Vikan


Vikan - 07.10.1971, Síða 14

Vikan - 07.10.1971, Síða 14
ÖRN EIÐSSON SKRIFAR UM HEIMSFRÆGA IÞRÖÍTAMENN HNEFALEIKAMAÐ í hópi frægustu og mest dáðu svertingja Bandaríkj- anna á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina og til ársins 1949 var Joe Louis, heims- meistari í hnefaleikum, þungavigt um 12 ára skeið. Fjölmargir sérfræðingar í þessari íþrótt, sem raunar er bönnuð hér á landi, en í há- vegum höfð vestra, telja Lou- is hnefaleikamann aldarinnar. Framkoma hans og dreng- skapur innan og utan hrings- ins var til fyrirmyndar og margir eru á þeirri skoðun, að hann hafi lagt meira af mörkum til réttindabaráttu svertingja í Bandaríkjunum, en flestír aðrir. Faðir Joe Louis hét Mun Barrow. Hann var bláfátæk- ur, þegar Joe, sem var 7. barn þeirra hjóna, fæddist 13. maí 1914. Faðir Joe vann hörðum höndum á harðbýlu koti og afrakstur búsins nægði ekki til að fæða hina mörgu munnal Fjárhags- vandræðin brutu hann sálar- lega, hann varð sinnisveikur og fór á sjúkrahús. Þá var Joe tveggja ára gamall. Um svipað leyti fæddist áttunda barn foreldra hans. Móðir Joe varð nú ein að sjá börnum sínum farborða og það er auðvelt að gera sér í hugarlund, hve ástandið á heimilinu var Ömurlegt. Nokkru síðar kom tilkynning frá sjúkrahúsinu um, að Mun Barrow hefði látizt. Móðir Joe giftist brátt aftur, en jafnframt flutti hún frá Ala- bama til Detroit, bílaborgar- innar miklu og það voru mik- il viðbrigði fyrir fjölskyld- una. Móðir Joe reyndi að koma honum í skóla, en kunnátta hans var lítil sem engin fyrir. Þetta gekk í erf- iðleikum. Joe var mjög ein- mana sem barn, hann fann til minnimáttarkenndar og var fljótur að sjá, að jafn- aldrar hans vissu heilmikið um ýmsa hluti, sem hann hafði aldrei heyrt minnzt á fyrr. Honum leið illa í skól- anum, orðaforði hans var lít- ill og framburður öðruvísi en barnanna í Detroit, allt þetta gerði honum skólagönguna erfiðari. Joe var bæði glaður og þakklátur, þegar skólagöng- unni lauk, en þá var hann 12 ára gamall. Hann fór strax að vinna sem handlangari og fékk einn dal í kaup á viku. Ef ekki hefði komið til fá- tækrastyrkur, hefði fjölskylda Joe Louis hreinlega soltið. Þess má geta, að síðar, þegar Joe var orðinn heimsfrægur hnefaleikari endurgreiddi hann þennan fátækrastyrk að fullu. íþróttaáhugi bandarískra unglinga er mikill og Joe hafði næstum þjáningarfullan áhuga á þjóðaríþrótt Banda- ríkjamanna, „baseball". Einn af skólafélögum Joe Louis var góður áhugahnefaleikari. Hann áleit að Joe gæti orðið góður hnefaleikari og skoraði á hann að reyna sig. Það reyndist ekki erfitt að fá hann til að reyna og sú ákvörðun átti eftir að verða afdrifarík. Ekki voru allir jafnhlynnt- ir því að Joe leggði stund á hnefaleika, þ. á. m. móðir Joe Louis varó uthaldsbetri sem heimsmeistari í þungavigt en flestir eða allir hnefaleikarar aðrir. Vinsældir hans voru mjög almennar. hans. Hún keypti eitt sinn handa honum gamla fiðlú fyr- ir síðustu aurana, í þeirri von, að Joe lærði að spila og léki í negrahljómsveit, og sonur- inn sem var hlýðinn og góð- ur drengur að eðlisfari, gerði sitt bezta. En dag einn talaði hann við móður sína og hún féllst á það, að hann hefði ekki hæfileika sem hljómlist- armaður. Draumurinn um fiðluleikarann var úr sögunni. Dag einn hitti Joe annan skólafélaga, sem hafði nýorð- ið Michigan-meistari í hnefa-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.