Vikan


Vikan - 17.06.1971, Blaðsíða 36

Vikan - 17.06.1971, Blaðsíða 36
verið miklu verra. Hugsið yð- ur ef þér.... — Kettir, tautaði Helen. — Kettir.... — Hvað eruð þér að segja, Madame? —• Ekkert, herra Faure, sagði hún og hélt niðri í sér andan- um. — Ég held þér ættuð að koma inn, sagði herra Faure. — Það er farið að kólna. Hann tók undir arm hennar og leiddi hana inn í húsið. Hún heyrði unga manninn segja að hann ætlaði að fara með það sem eftir var af súkkulaðinu til vin- ar síns, efnafræðingsins. — Ég held.... ég held að ég fari beint upp í herbergið mitt, sagði Helen. — Viljið þér láta mig vita þegar dýralækn- irinn kemur. —• Verið bara róleg, Mad- ame, sagði herra Faure, —- þetta var aðeins dýr. — Aðeins dýr, hugsaði Hel- en, — aðeins köttur.. . . Það hefði getað verið ég sjálf .. . það átti að vera ég sjálf.... Allt hafði verið nákvæmlega reiknað út: Morðin á Síams- köttunum og öll þau furðu- legu fyrirbæri, sem höfðu skeð bæði á undan og eftir þau, voru tilraunir til að ryðja henni úr vegi. Hversvegna? Vegna þess að Raoul viidi ná í peningana hennar.- Það var eingöngu þessvegna sem hann hafði kvænzt henni. Að- eins þessvegna. Og frá fyrsta degi hafði hann áformað að losna við hana eins fljótt og mögulegt var. En hann vissi ekki að það var tilgangslaust fyrir hann. Faðir hennar hafði skilið eftir erfðaskrá, þar sem ákveðið var, að ef Helen eignaðizt ekki barn, skyldu allar eigurnar ganga til velgerðarstofnana. Raoul vissi þetta ekki, þeg- ar hann ákvað að losna við hana. Og hann ætlaði að láta líta svo út að hún hefði orðið geðveik. Hann hafði jafnvel komið sér upp vitni um það. Vitni, sem allir myndu trúa. Savant lækni, sem var þekktur geð- læknir. Það var Raoul, sem hafði komið þvi til leiðar að hún fór til hans. Það var einn leikur- inn. Það rann nú fyrst upp fyr- ir Helen hve samvizkulaus Ra- oul var. Og þennan mann hafði hún elskað. Það var ekki meira en mán- uður síðan hún hafði legið í örmum hans og staðið á önd- inni af hamingju. Hún hafði elskað morðingja sinn, nú varð hún að fá hefnd. Ekki með aðstoð laganna. Það gæti komið til seinna. Hún ætlaði að kvelja hann, eins og hann hafði kvalið hana. Sýna honum hvernig það var að lifa í stöðugri angist. IJelen stóð í garðinum fyrir -*utan húsið sitt og horfðiinn um gluggann á vinnuherbergi Raouls. Hann sat við skTÍf- borðið og talaði í símann. Hann hélt á sígarettu milli grannra fingranna. Hann var alvarleg- ur á svipinn. Það var áhyggju- svipur í gráum augunum, en svipur hans var allur svo op- inn og heiðarlegur að Helén gat ekki annað en hugsað: — Hvernig get ég tortryggt hann? Hvernig getur hann verið svona miskunnarlaus? Hún beið þangað til hann hafði lagt frá sér símann, ýtt stólnum frá skrifbdrðinu og tekinn til að lesa dagblað. Þá læddizt hún að glerdyrunum og opnaði þær. — Sæll, Raoul, sagði hún. Hann hrökk við og varð ná- fölur undir sólbrunanum. — Helen! Þetta hljómaði eins og nið- urbælt óp. En eftir andartak var hann búinn að átti sig og gekk til móts við hana með útbreiddan faðminn. — Helen, hvar hefir þú ver- ið? Ég hefi verið svo hræddur um þig. Ég var einmitt núna að hringja í allar áttir til að vita hvort nokkur hefði orðið var við þig. Þú hefðir orðið góður leik- ari, hugsaði hún. En hún sagði ekkert og lét hann faðma sig og kyssa, áður en hún ýtti honum frá sér. — Hvar hefirðu verið, end- urtók hann. — Hér og hvar, sagði hún og tók af sér höfuðklútinn. Svo gekk hún að barskápnum og hellti koníaki í glas handa sér. — Og hvernig hefir þér liðið? — Mér. ... ég .... ágæt- lega, þakka þér fyrir. Ég hefi haft mikið að gera. Hún sá að hann missti ör- yggið, sá greinilega uppnám- ið í augum hans. — Mig langar til að halda samkvæmi, sagði hún