Vikan


Vikan - 07.10.1971, Side 5

Vikan - 07.10.1971, Side 5
aldrei haft neinn verulegan áhuga á neinni sérstakri, en nú dreymir mig um HANA nótt sem nýtan dag og liggur oft við að ég gráti við þá tilhugsun að einhver annar en ég verði ástar hennar aðnjótandi. Þetta er í stuttu máli sú dásam- legasta vera sem ég hef nokkru sinni komizt í kynni við, og vil ég nú óður og uppvægur eyða ævinni með henni. Enginn, ekki einu sinni hún, veit að ég ber þessar tilfinningar í brjósti til hennar. Ég veit ekki hvaða til- finningar hún ber í brjósti til mín, en þykist þess fullviss, að henni líki vel við mig. Ég verð að játa, að stundum finnst mér ég vera afskaplega vonlaus þar sem er aldursmun- urinn, en þar sem ég ku vera vel greindur menntaskólapiltur, ætti það ekki að skipta miklu máli. Þetta hádramatíska bréf verður sjálfsagt mörgum lesendum til skemmtunar og bið ég þá vel að njóta, þótt ekki sé sá tilgangur minn. I guðanna bænum sinntu þess- ari rödd hrópandans úr biðstofu ástarinnar, áður en hann sekkur í fen örvæntingarinnar og efnið verður efni í stórkostlegasta ást- arharmleik fyrr og síðar. Rödd sem hrópar: „Hvað á ég að gera? Hvað á ég að gera? Hvað á ég að gera til að verða ástar hennar aðnjótandi?" Maðurinn sem biður eftir því að koma inn úr kuldanum. r A*^— Nær daglega eru starfsmenn VIKUNNAR spurðir hvers vegna í ósköpunum veriS sé að birta „öll þessi bréf frá krakkavit- leysingum" sem séu í ástarsorg og þess háttar. Við gefum allt- af sama svarið: Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi og erum hreyknir af því að okkur skuli vera trúað fyrir að leysa jafn viðkvæm vandamál og þau sem koma upp í samskiptum kynj- anna á þessum aldri. Þá höfum við oft leitt orðum að því, að eitthvað hljóti að vera bogið við heimili og skóla landsins, þegar unglingar geta ekki rætt þessi mál þar. Góður kunningi okkar sagði um daginn, að við gæfum alltaf sömu svörin: Talaðu við hann/ hana; hringdu, bjóddu upp og svo framvegis. Vel má vera, að þetta sé satt, en við lítum nú þannig á málið, að frumskilyrði mannlegra samskipta sem eiga að teljast eðlileg, sé að fólk tal- ist við. Heiðarleiki á að vera fyrsta og eina boðorðið i þeim þætti mannlífsins. Því viljum við gefa þér það ráð að komast í nánari kunnings- skap við stúlkuna á þann sama hátt og í upphafi og ef forlögin ætla ykkur að eigast, kemur framhaldið af sjálfu sér. Svar til Laufeyjar á Reyðarfirði: Námskeið Þjóðdansafélags Reykjavíkur hófust i byrjun sept- ember, en allar upplýsingar færðu á skrifstofu félagsins í Reykjavík, sími 12507. Okkur langar til að koma þeirri ósk á framfæri við lesendur, að þeir sem hafa áhuga á tiltekn- um skólum og starfssviðum hafi beint samband við rétta aðila. Slíkt sparar þeim sjálfum mik- inn tíma og fyrirhöfn — og okk- ur sömuleiðis — og eins fær fólk gleggstu upplýsingarnar á réttum stöðum. Ekki það að við viljum ekki svara slíkum bréf- um, en okkur berst ævinlega svo mikið magn (og við reynum að svara öllum bréfum sem merkt eru nafni og heimilis- fangi), að erfitt er að komast yfir allt saman og tiltekin bréf eru þá frekar til óþarfa trafala. Svar til X 15: Að kúahland geri hárið þykk- ara munu vera kerlingabækur sem margir trúa á og er þvi þá einfaldlega hellt yfir hárið og látið sitja í því einhvern tíma. Síðan þvegið úr — eða það er- um við að vona. Áskrift að UR- VALI kostar 600 kr. á ári. FYRSTIR með STÆRRA rými Góð greiðslukjör. FRYSTIKISTURNAR eru til í stærðunum 270— 400 og 500 lítra. Norskar frystikistur tvímælalaust einar vönduðustu frystikisturnar, sem nú eru á markaðinum. Ljós í loki, á hjólum. Vandlega ryðvarðar, frysta í -r 32°—35°C. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10, sími 16995. Pennavinir... 1 næstum 40 ár hefur Penninn verið helzta sérverzlunin með ritföng í Reykjavík. Á þessum tíma höfum við eignazt ótal viðskiptavini. Suma þeirra sjáum við oftar en aðra. Þá köllum við Pennavini. Það er skólafólk, skrifstofustjórar, allt þar á milli. Við skrifum þeim sjaldan og fáum næstum aldrei bréf frá þeim. Hn við hlttum þá oft, og í hvert sinn • sem þeir koma, vitum við, að okkur hefur tekizt að hafa fjölbreytt úrval, gott verð og lipra þjónustu (þrjár verzlanir). Þeirra vegna reynum við að gera enn betur og við hlökkum til að sjá þá aftur. HAFNARSTRÆTI 18 LAUGAVEGI 84 LAUGAVEGI 178 40. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.