Vikan


Vikan - 07.10.1971, Síða 15

Vikan - 07.10.1971, Síða 15
Joe Louis var heimsmeistari í hnefaleik í tólf ár samfleytt. Framkoma hans og dreng- skapur innan og utan hringsins var til fyrir- myndar og margir eru á þeirri skoðun, að hann hafi lagt meira af mörkum til réttinda- baráttu blökkumanna í Bandaríkjunum en flestir aðrir. UR ALDARINNAR „The Brown Bomber" Joe Louis í keppni við Billy Conn. Á efri myndinni víkur Conn sér naumlega undan vinstri handar höggi, en á þeirri neðri, sem tekin er andartaki síSar, fellur hann fyrir haegri handar höggi andstæðings síns. ÞaS var sem hann hefSi orðiS fyrir sprengju . . . leikum áhugamanna. Hann bað Joe að æfa með sér nokkrar lotur. Það varð úr, en á æfingunni fékk Joe vel- útilátið högg undir hökuna. Þá gerðist það sem sjaldan skeði, Joe varð reiður, og ósjálfrátt svaraði hann fyrir sig það rækilega, að áhuga- meistarinn hneig í gólfið, Joe til mikillar undrunar. Þetta atvik varð til þess, að hinn ungi maður leiddi hug- ann mjög að hnefaleikujgum. „Ég sló þennan meistara nið- ur,“ sagði hann við sjálfan sig. ,,Ég hlýt að hafa ein- hverja hæfileika í þessa átt,“ og hann lét innrita sig í Brewster Center Boxing Club. Joe hafði nú breytzt í ungan mann með ákveðið markmið í huga. Hann hætti í hand- langarastarfinu og gerðist smyrjari á bifreiðaverkstæði. Launin voru mun betri, eða einn dollar á dag. í árslok 1932 þreytti Joe sína fyrstu keppni, en andstæðingurinn var of sterkur, þekktur hnefa- leikari, Johnny Miler að nafni. Miler hafði lengi verið bezti hnefaleikari Bandaríkj- anna í léttþungavigt og keppti fyrir land sitt í OL í Los An- geles 1932. Miler lék sér að hinum unga negra eins og köttur að mús og sjö sinnum sló hann Joe í gólfið, en hann reis jafnharðan á fæt'ur aftur og hugrekki hans og hreysti vakti athygli. Joe ákvað nú að fella niður ættarnafnið Barrow í leikjum framtíðar- innar, svo að ættingjar hans þyrftu ekki að skammast sín fyrir hann og tók upp nafnið Louis. Hann æfði þrefalt meira en áður og vann marga sigra í leikjum áhugamanna. í 54 leikjum vann hann 43 sinnum á rothöggi. Honum tókst að fá vinnu hjá Ford- verksmiðjunum og hlaut 25 dollara í kaup á viku, móður hans og hinum mörgu syst- kinum hans til mikillar ánægju. Það var fyrir tilviljun, að Joe varð atvinnumaður í hnefaleikum, háskólamennt- aður negri, Julian Black þráði það mjög að verða fram- kvæmdastjóri þeldökks hnefa- leikara, hann áleit sig hafa fundið hinn rétta, sá hét Clintön Bridges. Bridges og Joe áttu að hitt- ast í hringnum og Black bauð Jack Blackburn, sem eitt sinn hafði verið einn færasti hnefa- leikari í heimi í veltivigt og var nú frægur þjálfari, að sjá bardagann og gefa sér góð ráð. Það einkennilega var, að Blackburn, sem sjálfur var þeldökkur, gerðist aldrei þjálfari svartra hnefaleikara. „Það er ekki til neins,“ sagði hann, „þeir hvítu vilja ekki sjá negra á toppnum. Það verða aðeins vonbrigði, ef þú gerir samning við þeldökkan hnefaleikara.“ En Black var þrár. Clinton Bridges vann joe á stigum og Black það nú um álit hans. Blackburn svar- aði án þess að hika: „Ef þú vilt endilega verða framkvæmdastjóri þeldökks hnefaleikara taktu heldur strákinn sem tapaði, Joe Lou- is. Hann hefur rétta taktinn í hreyfingunum og virðist vera hnefaleikari af guðsnáð.“ Black fékk með sér lög- fræðinginn Roxborough, er einnig var svertingi sem fé- laga og þeir Black og Rox- borough gerðu nú nákvæma áætlun um atvinnumennsku Joe Louis. „Manstu hve fyrirlitinn Jack Johnson var vegna sig- urbrossins alræmda,“ sagði Roxborougt „Þú mátt alls ekki brosa í hringnum, Joe, ef þú sigrar hvítan andstæð- ing.“ „Þú skalt heldur ekki segja nein stóryrði eða brand- ara í hringnum,“ bætti Black Framháld á bls. 39.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.