Vikan


Vikan - 17.06.1971, Blaðsíða 19

Vikan - 17.06.1971, Blaðsíða 19
Áður en George komst að til að svara, hrópaði vinur hans á mann, sem gekk fram- hjá. Þetta var hávaxinn, grannur, dálítið álútur maður með hátt enni, neflangur og skeggjaður, alveg eins og þess- ir menn, sem George leiddust mest. Þeir voru kynntir og Henry Dashwood settist. — Vill kannski svo vel til, að frú Peregrine sé í London? spurði hann. — Mig langar mikið til að hitta hana. — Nei, konan mín er ekki hrifin af London. Hún vill heldur vera í sveitinni, sagði George ákveðinn. — Hún skrifaði mér fallegt bréf um gagnrýnina mína. Það gladdi mig mikið. Það kemur nefnilega oftar fyrir, að gagn- rýnendur fái ávítur en hrós, eins og þér vitið kannski. Ég var yfir mig hrifinn af bók- inni hennar. Hún er fersk og frumleg, svo nýtízkuleg án þess að vera óskiljanleg. Henni veitist jafnlétt að yrkja rímað sem órímað. Það má að vísu segja, að formskyn hennar sé óskýrt á köflum, leyfði hann sér svo að bæta við sem gagn- rýnandi, því að gagnrýnendum ber að gagnrýna, — en það á nú líka við Emily Dickenson. George Peregrine skildi hvorki upp né niður í þessu þvaðri. Maðurinn var við- bjóðsleg menningarsleikja. En ofurstinn var vel upp alinn og því svaraði hann með mátu- legri kurteisi; en Henry Dash- wood hélt áfram tali sínu eins og ekkert hefði í skorizt. —- Ástríðuþunginn, sem birtist í hverri línu gerir bók- ina svo frábrugðna öðrum bók- um. Mörg ungu ljóðskáldanna eru fölar, kaldar, blóðlausar, slappar, gáfaðar mannverur, en hér birtist dýrsleg þrá í sinni æðstu mynd. Svo djúp og varanleg þrá er vitanlega alltaf sorgleg. Ó, kæri ofursti, Heine hafði rétt að mæla, þeg- ar hann sagði að skáldið semdi smálióð um miklar sorgir. Nú hafði George Peregrine fengið nóg. Hann spratt á fæt- ur. — Það gleður mig mjög, að bér skulið tala svo fagurlega um litlu bókina konunnar minnar. Hún verður hrifin. En ég verð að flýta mér, ef ég á að fá eitthvað að borða. Hann var kominn heim til kvöldverðar og þegar Evie var farin að hátta fór hann inn í vinnustofuna og leitaði að bók- inni hennar. Honum fannst, að harth ætti að líta aftur á hana til þess að sjá, hvað væri eig- inlega til að hrífast af, en hann fann hana hvergi. Evie hafði víst tekið hana. — Nú, jæja, tautaði hann. Hann hafði sagt henni, að sér fyndist bókin ágæt. Vildi hún eitthvað meira? Það skipti þá engu máli. Hann kveikti í pípunni sinni og las Field, þangað til hann syfjaði. TT'n hann neyddist til að skreppa til Sheffield í næstu viku. Hann snæddi há- degisverð í klúbbnum sínum og var rétt að Ijúka við mat- inn, þegar hertoginn af Haver- el kom inn. Hertoginn var æðstur allra á staðnum og of- urstinn kannaðist við hann, en ekki meira en svo, að þeir rétt heilsuðust. Honum kom það því mjög á óvart, þegar her- toginn nam staðar við borðið hans. — Það var leitt, að konan yðar gat ekki verið hjá okkur um helgina, sagði hann elsku- legur og þó dálítið feiminn. ■— Við eigum von á mörgum góð- um gestum. George vissi ekki, hverju svara skyldi. Svo Haverel hafði boðið þeim Evie í helg- arboð og Evie hafði afþakkað boðið, án þess að minnast á það við hann. Hann hafði þó þá stjórn á sér, að honum tókst að stama fram, að sér þætti það einnig leitt. — Vonandi tekst betur til næst, sagði hertoginn elsku- lega og fór. Peregrine ofursti var reiður og hann sagði við konu sína, þegar heim kom: — Hvað var þetta með boð- ið til Havarels? Hvers vegna neitaðirðu að koma? Okkur hefur aldrei verið boðið þang- að fyrr, og hertoginn á beztu veiðilöndin í greifadæminu. — Eg hugsaði ekki um það. Ég hélt bara, að þér myndi leiðast þar. — Þú gazt þó minnzt á það við mig! — Fyrirgefðu! Hann virti hana betur fyrir sér. Hann skildi ekki alveg svipinn á andliti hennar. Hann hrukkaði ennið. — Mér var þó víst boðið Iíka? hrökk út úr honum. Evie roðnaði eilítið. — Nei, þér var ekki boðið. — Mér þykir það heldur skammarlegt að bjóða þér einni! — Ætli þau hafi ekki hald- ið, að þú hefðir ekkert gam- Framhald á bls. 43. 24.TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.