Vikan


Vikan - 07.10.1971, Qupperneq 29

Vikan - 07.10.1971, Qupperneq 29
„Síðan sigldi Þórólfr i haf ok byrjaði honum vel . . ." hefur jafn sterka liti og náttúra heitari landa? — Já, það er sjálfsagt rétt. Þessir sterku litir í íslenzku landslagi, sem stundum heyrist talað um, held ég séu nú mest tilbúningur útlendinga, sem hafa orðið sér úti um þá hug- mynd af einhverjum misskiln- ingi. Og eins og Ásgrímur af- greiddi þetta síðustu árin, þá er það að mínu viti ekki íslenzk littúlkun á landslagi. Svo getur líka verið að það hve ég er bú- inn að teikna mikið spili þarna inn á, þannig að formið og skiptingar frá ljósu yfir í dökkt séu meira atriði hjá mér en ákveðnar litasamsetningar. Verk mín mörg eru sem sagt meira form og teikning heldur en litauppsetning. Að minnsta kosti í mörgum tilvikum. — Þrátt fyrir natúralismann í myndum þínum virðist mér svo að mótífin muni dyljast mörgum. að minnsta kosti við fyrstu sýn. —• Já, það getur kannski virkað sem geómetría á suma fyrst í stað, svona sumt af því. — Gerirðu minna að því að teikna núorðið? — Ég hef haldið mig við olíu- liti að undanförnu, en teikning- una hef ég alltaf í bakhöndinni og teikna alltaf talsvert með. Ég hef meðal annars myndskreytt bækur og annað, en ekki sýnt teikningar opinberlega núna í nokkurn tíma. Til dæmis mynd- skreytti ég fyrir nokkru fyrir Ragnar í Smára nýja útgáfu af Eyrbyggju, sem kemur út í haust eða fyrrapart vetrar. Þetta eru alls tuttugu og sjö pennateikningar og allt heil- síðumyndir. Þetta er framhald af þeim útgáfum sem þeir ágætu menn Scheving, Þorvald- ur Skúlason og fleiri mynd- skreyttu og löngu er alþekkt orðið. Það er ágætt að stunda myndskreytingar, ef maður ger- ir sér þær ekki að atvinnu. Fyrsta bókin, sem ég mynd- skreytti, var Harmsögur og hetjudáðir, en af öðrum bókum sem ég hef teiknað í og til stendur að út komi má nefna bækur um þá sómamenn Leiru- lækjar-Fúsa og Æra-Tobba. Þá hef ég teiknað lítið eitt í blöð og tímarit, t.d. Iceland Review. — Gerirðu eftirmyndir af ákveðnum mótífum úr lands- lagi? — Ekki nærri alltaf, og á tímabili tók ég ákveðnar fyrir- myndir eða mótíf, þannig að ekki var hægt að staðsetja það sem ákveðin fyrirbæri. Þar var frekar um að ræða einskonar blæbrigði af fyrirmyndinni. — Næsta sýning þín á undan þessari var í Unuhúsi. Mynd- irðu vilja nefna einhver megin- sérkenni þeirrar sýningar? — Á sýningunni í Unuhúsi skipti ég myndunum gjarnan niður í reiti, sagði einskonar framhaldssögu, tók sama mótíf fyrir í mismunandi lit eða frá mismunandi sjónarhorni. Af því er aftur minna í þeim myndum sem ég sýni nú; það eru einkum hrein mótíf í einum fleti. — Þú hefur ekki gert mikið af portrettum? — Nei, það hef ég að mestu látið vera, en hef talsverðan hug á að reyna mig við það. Það er afar erfitt að láta þetta fara saman, góða persónutúlkun og gott málverk. — Gerirðu ráð fyrir að halda áfram á sömu braut á næstunni? — Já. ég hef trú á að ég haldi svinað áfram, það er að segja í þessum natúralisma mínum. Og mér líst vel á það framhald; það ei-u geysilega margir vegir til á þessu sviði, mikil breidd, það er hægt að fara í ótal áttir til að leita sér fanga. — Hver mundirðu segja að væri þinn tilgangur í listinni? — Tja, viss skráning á stað- reyndum, held ég sé bezt að kalla það. Það má segja að þetta sé staðreyndamálning. Og mér finnst þessu sviði natúralism- ans lítið hafa verið sinnt. Þetta hefur mest verið í víðáttulands- lagi, sem gjarnan spilar á yfir- borðið og þekkta staði. Þarna hef ég kannað önnur svið natúr- alismans, sem hafa verið van- rækt, eða ekki tekin fyrir hér. Það ætti því að vera góður möguleiki á prýðilegu fram- haldi á því sviði. — Þú hefur lítið gert að því að mála sjó eða líf við sjávar- síðuna? — Ég hef sáralítið málað frá sjó, hef mest verið upp til sveita, og er talsvert mikill sveitamaður. Það er í vinnustofu Hrings heima hjá honum á Sjafnar- götunni sem við ræðumst við; glugginn veit mót suðri og sér þar yfir trjágarð og lengra frá blasa við húsin á Álftanesinu á milli trjánna og húsanna nær. Þetta er gullfalleg útsýn, og við spyrjum listamanninn hvort hann hafi ekki gert sér eitthvað úr henni. —■ Ég hef ekki málað þetta, Framháld á bls. 42. „ . . . ok bundu sár sín undir stakkgarði þeim er Kambgarðr heitir . . ." 40. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.