Vikan


Vikan - 07.10.1971, Page 37

Vikan - 07.10.1971, Page 37
COTY ORIGINAL VARALITIR Nýir litir: 28 Castilian Clay 29 Venetian Red '30 Royal Plum Sanseraðir litir: 21 Sunny Pink 45 Toffee Baige 50 Cinnamon Sugar 53 New Penny Red 79 Marigold 97 Honey Pot Cream litir: 48 Melonie * 49 Red Orange 58 Sure Strawberry 61 Tomato Red 62 Pretty Plum 76 Beau Pink ENDURHOLDGUN Framhald af bls. 7. við hjónin í kvöldheimsókn hjá góðum vini okkar. Hann hafði þá nýlega fengið sér hljómplötu, sem hann vildi að við fengjum að heyra. Brátt fylltist herbergið af fallegum kórsöng. „Það er munkakór sem syng- ur“, fræddi gestgjafinn okkur, hvíslandi. Ég hlustaði af áhuga. Þetta var tónsmíð frá miðöldum sem flutt var, og það var í fyrsta sinn, sem ég heyrði slíka tón- list, og hafði hún mikil áhrif á mig. Platan var LP, og voru marg- ir söngvar á henni. Ég varð fyrir æ meiri áhrifum af söngn- um. Ég hallaði mér aftur í stólnum og horfði út yfir trén, og á þau sló ljósgrænum bjarma. Ég komst í undarlegt hugar- ástand. Það var sem eitthvað svifi í kringum mig, biði átekta og fylgdist með. Alveg eins og einhver væri kominn inn í herbergið til þess að ná sam- bandi við mig. Og allt í einu tók ég eftir því, að hin í her- berginu hurfu frá mér og vegg- irnir leystust upp í gráa þoku. Ég sá ljós, sem stöðugt varð skærara. Þetta eitthvað sem sveif kringum mig, rann nú hægt inn i mig og sameinað- ist mínum líkama. Allt í einu sá ég, að ljósið sem ég sá, var ljós yfir altari. Yfir altarinu hékk mynd af Mariu guðsmóður. Framan við það stóð karlmaður í brúnum munkakufli sem bundinn var um hann með reipi. Hann lyfti hægt höndunum og horfði út yfir rökkvaða kirkjuna. Ég bar kennsl á munkinn — það var ég sjálfur. Ég heyrði mína eigin rödd — en gamla og háa: — Kyrie Eleison . . . Kyrie Eleison . . . Söngurinn hljómaði allan tímann, og nú heyrði ég að hann kom úr herberginu inn af kórnum. Milli kórsins. og herbergisins var rimlaveggur og ég Sá í bleikföl, upphafin andlitin á klausturbræðrunum, sem sungu af guðlegri innlif- ' un. Ég hafði úndarlega tilfinn- ingu um að ég, jafnframt því að standa niðri í kórnum, væri einnig þátttakandi í kirkjunni sjálfri. Hjartað fylltist af óum- ræðilegri sorg og sársauka. Það var páskadagskvöld, og í síð- asta skipti hafði ég og bræð- urnir skotizt inn í kirkju til að syngja hina bönnuðu messu. Gamli guðsþjónustumátinn var ekki lengur leyfður, og það átti að leggja niður klaustrið. Nýir tímar og nýir herrar voru í landið komnir. Við máttum ekki lengur fara að köllun okkar og raddir okkar brustu í grát. „Þú grætur — er eitthvað að?“ Raddir hinna komu til mín úr órafjarlægð. Kirkján gliðn- aði frá og ég barðist í móti, vildi ekki vakna. Andlit hinna tróðu sér fram, urðu æ greini- legri og veggirnir komu aftur á sinn stað. Tónlistin var hljóðnuð og andlit mitt var vott af tárum. Ég var í mikilli geðshræringu, og tók upp vasaklút til að þerra andlit mitt. Stuttu seinna spurði ég hver þessi síðasti söngur hefði ver- ið, og svarið var: „Þetta er „Improperiene“ eftir Pale- strina, hann er sunginn á pásk- um.“ ERFITT AÐ SANNA. Vitnaleiðslur um sálnaflakk eru orðnar margar. Okkar álit er, að ekki dugi lengur að halda þeim áfram, heldur krefjist þær skýringa. En ekkert er jafnerfitt að skýra — þannig er eðli málsins. Vísindamaðurinn í Lundi heldur því samt sem áður fram að það sé mögulegt að sanna endurholdgun. Hann þarfnast hins vegar fleiri tilvika, meira efnis að vinna úr og fleiri miðla. Hann hefur ekki hugsað sér að hætta og gefast upp — því hann seg- ir að þegar sé svo rriargt ör- uggt orðið. ☆ SKÆRULIÐARNIR Á AKUREYRI Framhald af bls. 9. þar við iðn sína, rafvirkjun) ha^tti í hljómsveitinni í fyrra- haust,' fánnst okkúr hún détta eitthvað niður á tímabili, en nú eru þau komin í fínt form aftur. Hljóðfæraskipan er óvenju fjölbreytt (gítar, bassi, trommur, orgel, píanó, cemba- lett, trompett. saxófónn, klari- nett og ýmis ásláttarhljóðfæri), enda er það mottó hljómsveit- arinnar að vera með „eitthvað fyrir alla“., Grímur. þessi Sigurðsson er liðtækur, gitar- og bassaleikari og skeirimtilegur blásari, haf- andi leikið í ýmsum hljómsveit- um norðanlands undanfarin ár. Árni trommari Sigurðsson stendur alltaf fyrir sínu og er góður hljóðfæraleikari, eins og áður hefur komið fram hér í þættinum. Góður vinur minn einn bjó á Akureyri fyrir mörgum mörgum árum, og hefur sá oft sagt mér sögur af því þegar þeir bræður Finnur og Ingi- mar Eydal léku jazz þar sam- an — og komu öllum á gap- andi óvart, m. a. þekktum, er- lendum jazzleikurum, með snilli s’inni; þá voru þeir ófermdir pottormar, íklæddir stórum ullarsokkum og gúmmí- skóm. Það eru til margir góðir hljóðfæraleikarar á íslandi, en engan sé ég renna jafn full- komlega saman við hljóðfæri sitt og Finn Eydal og eru fáir sem jafn gaman er að horfa á, þegar hann leggur sig fram. Um Ingimar er óþarfi að fjöl- yrða, hann er sá eini af „gamla skólanum", sem ennþá fylgist með og tekur þátt í því sem er að ske og maður kemst ekki hjá bera virðingu fyrir Helenu Eyjólfsdóttir, þeirri góðu söng- konu og miklu konu. Það vita allir, að Hljómsveit Ingimars Eydal er góð hljóm- sveit, en sennilega vita ekki jafn margir að> hún saman- stendur af fyrsta flokks fólki. Mig langar að síðustu að full- vissa fólk um það. P.S. Trúbrot voru á Akur- eyri þessa sömu daga og léku í Alþýðuhúsinu. Þegar gestir hússins klöppuðu mikið fyrir „Chirpy Chirpy Chegp Cheep" (Og þú líka, bróðir minn Brút- us!) varð Magnúsi Kjartans- syni að orði: „Verði ykkur að góðu“! PALLADÓMUR Framhald af bls. 25. Helzt munar um Pál Þor- steinsson, þegar hann ritar um þjóðmál. Honum lætur raunar 40. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.