Vikan


Vikan - 17.06.1971, Blaðsíða 49

Vikan - 17.06.1971, Blaðsíða 49
York, þegar friður var sam- inn. Hinir sigursælu Bandamenn hófu nú smíði margra loftfara, en ógæfan virtist elta þessi nýju farartæki. • Árið 1921 brann ZR-2, sem smíðað var í Englandi handa bandaríska flotanum og með því 62 menn. • Arið 1923 hvarf Dix- munde (hið gamla L-72, en Bandamenn tóku það af Þjóð- verjum eins og önnur stríðs- tæki þeirra). Það var á leið til Afríku. Hið eina, sem fannst úr því, var lík skipstjór- ans, du Plessis de Grenedan, yfirforingja, sem fiskimenn drógu upp úr djúpum Mið- jarðarhafsins. • Árið 1925 brotnaði Shen- andoah, hin amersíka eftirlík- ing á þýzka loftfarinu L-49, í kastvindi yfir Ohio og fórust með því 14 menn. ® Árið 1930 rakst R-101, stolt Bretlands, á fjallshlíð við Beauvais í Frakklandi og fór- ust 47 manns. © Árið 1935 braut Macon á sér afturendann og hrapaði niður í Kyrrahafið. Tveir menn fórust. Hjá Þjóðverjunum sjálfum gekk miklu betur. Þeir réttu fljótt við eftir ósigurinn í styrjöldinni, eins og allir vita, og byrjuðu aftur að smíða loft- för. Haustið 1928 hóf hið fræga loftfar, Graf Zeppelin, flutn- ingaþjónustu. Árið 1930 hóf það ferðir sinar til Suður-Am- eríku, en fór einnig víðar um heiminn og kom til dæmis hingað til lands 1931, eins og getið var hér í upphafi. Arið 1936 hafði Graf Zeppelin far- ið í 575 ferðir, án þess að hið minnsta óhapp kæmi fyrir það, og flutt rúmlega 13.000 far- þega. Samt urðu áhafnirnar ótrú- lega gálausar. Þeir stálust til að kveikia sér í sígarettum hvar sem var, jafnvel bak við fulla hydrogengeyma. Á einni ferð frá Suður-Ameríku földu loftfarsmenn apa um borð. Ap- arnir sluppu lausir og sveifl- uðu sér masandi og gargandi milli bitanna, þangað til loft- farið lenti. Illvirðiskvöldið fyrir 34 ár- um, þegar Hindenburg var að búa sig undir að leggj- ast við stjóra, var Graf Zeppe- lin statt fyrir vestan Kanarí- eyjar á leið til Suður-Ameríku og gekk allt eins og í sögu. í Lakehurst, New Jersey, var hafinn undirbúningur að því að taka á móti Hindenburg. Loftfarið kom með 73 hnúta hraða, í 590 feta hæð. Pruss loftskipsstjóri flaug yfir flug- völlinn og sneri við til að lenda, jafnframt því sem hann hleypti gasi úr framgeymunum og varpaði út kjölfestu að aft- an. Klukkan 7.21 e.h. féllu fyrstu landfestarnar til jarðar. í far- þegarýminu hallaði Otto Cle- mens ljósmyndari sér út um glugga og tók myndir af því, sem var að gerast fyrir neð- an. Hann vissi ekki, fyrr en filman hans var framkölluð nokkrum dögum síðar, að á myndinni sáust logar, sem end- urspegluðust í vatnspollum á jörðinni. Einn hinna nærstöddu, Gage Mace, minntist þess síðar, að „neistaflug gaus svo skyndi- lega upp fremst í loftfarinu, að það breyttist í einu andartaki í gula eldsúlu. .. . “ Fyrir ofan hrösuðu farþeg- arnir hvorir um aðra hóp- ur hrópandi og örvæntingar- fullra manna. Joseph Spah, fimleikamaðurinn frægi, braut rúðu, skreið út og hékk þar á annarri hendi. Þegar loftfarið tók að hrapa, féll hann niður. Skáldkonan Margaret Mather var dregin út úr brennandi ká- etunni af björgunarmönnum. Á hálfri mínútu fórust 35 manns og margir slösuðust. atta urðu endalok heils tímabils í sögu flugsins. Stóru loftskipin heyrðu nú sög- unni til. Opinber rannsókn leiddi til þeirrar niðurstöðu, að hydrogen hefði síazt út úr geymunum og rafmagn því- næst kveikt í því. Úrskurður- inn var ekki sérlega sannfær- andi þá og því síður nú. Nýjar sannanir benda til skemmdar- verks, sem einhver af áhöfn- inni hafi unnið, einhver félagi í and-nazisku neðanjarðar- hreyfingunni í Bandaríkjun- um. Stærstu fuglarnir, sem nokkru sinni hafa svifið um loftin blá, eru horfnir. Þeir eru liðnir undir lok, eins og risa- eðlurnar og sjást sennilega aldrei framar. ☆ UGLA SAT Á KVISTI Framhald af bls. 15. Þegiðu, Anna! Þetta var Kristján. Hann stóð við hlið hennar. Hann var náfölur og augu hans leiftruðu. En hann skammaðist sín ekki fyrir það, sem þau Kristín höfðu gert, heldur reiddist hann þeim orðum, sem hún hafði látið falla. Hann gróf fingrunum í axlir hennar, en hún sleit sig lausa, án þess að hirða um það, þótt hana sár- kenndi til. — Slepptu henni! Láttu hana í friði, Kristján! Kristín sagði þessi orð iágt og biðjandi, en Anna heyrði það ekki. Hún vildi ekki hlusta á hana, vildi ekki heyrt neitt af því, sem Kristín hafði að segja. Hún hafði boðið Krist- ínu og Stefáni að búa hjá sér og svona hafði Kristín launað henni það! — Þið eruð bæði jafnslæm! veinaði hún og rödd hennar brast. — Þú hlustaðir á mig, Kristín og lézt skilja, hvernig mér liði! Þú sagðir: sýndu hon- um í tvo heimana, svo að hann viti, hvernig það er, þegar maki manns bregst manni. Nú finn ég það! Nú sé ég, hvernig hann kemur beint frá þér! Nú veit ég, að þú ert ekkert ann- að en fála.... WWK70 Milljónir sérfrœdinga og leikmanna óskuðu sér K70, löngu áður en hann var settur á markaðinn Astœðan var, að þeim fannst hann sem dögun ettir langa nótt Nu er hann kominn til Islands, — fyrir yður til að skoða — reynsluaka, og jafnvcl að kaupa CJÖRID 5VO VEL AD UTA INN í SÝNINGARSAL OKKÁR HEKLA hf. | = Laugsvagi 170—172 — Slmi 21240. 24. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.