Vikan


Vikan - 02.09.1971, Síða 4

Vikan - 02.09.1971, Síða 4
í fyrsta sinn á íslandi: STRING HILLUSAMSTÆÐURNAR sem fóru eins og eldur í sinu og slógu í gegn í flestum Evrópulöndum á síðustu árum Einfalt, nútímalegt, ódýrt og splunkunýtt Pír a - umbodid HÚS OG SKIP á horni Nóatúns og Hátúns Sími 21830 v.______________________________' P0STURINN Er þaö virkilega satt... ? Kæri Póstur! . . . Svo spyr ég, er það virki- lega satt að lögin mæli svo fyr- ir að 16 ára megi stúlka byrja að lifa með karlmanni, 18 ára giftast honum og 20 ára fara í ríkið og kjósa? Ein sem elskar að skrifa. — r-----------A-------- Já, það er satt. Langar að kynnast stúlkum Kæri Póstur! Við höfum tekið eftir því að þið hafið einstaka sinnum birt aug- lýsingar, þar sem fólk er telur sig einmana óskar eftir bréfa- skiptum eða að kynnast fólki í svipuðu hugarástandi. Þannig er það að við erum tveir á aldrin- um þrettán til fjórtán ára, sem langar að kynnast tveimur stúlkum á svipuðu reki. Við vonum að þú getir hjálpað okk- ur eitthvað að bæta úr þessu hallæri. Víð vonum að þetta bréf lendi ekki í ruslafötunni. Fyrirfram þökk fyrir gott svar. Tveir sem bíða og vona. P.S. Gerið ekki grín að okkur. r-- í Vikunni eru alltaf annað veif- ið birt nöfn og heimilisföng fólks, sem óskar eftir bréfa- skiptum. Ef svo skyldi standa á að þið hefðuð slatta af Viku- blöðum við hendina, gerðuð þið rétt í að fletta upp í bréfa- skiptadálkinum og vita hvort ekki fyndist þar eitthvað, sem ykkur hentaði. Svo er auðvitað ekki nema velkomið að birta nöfn ykkar og heimilisföng ásamt ósk um bréfaskipti, ef þið senduð okkur þetta. Alveg að klikkast Kæri Póstur! Ég þarf að biðja þig að hjálpa mér með vandamál, sem vefst dálítið fyrir mér. Þannig er mál með vexti að ég er með strák (sem er átján ára en ég er sjálf sextán), sem mér þykir mjög vænt um, en ég er hrædd um að honum sé hætt að þykja vænt um mig, en hann virðist samt vilja vera með mér, og stundum segir hann við mig að hann elski mig og er að tala um hjónaband og allt hvað eina, en stundum segir hann við mig að honum þyki ekkert vænt um mig og að honum sé sama hvert ég fer og hvað ég geri, Ég er búin að vera með honum í mánuð og er alveg að klikkast af þessari hringavitleysu, því hann er í þokkabót alveg hætt- ur að bjóða mér með sér þang- að sem hann fer, en samt ætlar hann alveg að klikkast ef ég svo mikið sem tala um eða við aðra stráka. En mér þykir svo vænt um hann að ég vil ekki missa hann. Góði Póstur, hvað á ég að gera til að fá botn í þetta? — Vonast eftir greinargóðu svari sem fyrst. Ein ráðþrota. P.S. Hvað lestu úr skriftinni? Allt bendir tii að strákurinn sé svo óráðinn að hann hafi sjálf- ur nánast enga hugmynd um hvað hann vill. Hann er sjálf- sagt eitthvað skotinn í þér, fyrst hann er afbrýðisamur, en vill á hinn bóginn engu fórna af eigin „frelsi". Bæði eruð þið svo ung að þið ættuð að hafa efni á að taka þessu rólega, sjá hvað set- ur. Það að hann breytist mikið á þann veg, sem þú mundir telja til batnaðar, er ólíklegt, að minnsta kosti á næstunni. Þú verður því að gera það upp við þig, hvort þú sættir þig við hann eins og hann er, eða ekki. Ef þér finnst hirðuleysi hans um þig með öllu óbærilegt, ættirðu ekki að láta dragast að slíta við hann öll tengsli. Skriftin er dugnaðarleg, en gæti bent til nokkurrar fljótfærni. Þriðji flokkur Fram Kæra Vika! Viltu vera svo góð að birta stóra mynd af þeim félögum í fót- 4 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.