- inu: I handritamálinu geng ég hönd í hönd með lýðháskólun- um. — Þú talar oft um lýðhá- skólana í þessu sambandi. En þegar við lesum um málið hér heima er eins og engir hafi komið nærri því nema ráð- herrar og sendiherrar og kann- ski eitthvað af prófessorum. Jú, segir Bjarni og bros- ir góðlátlega. — Það er fínt að vera handritamaður á ís- lendi, og titlarnir hafa mikið aðdráttarafl. Það segir sig sjálft, að embættismennirnir urðu að ganga frá fullgildingu verksins, og enginn skyldi halda. að hægt hefði verið að bera fram gagnleg rök í mál- inu án starfs fræðimannanna. Bæði stjórnmálamenn og fræði- menn eiga mikinn þátt í grund- velli raunhæfrar lausnar. Hins vegar eru stefnuyfirlýsingar embættismanna - á vegum stjórnanna ekki hin raunveru- iega barátta. Hið sama gildir um sérfræðilega hefð i sam- bandi við skinnbækurnar. Bar- áttan var háð annars staðar og Þegar þessi mynd var tekin af Bjarna fyrir utan húsiS hans, var kona hans og elzti sonur ekki heima. En börnin á myndinni heita Ida og Jón. Kona Bjarna Gíslasonar heitir Inger, fædd Rosager, skólastjóradóttir frá Jótlandi. Hún er vel menntuð og vann sem kennari fyrir heimilinu, á meðan Bjarni skrifaði bækur sínar um handritin. Við spurðum Bjarna um afstöðu hennar til handritamálsins og hann svaraði: „Þegar ég skrapp heim 21. apríl sagði hún við mig: Einu verðurðu að lofa mér og það er að þakka ekki okkur Dönum með einu einasta orði fyrir það, sem heyrir íslandi til og við áttum að láta af hendi fyrir löngu síðan. — Þetta voru orð minnar dönsku konu, og þannig líta margir Danir á þetta mál." Bjarni á myndarlegt hús í Danmörku. Það sést þarna á hæðinni. I lautinni fyrir neðan stendur „kotið", sem geymir bókasafnið hans. af öðrum. Ef þessu væri ekki svona varið, hvernig í ósköp- unum hefði málið þá þurft að taka svona langan tíma, næst- um fjórðung aldar? Ef allt hefði byggzt á auðveldum samningsviðræðum milli al- gerlega sammála danskra og íslenzkra yfirvalda, hvers vegna gat þá stjórn Hedtofts, stjórn Erik Eriksens og stjórn H. C. Hansens ekki leyst mál- ið? Allar þessar stjórnir urðu að gefast upp á því, þrátt fyr- ir algert samkomulag við fs- lendinga. Ástæðan var sú ein- falda staðreynd, að það var ekki hægt að skila málinu heilu í höfn í danska þinginu, fyrr en búið var að rækta jarð- veginn það vel meðal kjósend- anna, að danska þjóðþingið þyrði að taka ákveðna afstöðu. Og þetta ræktunaratriði kost- aði mikið erfiði fyrir þá menn, sem tóku það að sér, og utan lýðháskólanna skuldar ísland þar engum meira en Jörgen Bukdahl. Ég minnist ekki að hafa séð nein skrif um málið eftir danska stjórnmálamenn, sem fylgdu okkur á þingi, nema tvær greinar eftir krat- ann Alsing Andersen, sem nú er látinn. Hins vegar notuðu andstæðingar okkar óspart pennann og rökræddu málið á mannamótum, en þar mættu þeir ekki stjórnmálagörpum til viðureignar, heldur lýðháskóla- mönnum eins og dr. Holgen Kjær og Poul Engberg og Terkelsen skólastjóra — eða sauðum eins og mér og mín- um líkum. — Hvers vegna var málið rætt svo mikið í skólum og á mannamótum og hverjir áttu þátt í því? — Mjög fá blöð i Danmörku skýrðu hlutlaust frá málavöxt- um, og andstæðingarnir notuðu sér óspart, að þeir höfðu nær allan blaðakostinn til umráða. Þess vegna varð ekki hjá því komizt að bjóða þeim til ein- vígis eða í kappræður á manna- mótum. Og samkomuhúsin í Danmörku eru af mörgum álit- in veigameiri aðili í þjóðlífinu en dagblöðin. Aðeins blað lýð- háskólanna „Höjskolebladet" og „Kristeligt Dagblad“ studdu af heilum hug málstað íslend- inga. Auðvitað var hægt að koma svargreinum að hjá öðr- um blöðum, ef á ísland var ráðizt, meðal annars hjá „Jyl- landsposten", „Politiken", blaði krata í Höfn og ýmsum öðrum blöðum. En þegar fór að hallast á hina lærðu dönsku Framhald. á bls. 47. 24. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.