Vikan


Vikan - 07.10.1971, Síða 41

Vikan - 07.10.1971, Síða 41
•''‘V ' * ' ^ '< i*, . ' >4-. HLLiBERT Höfum fengið nýja sendingu af þessum faU legu frönsku baðskápum. Skáparnir eru úr mjög góðu og sterku plasti, með segullæs- ingum og haganlegum innréttingum. Einkaumboð fyrir ísland: S. Ármann Magnússon, heildverzlun. BYGGINGAVÖRUVERZLUNIN NÝBORG HVERFISGÖTU 76 s F S(MI 12817 atvinnumaður í hnefaleikum. Hann sló mótherja sinn, Jack Kracker niður í fyrstu lotu, launin voru 50 dollarar. Hann var glaður og þakklátur. En tekjurnar uxu jafnt og þétt. 355 dögum síðar, í 19. keppn- inni sem atvinnumaður, hlaut hann rúmlega 60 þúsund doll- ara í sinn hlut og mótherji hans var enginn annar en ítalska kjötfjallið, Primo Carnera. Þrem mánuðum síðar var það Max Baer, tekjur 240 þúsund dollarar. Stærsti hlutur hans var í síðari leiknum gegn Þjóð- verjanum Max Schmeling, þá hlaut hann tæplega 350 þúsund dollara. Mesti hagnaður á einu ári var 1941, tæplega 472 þús- und dollarar. Eftir 54 leiki hafði Joe hagnazt um nærri tvær og hálfa milljón dala. Er þetta ekki eins og saga úr „Þús- und og einni nótt“. Eins og áður sagði barðist Joe við ítalann Primo Carnera, en hann vóg hvorki meira né minna en 134 kíló, þegar samn- ingurinn var gerður, en þegar þeir mættust í hringnum vóg Carnera 117 kíló. Segja má, að Carnera hafi verið síðasti ris- inn í hnefaleikahringnum, tæknin í þessari grein var að breytast. Áhorfendur voru um 35 þúsund. Þeir sáu Joe, þenn- an prúða og viðkunnanlega mann, breytast í hálfgert tígr- isdýr, hann hóf mikla árás á andstæðing sinn, sem var stirð- ur og þungur samanborið við Joe. Eftir fimm lotur var það aðeins tímaspursmál, hvenær gert yrði út um leikinn. í sjöttu lotu fékk Carnera hægri hand- arhögg og hneig niður, hann reis þó ’ upp, þegar talið hafði verið upp í þrjá, þá kom vinstri handar krækja og hann féll aftur og nú var talið í fjóra. Eldsnöggt hægri handarhögg sendi hann út í kaðlana, en þá stöðvaði dómarinn leikinn, þetta var ómannúðleg meðferð og Carnera skjögraði út í horn hringsins. Þessi sigur vákti mikla athygli meðal hnefa- leikaunnenda og nafn Joe Lou- is var nú á allra vörum. Næstur á dagskrá var Max Baer, keppnin var auglýst sú merkilegasta í átta ár, eða síð- an Dempsey og Tunney börð- ust í Chicago. Yankee Stadi- um var troðfullt, þegar keppn- in fór fram, 85 þúsund áhorf- endur og rúmlega ein milljón dala var greiddur í aðgangs- eyri. Max Baer var fyrrver- andi heimsmeistari og talinn ósigrandi nokkrum mánuðum fyrir keppnina, sem hér var að hefjast. Max Baer átti enga möguleika. Hraði Joe var slík- ur, að hinn þekkti andstæðing- ur haris átti fullt í fangi með að verjast. Það var þó ekki fyrr en í þriðju lotu, að Joe kom höggum á Baer, sem sendu hann tvívegis í gólfið. í seinna skiptið var þaö bjallan sem bjargaði honuiri. Fjórða lotan var ekki gömul, þegar Baer hneig í gólfið á ný, eftir skæða- drífu af höggum, af öllum gerð- um. Hann leit illa út, og hefði trúlega haft sig á fætur, en dómarinn stöðvaði leikinn, yf- irburðir Joe Louis voru slíkir, að allir voru fegnir þeirri ákvörðun. Joe hljóp þá til keppinautar síns og studdi hann til sætis, þar tók hann við ham- ingjuóskum Dempsey, sem var þó afar óánægður, þar sem hann hafði mikla trú á Max Baer. Blöðin hrósuðu Joe Lou- is á hvert reipi, bæði hæfileik- um hans og íþróttamannslegri framkomu, sem þótti sérstök. Sigurganga Joe hélt áfram. Hann sigraði m. a. Paolini, sem þótti erfiður andstæðingur og hafði aldrei verið sleginn nið- ur á sínum 15 ára keppriisferli. í fjórðu lotu varð Paolini þó að Játa undan og féll í gólfið. Honum tókst að rísa á fætur, þegar talið hafði verið upp i níú, en dómarinri táldi til- gangslaust að halda leiknum áfram. „Joe er betri en Jack Johnson og Sam Langford," sagði Dampsey. New York Times sagði að Joe Louis væri eins og Dempsey, Tunney, Sullivan og Fitzsimmons í ein- um og sama manni. En þá kom áfpllið. Aðeins einn maður var nú á milli Joe og heimsmeist- arans, Jim Braddock,. þ. e. Þjóðverjinn Max Schmeling. Ýmsir töldu :þó þá keppni hreinan óþarfa að etja gamla Schmeling gegn þessum frá- bæra Ameríkana. Þetta er sama og morð, sögðu blöðin. Joe Louis og Max Schmeling mætt- ust í New York í júní 1936 í Yankee Stadium. Áhugi var takmarkaður á þessari keppni. ,;Gért verður út um þetta í fyrstu eða annarri lotu,“ sögðu sérfræðingamir. En hihir sig- urvissú Bandaríkj amenn fengu nú sína lexíu. ,,Gamli“ Schme- i ling hafði leikinn í hendi sér allán tímann og í 12. lotu kom hann sínu fræga hægri hand- arhöggi á Joe, sém var talinn út. Þetta voru óvæntustu úr- slit í sögu hnefaleikanna síðan Jim Corbett sigraði John L. Sullivan. Eðlilegast hefði nú verið, að heimsmeistarinn Braddock hefði barizt við Schmeling, en úr því varð al- 40. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.