Vikan


Vikan - 07.10.1971, Side 7

Vikan - 07.10.1971, Side 7
verðug. Innan þessa síðast- talda hóps eru fáeinir, sem hann álítur örugg dæmi um sálnaflakk. Dr. Stevenson leggur sér- staka áherzlu á fæðingarbletti í þeim tilvikum, er barn segir frá sínu fyrra lífi. Barn segir t. d. hispurslaust: „og svo var ég hengdur af því að ég hafði gert þetta eða hitt“. Þetta barn hefur á hálsinum undarlegan fæðingarblett, sem lítur út eins og far eftir rennilás. Annað barn segir frá því hvernig það hafi verið drepið i fyrra lífi: „Einhver stakk hníf í mig, svo ég dó“. Þetta barn ber merki eftir hnífs- stungu. Fyrstu viðbrögð þeirra sem þetta heyra eða lesa, er vitan- lega að halda, að barnið sjálft hafi skáldað upp slíkar sögur út frá þessum fæðingarblett- um, en Stevenson segir að slík- ar skýringar séu of einfaldar og ódýrt fengnar. Barnið hef- ur nefnt nöfn og staði, og það hefur verið hægt að ganga úr skugga um, að ákveðnar per- sónur hafa lifað og dáið eins og börnin hafa sagt frá. Fæð- ingarblettirnir eru eftir því sem dr. Stevenson segir, sterk merki um að frásagnir barn- anna tilheyri ekki ímyndun- inni, heldur eigi sér raunveru- legan bakgrunn. PRÓF EFTIR DAUÐANN. Samkvæmt þeim athugunum sem þegar hafa verið gerðar, þá eru það helzt sérlega við- kvæmar minningar, sem smjúga gegnum dauðann og stinga upp kollinum í öðru lífi. Vegna þessa, hefur dr. Stevenson stungið upp á því sem hann kallar prófun með lás. Þetta er mjög svo tímafrek prófun um’ sálnaflakk og get- ur hver sem er tekið þátt í henni. Hún byggist upp á því, að maður byrjar á að kaupa sér flókinn samsetningalás, og er hann byggður upp af sex tölum. Maður getur sjálfur val- ið tölurnar og velur þá ein- hverjar tölur, sem merkja eitt- hvað sérstakt fyrir mann sjálf- an,. eða merkja orð sem maður er bundinn sterkum tilfinninga- böndum. Er það gert til þess að maður muni frekar orðið. Maður sem sagt býr sjálfur til lykil að lásnum, skrifar hann niður og geymir á örugg- um stað. Orðið man maður, því að það er lykill að þeirri sam- setningu eða stafaröðun, sem getur opnað lásinn. Prófið er svo tvenns konar: Stutt og mjög langt. Það stutta gengur út á að þegar maður deyr, gefur maður sig til kynna — ef mögulegt er — og segir þá orðið gegnum miðil. Með þeim hætti getur einhver eftir- lifandi opnað lásinn. Þetta get- ur — eftir því sem dr. Steven- son segir — ef tilraunin tekst vel, verið merki þess að við- komandi sé iifandi eftir dauð- ann. Til þess að vera viss um að samsetningin falli ekki í rang- ar hendur, fær hver sem er, einnig miðlar og stærðfræðing- ar að reyna að opna lásinn með- an tilraunadýrið er enn lifandi. Prófunin sem lengri tíma tekur, gengur út á það, að sá sem lásinn kaupir, safnar sam- an upplýsingum um sjálfan sig, fingraförum, rithandarsýnis- hornum, hljómböndum, upp- tökum með röddum o. s. frv. Allt er þetta læst inni í banka- hólfi með samsetningarlás, kjallara eða einhverjum þeim stað, þar sem það varðveitist vel. Eftir hundrað ár, eða svo, fæðist kannski barn einhvers staðar, og trúi maður á endur- holdgun, nefnir þetta barn kannski einhvern