Vikan


Vikan - 17.06.1971, Blaðsíða 17

Vikan - 17.06.1971, Blaðsíða 17
» 24. TBL. VIKAN 17 bókunum. — Hvað hefurðu eiginlega að gera með sex ein- tök af sömu bókinni? Hann opnaði eina þeirra. Ljóðabók. Svo leit hann á bókarheitið. Though Pyramids Decay eftir E. K. Hamilton. Eiginkona hans hét fyrir giftinguna Eva Katherine Hamilton. Hann leit á hana óvenju brosmildur. — Skrifaðirðu bók, Eva? Þar komstu mér illilega á óvart! — Ég bjóst ekki við því, að þú hefðir nokkurn áhuga á því. Viltu fá eintak? —'Ja, þú veizt nú, að ég les sjaldan ljóð, en . . . þakka þér fyrir, ég tek þá eina. É’g skal lesa hana. Ég fer með hana inn í vinnuherbergið mitt. Ég þarf að gera ýmislegt í dag. Hann tók með sér Times, bréfin óg bókina og fór. Vinnu- herbergi hans var rúmgott og þægilegt, skrifborðið risastórt, leðurklæddir stólar og eitt- hvað, sem hann nefndi „sigur- minningar" á veggjunum. f bókahillunum var krökkt af orðabókum, alfræðibókum, bókum um landbúnað, bókum um skógrækt, fiska og veiði- dýr, auk nokkurra bóka um síðustu styrjöldina, sem hann hafði barizt í og fengið heið- ursmerki fyrir. Eftir að stríð- inu lauk gerðist hann bú- garðseigandi í stóru húsi þrjá- tíu kílómetra frá Sheffield, sem einn forfeðra hans hafði byggt á tímum Georgs III. George Peregrine átti landar- eign, sem var um tólf hundruð tunnur lands og hann annaðist hana af miklum dugnaði; hann var friðdómari og stð í stöðu sinni með miklum sóma. Hann fór á refaveiðar tvisvar í viku, meðan þær stóðu yfir. Hann var friðdómari og stóð í stöðu og hann var enn ágætur í tennis, þótt hann væri rúmlega fimmtugur. Hann gat auðveld- lega kallast frábær íþrótta- maður. Hann hafði fitnað ögn upp á síðkastið, en hann var nú Framhald á bls. 43.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.