Vikan


Vikan - 02.09.1971, Page 5

Vikan - 02.09.1971, Page 5
boltaliðinu Fram, í þriðja flokki. Með fyrirfram þakklæti. Steinunn Sig., Grindavík. Vikan hefur til þessa aSeins birt myndir af li'ðum í meistara- flokki, og hæpið að mikið verði farið út í það að birta myndir af liðum i lægri flokkum, sem skipta trúlega hundruðum og mætti þvi æra óstöðugan að pikka úr þau, sem öðrum frem- ur verðskulduðu þess konar upp- slátt. Öfrísk og ofsahrifin Elsku Póstur! Ég ætla að byrja á því að þakka fyrir allt gamalt og gott. Ég ætla að biðja þig að hjálpa mér úr smáklípu sem ég er í. Þannig er mál með vexti að í vetur var ég með strák sem ég er ófrísk eftir, en hætti svo við hann áð- ur en ég vissi það, og er hann nú með annarri stelpu. En núna er ég ofsahrifin af strák, sem ég hef soldið verið með, en hann vill bara ekkert með mig hafa. En nú er eitt vandamálið enn, ég er bara fjórtán ára, og ég þori ekki að segja mömmu frá þessu. Segðu mér nú hvað ég á að gera Ein fjórtán ára í smáklípu. P.S. Hvernig eiga krabbamerkið og nautsmerkið saman? Þú skalt fyrir alla muni ekki draga að segja móður þinni frá barninu, sem þú átt von á; það er hvort eð er vonlaust fyrir þig að reyna að leyna því til lengd- ar. Um strákinn, sem þú ert hrif- in af, er bezt fyrir þig að hætta að hugsa í bráð; fyrst hann vill ekki sjá þig nú, er heldur ólík- legt að hann festi ást á þér þeg- ar hann kemst að því að þú ert ófrísk eftir annan. Og sem verð- andi móðir á þessum aldri ætt- irðu að hafa nóg á þinni könnu í bráð, þótt öllum strákum sé sleppt. Krabbi og naut eiga heldur vel saman, þótt krabbinn, sem jafn- an er draumlyndur, felli sig ekki alltaf við raunsæi nautsins. Höfundur krossgátunnar Kæri Póstur! Geturðu sagt mér hver semur krossgáturnar fyrir blaðið. Sá hlýtur að vera fróður. Vona að bréfið lendi ekki í ruslakörfunni. Hvað koma yfir- leitt margar lausnir á hverri krossgátu? Þrjú X. Krossgáturnar fyrir Vikuna sem- ur Gísli Ólafsson, ritstjóri. Hvað fjölda lausnanna snertir, er hann of mismunandi til að hægt sé að nefna nokkra tölu. Að drepast í hann Kæri Póstur! Ég ætla að byrja á því að þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Ég kaupi Vikuna alltaf, mér finnst hún skemmtilegasta og bezta blaðið sem ég les. Þess vegna langar mig að biðja þig að hjálpa mér úr vanda, ef það væri hægt. Það er svoleiðis að ég er búin að vera með strák í hálft ár, svo fékk ég einhverjar dillur og sagði honum upp, og nú er mánuður síðan og ég sé eftir því að hafa gert það. Ég er að drepast í hann. Hann er búinn að vera með stelpu síð- an en ekkert á föstu held ég. Ég held að hann vilji ekki byrja með mér aftur af því að hann heldur að ég spili með hann, en ég mun ekki gera það. Ég hef skrifað í marga þætti en ekkert lag eða svar fengið, svo ég vona að bréfið mitt fari ekki f rusla- körfuna að þessu sinni. Kærar þakkir fyrirfram. M.G. Fyrst þú þekkir piltinn og hefur meira að segja „verið með" honum í lengri tíma, ætti þér að vera óhætt að gefa þig á tal við hann og spjalla við hann hreint út, slíkt yrði varla talin nein frekja. Meðan hann er ekki á föstu, er frekar von til þess aS hann sé ekki alveg búinn að gleyma þér. Treystu Volvo fyrir öryggi þínu og þeirra sem Með aukinni umferð og hraðari akstri, skiptir öryggis- búnaður bifreiðarinnar mestu máli, þegar valin er ný fjölskyldubifreið. ÚTSÝNIÐ Slæmt útsýni býður hættunni heim. Yolvo hefur inn- byggða hitaþræði í bakrúðunni til varnar ísingu og móðu. Volvo 145 hefur þar að auki rúðusprautu og „vinnukonu“ við bakrúðuna. HEMLAR Tvöfalt hemlakerfi. Fari annað kerfið úr lagi, er samt sem áður 80% hemlastyrksins virkur á þrem hjólum. Gífurlegt öryggi í neyðartilvikum. Þetta eru aðeins fáein dæmi um fjölbreyttan öryggis- búnað Volvo bifreiðanna. Sölumenn Veltis h/f gefa yður með ánægju allar nán- ari upplýsingar. ÞAÐ ER KOMIÐ 1 TlZKU AÐ FÁ MIKIÐ FYRIR PENINGANA VELTIR HF. Suóurlandsbraut 16 • Reykjavik • Sirtinefni: Volver • Simi 35200 35. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.