Vikan


Vikan - 17.06.1971, Blaðsíða 50

Vikan - 17.06.1971, Blaðsíða 50
/ nœstu Hvað gerðist í Saltvík? Er unglingunum ekki' treystandi? Hvað gerðist í Saltvík? Var sú tilraun, sem þar var gerð, fyrirfram dauðadæmd? Er það satt, sem sum dagblöð slógu upp og höfðu eftir einum verði laganna, að unglingum sé ekki treystandi? Vikan leitast við að svara þessum spurningum í máli og myndum frá Saltvíkurhátíðinni í næsta blaði. Röntgen hefur bjargað 1 mörgum Greinaflokkurinn „í þjónustu lífsins" heldur áfram. Næst er sagt frá Röntgen, en upp- götvun hans hefur bjargað milljón- um manna. Grein um Skrepp seiðkarl Allir kannast við Skrepp seiðkarl. Þættirnir um hann eru reyndar ætlaðir börnum, en fullorðnir hafa ekki síður gaman af þeim. Við birtum grein og myndir um Skrepp í næsta blaði. HITTUMST AFTUR - I NÆSTU VIKU Hvernig konur geta varið sig Enginn er lengur óhultur á götum úti í stór- borgum, allra sízt konur, sem eru einar á ferð. En nú hafa verið fundin upp alls konar tæki, sem þær geta borið á sér og varið sig með. Kristján hristi hana hörku- lega. Grænblá augu hans voru græn. — Haltu kjafti, Anna! Þú veizt ekki, hvað þú segir. Þú verður að skilja. .. •—- Nei! Aldrei! Hún froðu- felldi af bræði. — ’Ég veit ekki, hvað ég segi, ég á að skilja allt, meðan mig svíður. Þann- ig viljið þið hafa það og svona hentar ykkur. Kona, sem hugs- ar um heimilið og vinnur fyrir matnum og hugsar um alla hluti og SKILUR líka! Er það ekki hentugt? Hún snökkti hátt. — Anna, sagði Kristín. Rödd hennar skalf og hún rétti fram höndina, en Anna sló hana frá sér. ■— Snertu mig ekki, komdu ekki við mig. Þú ert ekki hót- inu skárri en allar gálurnar, sem hann hefur haldið við — skilurðu það? — Skelfing öskrið þið mik- ið, sagði einhver syfjulega og Stefán stóð í gættinni í kryppl- uðum náttfötum og hélt á koddanum í fanginu. — Ég get ekki sofið. Hættu að veina svona, Anna. Þegiðu! Farðu inn í rúm! — Heyrðu nú.... Kristján gekk yfir gólfið og tók Stefán í faðminn. Grafarþögn ríkti. — Það var frammorðið, sagði Anna, og henni fannst hún vera svo óendanlega þreytt. -— Ég vil aldrei sjá ykkur hér aftur. Farið þið! Kristján horfði á hana yfir öxlina á Stefáni. Smásnáðinn boraði kollinum inn í hálsakot háns og líkami hans titraði all- ur. — Reyndu að haga þér eins og manneskja, sagði hann fyr- irlitslega og hörkulega. — Hvern skollann ertu að reyna að gera? Hvaða læti eru þetta eiginlega? — Segðu ekki fleira, Krist- ján, sagði Kristín. Hún stóð við rúmið og leitaði að skónum sínum. — Anna hefur rétt að mæla. Það er bezt að við för- um. — Einmitt, sagði Anna. — Farið sem fyrst. Framhald í næsta blaði. að gera við uppþvottagrindina? 50 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.