Vikan


Vikan - 02.09.1971, Qupperneq 7

Vikan - 02.09.1971, Qupperneq 7
Germaine Greer, áströlsk og errileg, hefur vakið heimsathygli með bók um kvenrétt- indi, sem þykir sú snjallasta af slíkum, sem fram hafa komið síðustu árin. En hún kennir ekki karl- mönnunum um allt, sem miður fer. Hún kennir öllu frekar í brjósti um þá. Hún er kvenleg en gengur aldrei í síðbuxum. Háskólaborgari og groupie. Bölvar svo að hún þefjar af brennisteini. Kann sinn Shakespeare. Eldsnögg í svörum fyrir framan sjónvarpskvikmynda- vélarnar. Ræðst af nistandi háði á hina kvenlegu stereótýpu, en gerir sig sjálf fallega af því að henni finnst það skemmtilegt. Hér horfir hún á sjálfa sig í sjónvarpi ásamt ónefndum vini. aldrei borið minnstu virðingu fyr- ir akademískum hefðum. Einhver myndi segja að fyrir henni væri ekkert heilagt. Um dauða Ófelíu sagði hún: — Auðvitað lét Hamlet hana drepast af því að hún var alveg óþolandi leiðindaskjóða! Svo ein- dæma hversdagsleg smáskjáta! Hún lítur svo á að orð séu til þess að nota þau, hvernig sem þau annars eru, og hún kryddar bók- ina sína með orðum, sem aldrei hafa komizt á blað i nokkurri al- fræðiorðabók. Þau lærði húp í lífsins skóla — það er að segja sem „groupie“. Stúlkur sem svo eru kallaðar eru eins konar geishur í poppheimin- um. Það var hennar aðferð við að bæta fyrir sína einu smáborgara- legu hrösun í lífinu. Hún hafði FramhalcL á bls. 33. 35. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.