Vikan


Vikan - 17.06.1971, Blaðsíða 3

Vikan - 17.06.1971, Blaðsíða 3
24. tölublað - 16. júní 1971 - 33. árgangur Vikan Saga Zeppelin- loftfaranna Unga fólkið þekkir ekki Zeppelin nema sem nafn á pophljómsveitinni frægu. Zeppelin var upphafs- maður loftfaranna, en saga þeirra var merkileg til- raun í þróun flugsins, þótt endirinn yrði dapurlegur. Við segjum sögu loft- faranna á blaðsíðu 20. ' Spenna áranna var orðin mikil „Spenna áranna var orðin mikil“ nefnist viðtal við Bjarna M. Gíslason, rit- höfund. Hann helgaði handritamálinu rúma tvo áratugi af ævi sinni. Hann var einn af gestunum, sem ríkisstjórn íslands bauð hingað á handritadaginn. Viðtalið við Bjarna er á blaðsíðu 8. Þjóðdansa- félagið tuttugu ára Starfsemi Þjóðdansa- félags Reykjavíkur hefur blómgazt mjög undanfarin ár. Félagið hefur haldið sýningar, sem athygli hafa vakið og einnig sýnt er- lendis. Á morgun er Þjóð- dansafélagið 20 ára. í tilefni af því spjöllum við við stofnandann, Sigríði Valgeirsdóttur. Sjá blaðsíðu 26. KÆRI LESANDE! Þd er þjóðhátíðardagurinn upprunninn og kyrrð komin aft- ur á í þjóðfélaginu eftir allan hamaganginn og taugaveiklun- ina, sem kosningunum fylgdi. Nú geia menn í ró og næði vegið og metið dóm kjósenda, og áreiðan- lega er þegar farið að hollaleggja um væntanlega stjórnarmyndun. 17. júní er á margan hátt merk- asti dagur ársins, enda skipar hann veglegan sess í hugum flestra íslendinga. Hins vegar gengur okkur illa að finna liá- tiðahöldum þjóðhátíðardagsins það form, sem allir eru ánægðir með. Þau voru fyrir löngu orðin stöðnuð, þegar reynt var að breyta til og lialda þau inni í Laugardal. En sú breyling hefur hlolið misjafna dóma. Burtséð frá skipulögðum hátíðahöldum bæjarfélaga, vantar einnig mikið á, að íslendingar haldi 17. júní nægilega hátíðalegan hver á sínu heimili, eins og til dæmis Norð- menn gera 17. maí. í þessu blaði eru tvö viðtöl, sem bæði fara vel í blaði á þessum degi. Hið fyrra er við Sigríði Val- geirsdóttur, sem er stofnandi Þjóðdansaf élags Reykjavíkur. Ilitt er við Bjarna M. Gislason, rithöfund, sem helgaði handrita- málinu starfskrafta sína um ára- bil. Með þessu efni sendir Vikan lesendum sinum beztu kveðjur EFNISYFIRLIT GREINAR BU. Hann vann bug á einum hræðiiegasta sjúk- dómi mannkynsins 10 Saga Zeppeiin-loftfaranna 20 VIÐTOL Spenna áranna var orðin mikil, rætt við Bjarna M. Gíslason, rithöfund Glymur dans í höll, rætt við Sigriði Val- geirsdóttur um þjóðdansa 26 SÖGUR Eiginkona ofurstans, smásaga eftir Somer- set Maugham 16 Ugla sat á kvisti, framhaldssaga 14 Þar til dauðinn aðskilur, framhaldssaga 22 ÝMISLEGT Fiugvélar á íslandi, nýr þáttur Markaðstorg í Reykjavík, myndasyrpa 12 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn Simplicity-snið 23 Heyra má Stjörnuspá 24 31 Myndasögur 35, 37, Krossgáta I næstu viku 38 32 50 FORSÍÐAN Þau heita Rannveig Ólafsdóttir og Gunnlaugur Jónasson og eru bæði í Þjóðdansafélagi Reykja- víkur. Þau eru í ósviknum íslenzkum búningum, sauðskinnsskóm, vaðmáli og öllu tilheyrandi. — Ljósmynd: Egill Sigurðsson. VIKAN Útgefandl: Hllmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitstelkning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: SigriBur Þorvaldsdóttir og Sigriður Ólafsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholtl 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausa- sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöð ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 blöð misserislega. Áskriftargjaldið greiðlst fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, maí og ágúst. 24. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.