Vikan


Vikan - 07.10.1971, Síða 3

Vikan - 07.10.1971, Síða 3
40. tölublaS - 7. október 1971 - 33. árgangur Vkan Rætt við Hring Jóhannes- son Hringur Jóhannesson, list- niálari, opnaði nýlega sýn- ingu á olíumálverkum í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Málverk hans eru í natúra- lískum stíl, mcð áhrifum frá poppi og súrrealisma. Sjá viðtal við Hring ásamt myndum á bls. 26. Apollo 15 á tunglinu För Apollos 15 til tunglsins kvað vera ár- angursríkasta tunglferð tii þessa, og auk ýmissa merkra uppgötvana, sem tunglfararnir hafa væntan- lega gert, tóku þeir fjölda ágætra mynda. Nokkrar þeirra. sem sýna leið- angursmenn og tæki þeirra í mánalandslaginu, birtast í þessarl Viku. Palladómur um Pál á Hnappa- völlum „Af þingmennsku Páls Þorsteinssonar mun helzt til frásagnar, að hann sé maður samvizkusamur, stundvfs, iðinn og heið- virður.“ Vonandi verð- skulda sem flestir þing- mannanna okkar þetta hrós. Sjá palladóm Lúpusar á bls. 24. KÆRI LESANDI! Greinaflokkur eftir Örn Eiðs- son um heimsfræga íþróttamenn birtist í Vikunni um þessar mund- ir, og i þessu blaði birlist grein um hnefaleikarann Joe Louis, sem líklega er sú alfrægasti af þess konar íþróttamönnum, sem uppi hefur verið fyrr og síðar. Louis var heimsmeistari i þunga- vigt um tólf ára skeið, en fyrir utan iþróttafrægðina var hann rómað prúðmenni og drengskap- armaður. Margir eru þeirrar skoðunar að hann hafi lagt meira af mörkum í þágu réttindabar- áttu blökkumanna tanda sinna en flestir aðrir. Hér á landi kemur það kannski á óvart að hnefaleikarar geti ver- ið prúðmenni og drengskapar- menn. Á Islandi eru hnefaleikar bannaðir, sem kunnugt er. Marg- ir eru þeirrar skoðunar að íþrótt þessi hæfi ruddamennum einum, þursum eða blótneytum í eins konar mannsmynd. Af henni hljótist heilaskemmdir og ekki allsjaldan veruleg örkuml eða bani. Annars staðar virðist íþrótt- in ekki vera litin álíka hornauga og hér, þar eð hún mun víðast leyfð og nýtur mikilla vinsælda — þótt svo að þeir nútíma hnefa- leikarar, sem mest ber á, séu eng- in prúðmenni á við Joe Louis. EFNISYFIRLIT GREINAR M». Endurholdgun, Þriðja grein 6 Grein um hnefaleikameistarann eftir Orn Eiðsson Joe Louis, 14 Palladómur um Pál Þorsteinsson, eftir Lúpus 24 SÖGUR Lifðu lífinu, 12. hluti 10 Eg verð aðeins augnablik, fyrri hluti smá- sögu 12 Barn Rosemary, 8. hluti 20 ÝMISLEGT Karlar á tunglinu, myndir frá ferð Apollos 15 16 Vagir liggja til ótal átta, rætt við Hring Jó- hannesson, listmálara 26 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Hayra má 8 Flugvélar á íslandi 22 Myndasögur 35, 38, 40 Krossgáta 31 Stjörnuspá 32 í næstu Viku 50 FORSÍÐAN_________________________ Nú er misseri skólanna hafið, og nemendur á ýmsum aldursskeiðum flykkjast í menntastofnan- irnar til að búa sig undir lífið. Þessa mynd tók Egill Sigurðsson, Ijósmyndari Vikunnar, hjá Aust- urbæjarskólanum. VIKAN Útgefandi: Hilmir hí. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: Sigriður Þorvaldsdóttir og SlgriSur Ólafsdóttir. — Ritstjóm, auglýsingar, afgreiSsla og dreifing: Sklpholti 33. Símar: 35320 - 35323. Pósthólf 533. Verð i lausa- sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöS órsfjórSungslega eSa 1100 kr. fyrir 26 blöO misserislega. ÁskriftargjaldiS greiðlst fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, mal og ógúst. 40. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.