tíma ævinn- ar, að það hafi í fyrra lífi keypt samsetningarlás. Ef við- komandi man þá lykilinn, get- ur hann opnað og fengið þann- ig sönnun fyrir því, sem hann man úr fyrra lífi. En þetta er svo fjarlægt próf, tímafrekt, að það er ekki hægt að nota til sönnunar á okkar dögum. RÖDDIN SEM PRÓFAR. Vísindamaðurinn í Lundi hefur notað frítíma sinn til rannsókna sinna á endurholdg- un — enda fara engar rann- sóknir fram opinberlega á Norðurlöndum á endurholdg- un. „Eg er reyndar alls ekki sannfærður um að endurholdg- un eigi sér stað,“ segir hann, „en eftir að hafa komizt í kynni við sumt af því efni sem dr. Stevenson hefur safnað að sér, þá hefur forvitni mín vaknað. í Bandaríkjunum eru til pró- fessorsembætti í sálnaflakki, þar er það vísindagrein sem sett er jafnhátt öðrum vís- indagreinum, og nýtur virðing- ar sem slík.“ Vísindamaðurinn í Lundi hefur fengið fólk til að opna sig fyrir sér, og sitthvað hefur komið í ljós, sem bendir til þess, að það hljóta að finnast þeir hlutir sem skynjun manns nær ekki að nema. Flest það fólk er venjulegt fólk, sem segir frá furðulegum hlutum, sem það aldrei áður hefur þorað að segja frá. Við getum nefnt sem dæmi járnbrautarstjórann, sem er sannfærður um að hann sé hjálparahdi eða milliliður, ein- hvers okkar. „'É'g er orðinn hátalari fyrir „Röddina" sem talar til mín. Vetrarkvöld eitt stóð ég í lest- inni og sá þá ljós frá bíl. Þá heyrði ég allt í einu röddina segja: „Hemlaðu eins og hægt er! Þessi bíll verður vélarvana þar sem vegurinn liggur yfir teinana". Ég byrjaði að hemla Isetina niður, og þegar ég kom auga á veginn skammt undan, sá ég bílinn standa mitt á teinunum. Vélin hafði vissulega bilað þar, en vegna þess að ég byrjaði nægilega snemma að bremsa af lestina, gat ég stöðvað hana í tíma. Annað skipti var það, að á vetrardegi kom ég út úr beygju, og var stormur og hríð. Sá ég þá trjástofn falla þvert á tein- ana. Ég hemlaði, og mér datt í hug að fara inn til farþeganna og biðja þá að kasta sér niður á gólfið. Þá heyrði ég „Röddina" segja: „Gerðu það ekki! Kast- aðu þér sjálfur niður, ef þú ferð inn til farþeganna, meið- ist þú sjálfur". Ég hlýddi og kastaði mér niður á meðan ég bað guð að vernda okkur. Meðan ég bað, fannst mér sem rafmagnaður kraftur lyki um lestina. Lestin stanzaði, ég reis upp og sá að hurðin inn til farþeg- anna var brotin. Ég hrópaði inn til þeirra, og það kom í ljós, að enginn þeirra var meiddur, það var aðeins ég sem fékk fáeinar skrámur. Það undarlega var, að allir í vagn- inum höfðu heyrt mig hrópa til þeirra: „Kastið ykkur á gólf- ið eða undir sætin!“ Fólkið hlýddi og enginn slasaðist. Greinar voru skrifaðar í dag- blöðin, og þar stóð, að ég hefði opnað hurðina og beðið farþeg- ana að kasta sér á gólfið. Það gerði ég ekki, en samt sem áð- ur var það þessi aðvörun sem bjargaði farþegunum". TÆKNIFRÆÐINGUR f MUNKAKÓR. Tæknifræðingur einn hefur sagt aðra sögu, sérlega áhuga- verða og einstæða. „Ég er tæknimenntaður og stend vissulega báðum fótum á jörðinni. Kvöld eitt vorum Framháld á bls. 37. 40. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.