Vikan


Vikan - 02.09.1971, Side 3

Vikan - 02.09.1971, Side 3
35. tölublað - 2. september 1971 - 33. árgangur Imynd karlmennsk- unnar Það blés ekki byrlega hjá Clark Gable í fyrstu. Þegar hann fæddist hentu þau mistök fæðingalækninn, að hann skrásetti hann sem stúlkubarn. Síðar varð Clark Gable ímynd karl- mennskunnar í heiminum eins og allir vita. Nú eru tíu ár liðin frá því að hann lézt, og í tilefni af því segjum við sögu hans í greinaflokki. Sjá bls. 16. hún Myrti börnin sín? Hún lifði ljúfu lífi eftir að hún skildi við manninn sinn. En einn góðan veður- dag gerðist óhugnanlegur atburður. Bömin hennar tvö fundust myrt. Nafn- laust bréf varð til þess, að hún var sakfelld fyrir að hafa myrt að minnsta kosti annað þeirra og situr nú í fangelsi. Átakanleg saga þessarar konu birtist á blaðsíðu 10. Blek- klessan Smásaga þessa blaðs heitir „Blekklessan“ og segir frá skólaminningu manns nokkurs. Hann varð fyrir því óhappi að hella bleki ofan á spánnýtt parket- gólf í bókasafni skólans. Þetta óhapp hefði getað orðið afdrifaríkt fyrir hann, ef hann hefði ekki notið lijálpar skilningsríks kennara. Sjá blaðsíðu 12. KÆRI LESANDI! Enginn skyldi voga sér að am- ast við réttindabaráttu kvenna á þessum síðustu og merkilegustu límum, eiida er það sjaldan gert, nema /;á helzt af konum sjálfum. Karlmenn verða flestir afskap- lega skilningsríkir í framan, þeg- ar þeir tala við rauðsokkur og þykir sjálfsagt, að öll þeirra bar- áttumál næðu fram að ganga. Ilins vegar er ekki eins víst, að þeir vildu vera lwæntir rauð- sokku! En nú er komin fram á sjónar- sviðið í Bandaríkjunum kvenrétt- indakona, sem karlmenn elska. Hún heitir Germaine Greer og er þrjátíu og tveggja ára gömul. Hún skrifaði bók um kvenrétt- indi, og er það eitt varla í frá- sögur færandi. Slíkum bókum hefur rignt á markaðinn i svo stórum stíl, að þær eru fyrir löngu teknar að vekja leiða og eru flestar aðeins lesnar af fái- nnj. En bák Germaine Greer er öðruvísi. Hún heitir „The Female Eunuch“ og lýsir áliti höfundar á samfélagi karlmannanna á þann hátt, að rækilega athygli vekur. Gagnrýnendur urðu yfir sig hrifnir; það birtust viðtöl við hina nýju og óvenjulegu kven- hetju í blöðum og sjónvarpi. Hún kom til dæmis fram í sjónvarps- þætti hjá David Frost og tókst að kveða hann eftirminnilega í kút- inn. Grein um Greer er á bls. 16. EFNISYFIRLIT GREINAR Ms. Kvenréttindakonan, sem karlmenn elska, grein um Germaine Greer 6 Engin miskunn — myrti hún börnin sín? frásögn um átakanlegt sakamál 10 Clark Gable — hann leitaði að ástinni allt sitt líf, fyrsta grein Jeanne D'Arc Norður-írlands barnshafandi 46 Ævintýraferð í sól 49 SÖGUR Blekklessan, smásaga 12 Lifðu lifinu, framhaldssaga, 7. hluti 8 Barn Rosemary, framhaldssaga, 3. hluti 20 ÝMISLEGT VIKAN kynnir Love Story: Bókin, sem slegið hefur öll met í sölu 24 Myndin, sem fékk slæma dóma, en því meiri aðsókn 26 Vikan birtir kafla úr þessari frægu sögu 28 FASTIR Þ/ETTIR Pósturinn 4 Heyra má 14 Myndasögur 35, 38, 42 Krossgáta 31 Stjörnuspá 32 í næstu viku 50 FORSÍÐAN Ali MacGraw og Ryan O'Neal leika aðalhlutverk- in í Love Story, Oliver og Jenný. Vikan kynnir þessa frægu skáldsögu og eins kvikmyndina í til- efni af því, að bókin kemur út á íslenzku í haust — og myndin verður sýnd í Háskólabíói innan skamms. Sjá bls. 24—28. VIKAN Útgefandl: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. BlaSamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: SigríBur Þorvaldsdóttir og Sigriður Ólafsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausa- sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöð ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 blöð misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, maí og ögúst. 35. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.