Vikan


Vikan - 07.10.1971, Page 27

Vikan - 07.10.1971, Page 27
Yfirlitsmynd frá sýningu Hrings í Bogasalnum, sem var opnuð ellefta september síðastliSinn. Þetta málverk, sem vakti mikla athygli sýningargesta í Bogasalnum, heitir Júlí 1971. Mótífið er úr heyhlöSu. er ég svo í þrjá vetur og lýk teiknikennaraprófi. Opinbert skólanám varð ekki lengra, svo ég get eKki státað af mörgum list' skólanöfnum eins og margir kollegar mínir. Ekki svo að skilja að ég sé á móti löngu listnámi, en dæmin blasa víða við að það er alls ekki einhlítt til virkilegrar listsköpunar. Meðal kennara minna voru Sigurður Sigurðsson, Þorvaldur Skúlason, Valgerður Briem og fleiri. Af þeim var Sigurður minn aðalkennari. í höggmynd- um kenndi Tove Ólafsson, sem þá var kona Sigurjóns Ólafs- sonar. Ljómandi kona. — En þú hefst ekki þá þegar handa fyrir alvöru sem listmál- ari? — Nei, síðan kemur dálítið FortiSarspeglun. Öll málverkin, sem myndir eru af á opnunni, eru ný af nálinni og á sýningunni í Bogasalnum. stopp í þetta. Við útskrifumst þarna einir níu eða tíu teikni- kennarar, og þá voru ennþá svo fáir skólar, sem höfðu tekið upp slíka kennslu, að við sátum uppi atvinnulausir hvað teikni- kennslu snerti. Ég fór þá að vinna fyrir mér við hitt og þetta, enda veitti ekki af því, ég var skuldugur eftir skólann. Var í fiskvinnu og vegavinnu. Kem varla nærri myndlist í ein sex— sjö ár. Það er ekki fyrr en fimmtíu og átta—níu, sem ég fer að fást við þetta aftur fyrir alvöru, og sýni svo teikningar í Bogasal sextíu og tvö. Það er mín fyrsta sýning. Það halda margir að ég sé búinn að fást við þetta óralengi eins og félag- ar mínir, sem byrjuðu strax upp úr skóla, en þessi sýning er mín 40. TBL. VIKAN 97

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.