Vikan


Vikan - 07.10.1971, Síða 9

Vikan - 07.10.1971, Síða 9
mig eða þá að þeir komast í samband við mig gegnum ein- hvern sem þeir eru að spila með 'og þekkir mig. Ef ég held að ég geti slappað af með þeim, spila ég með þeim. Ég vil spila með hverjum sem er, en ég vil helzt þekkja að minnsta kosti einn mann þar. Það er erfitt að koma inn í stúdíó þar sem maður þekkir engan og spila. Það er erfitt að spila og erfiðara að ná góðu sambandi við menn. — Þú heldur sem sagt ekki að fólk biðji þig að spila með sér bara vegna þess að þú ert Ringo Starr, fyrrverandi Bít- ill? — Nei, fólkið sem hringir í mig vill fá mig vegnk þess að ég spila eins og ég geri eða þá að minn stíll fellur vel inn í það sem þeir eru að gera. — Sessionirnar með Howl- in’ Wolf koma ekki út, er það? (Ringo neitaði að láta gefa út það sem hann spilaði með Wolf vegna þess að honum fannst hann aldrei ná sambandi við hina hljóðfæraleikarana). — Nei, ekki það ég veit, enda fannst mér það allt of sundur- laust. Ég snilaði aðeins eitt kvöld. Mér fannst Howlin’ Wolf samt stórkostlegur. Hann syng- ur manni bezta blues í heimi. En áður en maður getur snilað með honum, þarf maður að komast í gegnum þetta: „Nei, sko mig hérna með Howlin’ Wolf, mesta bluessöngvara okk- ar tíma og hér er ég að spila með honum, dvergurinn ég.“ Maður fer í gegnum svona ástand. Sumt fer alveg með mann, þú veizt. Það er hægt að komast í betra samband við BB, vegna þess að hann spilar á gítar. Howlin’ Wolf spilaði ekk- ert, hann söng bara. Eric spil- „Ég hætti þegar við immim að hvíta albúminu. Þá fannst mcr ég ckki vera i sambandi við hina . . en þá fannst þeim það sama . . .“ aði á gítar og einhver annar gítarleikari sem heitir Charlie held ég, var með Howlin’ Wolf. En hvorki BB né Howlin’ Wolf eru meira fyrir mér en bara sessionir með John og George. Enginn spilar rythma eins og John og ég er viss um að Ge- orge er bezti rokk-gítarleikar- inn í heiminum. John gerir marga góða hluti, eins og til dæmis „slideið“ á „Get Back“. John er líka góður sólóleikari, því hann er brjál- aður! Ég veit ekki hvort rétt er að segja að hann sé reikandi, en hann spilar sóló eins og amatör. Samt er það eðlilegt, hann er ekkert að leika. Hann spilar villta hluti, eins og gömlu bluesistarnir. Þegar við vorum að spila með Howlin’ Wolf var Eric alveg ... það var einhver náungi með honum sem spilaði alveg ótrú- lega einfaldlega, en Eric varð alveg yfir sig hrifinn, því hon- um dytti sjálfum aldrei í hug að spila svona einfalt. Það er til dæmis eins og hljómagang- urinn sem ég spila og það er bara vegna þess að ég kann ekkert annað. Ég meina, það er barnalegt. Ég spila eins og barn. Teikningar eftir börn eru stór- kostlegar. Zak (sonur Ringo) teiknar svona hluti sem eru stórkost- legir. Það er alltaf eitthvað að ske: eitthvað í loftinu hoppar á eitthvað annað og það hoppar yfir eitthvað allt annað hinum megin og svo allt í einu er sól- in komin niður eða í miðjuna eða upp og fólk segir: „Nei, auðvitað verður þú að hafa sól- ina hérna megin svo að skugg- inn sé réttur þarna megin ...“ og svona kjaftæði. Svona spila ég, bara eitthvað ... Mér finnst T. Rex stórkostlegir, á meðan ég man. Mér finnst þeir aldrei hafa verið betri. Það er eins og þegar við fórum á hljómleikana hjá Dylan og hann kom með The Band með sér í fyrsta skipti. Þá stóðu einhverjir menn upp á fyrsta bekk og bölvuðu honum. „Ægilegt,“ sögðu þeir. „Svikari! Svikari!“ Það er orðið slæmt þegar fólk vill ekki leyfa þér að gera það sem þig langar. Við erum að skapa músík og annaðhvort kaupir fólk það eða ekki. Það er eins með brauð: annaðhvort finnst manni brauð gott eða manni finnst það ekki gott. — Ég er búinn að spyrja þig um álit. þitt á plötum Johns og Georges. Hvað um Paul? — Mér þykir sárt að hlusta á plöturnar hans, af því að ég Framhald á bls. 33. Skæruliðarnir á Akureyri Hljómsveit Inqimars Eydal án skæruliðafatanna: Bjarki, Finnur, Helena, Ingimar, Grímur og Arni. Okkur dauðbrá þegar við komum inn í Sjálfstæðishúsið á Akureyri í sumar. A svið- inu, þar sem við bjuggumst við að sjá Hljómsveit Ingimars Eydal, stóð vigalegur hópur fólks, sem virtist vera að koma beint fró Víetnam; þannig var klæðnaðurinn. En svo fórum við að athuga málið. nánar, og þá gerðum við okkur grein fyrir því, að þetta var Hljómsveit Ingimars Ey- dal eftir allt saman; það sem skeð hafði var að þau höfðu dressað sig upp og valið sér grænskræpótta alklæðnaði. Enginn skyldi dirfast að fara til Akureyrar án þess að líta við í „Sjallanumí1 og hlusta þar á Ingimar Eydal (sjálfan Che Guevara) og hljómsveit hans. Þau bættu við sig manni í sumar, heitir sá Grímur Sig- urðsson og leikur á gítar, bassa og trompett — og við og við styður hann á orgelnótur. Bjarki Tryggvason, sá ljúfi drengur, hefur svo gott sem lagt gítarinn á hilluna og helg- ar sig nú bassaleik með mjög góðum árangri. „Það er víst aðallgea ég sem stend í vegi fyrir því,“ sagði Bjarki, þegar við spurðum hvort ekki væri væntanleg plata frá hljóm- sveitinni, en eins og kunnugt er hefur ekki komið plata frá þeim um langan tíma — ekki síðan þeir Bjarki, Árni (trommuleikarinn) og Grímur bættust í hópinn og eru nú nærri tvö ár síðan það var. „Við erum satt að segja allt- af með höfuðið í bleyti,“ sagði Ingimar, „og einhvern tíma ákváðum við að eitt lagið á þeirri plötu yrði „Maria Isa- belle“, sem við höfum verið með á prógrammi í töluverð- an tíma. Nú erum við að reyna að láta það fara saman, að við förum suður og tökum bæði sjónvarpsþátt og plötu í einu — og áður myndum við að sjálfsögðu gera upp við okkur hvort þetta yrði tveggja eða fjögurra laga plata.“ Eftir að Þorvaldur Halldórs- son (hann er nú að hugsa um að flytja til Noregs og vinna Framhald á bls. 37. 40. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.