bros- andi. — Eða réttara sagt svo- lítið miðdegisverðarboð. — Fyrir hverja? — Aðeins okkur fjögur. — Hvað áttu eiginlega við? spurði Raoul undrandi. — Hel- en, er þetta nýtt merki um. . . . Hann þagnaði. Það var sýni- legt að hann var í vandræð- um. — Láttu það fjúka, sagði hún eggjandi. — Áttu við að þetta sé nýtt merki þess að ég sé geðveik? Ég get sagt þér eitt, þegar ég hugsa um und- anfarnar vikur, þá finnst mér að það gæti vel verið að ég hefði gleymt einhverju, að ég hafi orðið minnislaus. En það er engin ástæða til að óttast það. Finnst þér það, ástin mín? — Hverjum ætlarðu að bjóða? spurði hann snögglega og kveikti í sígarettu. Helen lét sem hún væri undr- gndi. — Hversvegna ertu svona taugaóstyrkur. Hann maldaði í móinn. — Ég er ekkert taugaóstyrkur. — Af einhverjum ástæðum finnst mér sem þú hafir ekki búizt við mér heim. —: Auðvitað átti ég vona á þér, en ég gat ekki skilið hvert þú hafðir farið. Það er ástæðan fyrir því að ég er kannske eitt- hvað æstur. — Ég hefi hugsað mér að bjóða May-Lin og Savantlækni til miðdegisverðar á morgun, sagði Helen. — Og ég vil endi- lega að þú verðir heima. Það sem ég hefi að segja ykkur er mjög áríðandi. Hún beið ekki eftir svari,- en gekk hratt inn í svefnherberg- ið sitt, læsti dyrunum og glugganum út að svölunum. Svo háttaði hún og sofnaði strax. Stundvíslega klukkan átta næsta kvöld, opnaði Helen dyrnar fyrir May-Lin og Sa- vant lækni og bauð þau hjart- anlega velkomin. Hún hellti Gin-fizz í glös og þegar Raoul kom niður, stuttu síðar, opnaði hún dyrnar að borðstofunni. Hún gaf þeim fyrst tært kjötsoð, síðan kálfa- steik og súkkulaðiábæti. — Ég hlakka til að vita hvernig ykkur bragðast þetta, sagði hún, þegar hún bar inn há glösin með ábæti. — Þetta er möndlusúkkulaði hrært upp með þeyttum rjóma. Ég er snillingur í að búa til þennan rétt. — Helen hefir alltaf verið hreinn meistari í matargerð, sagði Raoul, — en þetta yfir- gengur nú allt, ástin mín. Hann brosti, en Helen sá að hann var með einhverjar viprur við munninn og röddin var alltof hávær, til að vera eðlileg. Hann sneri sér að Savant lækni. — Húshjálpin er farin fyrir nokkru, en síðan sér Helen sjálf um heimilisstörfin. — Ég flæmdi stúlkuna burt, sagði Helen og brosti blíðlega. May-Lin leit á hana. — Hvað eigið þér við með því, frú Bertram? — Meðal annars lagði ég dauða ketti í rúmið hennar, sagði Helen og hló. — Þessut- an var ekki . hægt að treysta henni; hún laug og stal. .. . — Helen! tautaði Raoul. — Er það ekki rétt hjá mér, ástin mín? Eða heldurðu að þetta hafi verið ímyndun. Hún hallaði sér að Savant lækni. — Sjáið þér til, sagði hún glað- lega, — upp á síðkastið hefir einhver veiið að gera tilraun til að láta líta þannig út að ég sé ekki með réttu ráði og nú hefi ég ákveðið að bæla þenn- an orðróm niður, eitt skipti fyrir öll. Hún þagnaði og horfði lengi og fast á Savant lækni, Raoul og May-Lin. — Það er eigin- lega þessvegna, sem ég fékk ykkur til að koma hingað í kvöld. Ég hefi nefnilega gerzt svo djörf að byrla ykkur eit- ur. • T margar mínútur var graf- arþögn í skrautlegu borð- stofunni. Kertin í háu silfur- kertastjökunum loguðu rólega, aðeins einn vaxdropi rann nið- ur. —• Ég setti eitur í súkku- laðikremið, sagði Helen ró- lega. — Eitur sem hefir skjót áhrif. Fyrst fáið þið hitakóf, svo verða kinnarnar kaldar og þvalar og fingurgómarnir dofna, sá dofi breiðizt smátt og smátt um allan líkamann ... Hún leit á Raoul. Hann nuddaði saman höndunum og skelfingin skein úr augum hans. — Ertu farinn að finna fyr- ir áhrifunum, elskan? spurði Helen brosandi og sneri sér að May-Lin. — Og hvernig líður yður? Er hitakastið far- ið að gera vart við sig? Hún 36 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.