Vikan


Vikan - 02.09.1971, Page 37

Vikan - 02.09.1971, Page 37
Sjúkrasokkar- allar geríNir. Teygjusokkar og teygjusokkabuxur, mismunandi litir og áferb. Teygjusokkar handa körlum, hnéháir, margir htir og stærðir. — Strakarmr verða æíir ut í mig. — Ef þú gerir aldrei neitt, sem er verra en þetta, Car- stairs, þá verður allt gott. Þegar hann gekk burt, hras- aði hann um pílviðargrein, en ég . hló ekki. Ég held, að upp frá þessari stundu hafi ég byrj- að að verða fullorðinn. Við höfðum nú gengið þrjá hringi í kirkjugarðinum, — eða fjóra. Ég hafði talað allan tím- ann. Nú sagði Heatherington: — Og um hádegisbilið kom- uð þér upp á skrifstofuna til mín og meðgenguð. — Já, sagði ég. — Gátuð þér kannski greint bank mitt á dyrnar frá hjartslætti mínum? — Þér voruð náfölur, en við því hafði ég búizt. —• Partridge gamli var klókur. Heatherington bretti upp kragann, gaf mér hornauga og sagði: — Þér vissuð ekki, hve klók- ur hann var. Ég lyfti augabrúnum spyrj- andi og sló saman höndunum til þess að halda á mér hita. — Við vissum, að það voruð þér, sem höfðuð verið óhepp- inn með blekið. — Vissuð þér það, rektor? — Partridge sá, þegar það gerðist. Hann var á leið inn í bókasafnið og sá það gegnum glerhurðina. Hann sagði mér það strax. Ég varð æfareiður. Ég hefði farið niður á stund- inni til þess að standa yður að verki. En það mátti Part- ridge ekki heyra nefnt. Hann sagði: „Ef þér farið niður núna, rektor, þá fer sá blettur aldrei af“, — og það var ekki gólfið, sem hann hafði í huga. Við vorum aftur komnir að gröfinni og í þetta skipti stönz- uðum við. Ég vissi, að við sá- um hann báðir fyrir okkur í síðasta sinn — í snjáðu fötun- um og með vingjarnlega and- litið, sem geislaði af mannúð og skilningi. Við minntumst sérstæðs manns, sem vissi hvað er mikilsverðast í þessum marg- brotna heimi. — Ætti hann ekki skilið að hafa stein, sagði ég og leit á legsteinana í kring, sem voru af ýmsum stærðum og gerð- um. Heatherington leit hvasst á mig með þessu stingandi augna- ráði, sem annaðhvort er honum meðfætt eða hann hefur til- einkað sér. — Partridge hefur reist sér hundruð lifandi legsteina. Ég tók upp veskið. — Ég vildi gjarnan fá að gera eitthvað. — Það var vingjarnlegt af yður, svaraði hann. — Það hefur enga fjárhags- lega þýðingu fyrir mig. Hann tók við, seðlunum, sem ég rétti honum og vöðlaði þeim saman. — Á að letra nokkuð sér- stakt á steininn? — Aðeins „Hygginn maður“, sagði ég, — á latínu náttúr- lega, en ég man því miður ekki hvernig það er. — Partridge mundi hafa fyr- irgefið yður. Hann lagfærði frakkakrag- ann og leit á úrið sitt. Við réttum hvor öðrum höndina, stöppuðum hita í kalda fætur okkar og kvödd- umst. Það var ekki sennilegt, að leiðir okkar lægju saman í þriðja sinn. Heatherington gekk burt og beygði höfuðið njóti. vjndinum. Ég horfði á eftir honum. Ég gleymdi að spyrja hann, hvort blekklessan hefði dofnað á hin- um tuttugu árum. 35. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.