Vikan


Vikan - 07.10.1971, Síða 8

Vikan - 07.10.1971, Síða 8
Þessi mynd af Ringo var tekin á Spáni, þar sem viStalið er tekið, en þar vinnur hann að gerð kvikmyndarinnar „Blindi maðurinn". ÉG VIL SPILA MEÐ ÖLLUM Annar hluti viðtalsins við Ringo Starr. Hér talar hann um Paul, Maharishi, upplausn hljóm- sveitarinnar, LSD og fleira. — Hvað ert þú að aðhajast, núna, músíklega? — Mig langar að fara að vinna að LP-plötu þegar ég er búinn að vinna við þessa kvik- mynd. í augnblikinu er ég að semja titillag fyrir þessa kvik- mynd og þegar ég kem heim til Englands verð ég að taka það upp og fara síðan til Rómar, þar sem lagið verður sett inn í myndina. Eftir það reikna ég með — allavega langar mig til þess — að fara út í LP-plötu. Það verður eins og „It Don’t Come Easy“, sú tegund. Það verður grípandi plata, popp. „Mér tannst Maharishi vera að, ljúga að mér. Ég trúði því ekki sem hann sagði og varð að hætta." — Semur þú mikið núna? — Ég er konungur byrjana. Ég sem byrjun og kannski fyrstu vísu í mörgum lögum og svo tekur mig heilt ár að klára það. Ég á mikið af segul- bandsspólum með smá bútum og svo lýk ég við þetta smátt og smátt. — Semur þú á gítar? — Já, Klaus (Voorman er að kenna mér á gítar. Það er gam- an, því ég er búinn að spila í E síðastliðin 10 ára og nú get ég allt í einu spilað í hvaða tóntegund sem er. Ég á líka til að spila hljóma, skrýtna hljóma, sem enginn kannast við. Megnið af því sem ég sem er mjög einfalt, en svo fer ég með það til Georges vinar míns, og hann bætir inn 5—6 hljóm- um og þá segja allir: „Kristur, heyrið þið þetta lag hjá Ringo! Hann hefur samið lag með öll- um þessum hljómum!" Ha ha ha! Yfirleitt sem ég í 3 hljóm- um. — Þú hejur reyndar alltaf samið lög, er það ekki? Er ekki sannleikurinn sá, að þér hefur ekki tekizt virkilega vel upp fyrr en á síðastliðnu ári? — .Jú, rétt, ég var vanur að semja nýja texta við lög sem aðrir voru með. Ég samdi til dæmis 100 mismunandi texta við „You Win Again“ (Jerry Lee Lewis) og tugi B-laga með Jerry Lee. Ég hef alltaf haldið mikið upp á hann og svo þegar ég var búinn með einhvern textann, þá sagði einhver við mig: „Þetta er miklu betra en það sem er á plötunni!” en ég trúði því aldrei og gerði ekkert í því. Það er núna fyrst að ég er farinn að vera svolítið frum- legur. Ég get ekki samið lög eins og að vinna á skrifstofu. Ég verð að vera með gítarinn í „Mér finnst sárt að hlusta á plötur Pauls, vegna þess að ég trúi að hann sé mikill listamaður, ótrúlega skapandi . . . hann veldur mér vonbrigðum . . . hann hefur svikið mig.“ fanginu eða sitja við píanóið og þá verður það bara að koma allt í einu. Ég get ekki setzt niður og sagt: „Jæja, nú ætla ég að semja lag.“ Ég held að John geti gert það; allavega á hann miklu auðveldara með að semja melódiur. Ég verð að fá hugmynd — eins og leiftur — og síðan vinna úr henni. Ef ég fæ ekki þetta leiftur, er von- laust fyrir mig að ætla að búa til lag. — Við töluðum um sessionir áðan. Hversu mikið hefur þú gert af því siðan Bítlarnir hœttu? — Á síðasta ári spilaði ég á 9 LP-plötum en nafn mitt hefur aðeins komið fram á þremur þeirra. Það er vegna EMI. Ef ég spila með einhverjum, verð ég að skipta um nafn, svo þú ættir að taka eftir plötum þar sem Ritehie og Big Jimmy spiia. Það er ég. Ég skipti oft um nafn og finnst það gaman. Ég er búinn að spila með öllum nýlega, öllum, og það er svo- lítið merkilegt, því mér finnst gaman að komast inn í mismun- andi stíl og spila með mörgum gítarleikurum. Ég held að Klaus sé bezti bassaleikari sem ég spila með. Við spilum alltaf saman, Bill & Ben, spilum ekki nema saman. Eins Gary (Wright) og svo paddan ... það var ótrúlega gaman, ótrúlega gaman, að spila með Eric (Clap- ton) en mér finnst hann ekki spila af viti lengur. Það má setja þetta í viðtalið. Kannski fær það hann til að spila aftur, en segjum ekkert meira. — Þessir menn, eins og til dœmis Howlin’ Wolf og B.B. King hringja þeir í þig og biðja þig að spila eða býðst þú til þess? — Já, yfirleitt hingja þeir í Upphaf Bítlaæðisins. Hver fær ekki pínulítinn sting í hjartað? 8 VIKAN 40. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.