Vikan


Vikan - 07.10.1971, Page 50

Vikan - 07.10.1971, Page 50
hann fremur beina því gegn mér: hún hafði ekki hringt hjá neinum af hinum íbúun- um og hafði því ekki verið hleypt inn af þeim, og úr því að enginn hafði getað verið í 5 F til að hleypa henni inn, hafði hún greinilega ekki hringt dyrabjöllunni og hafði ekki verið hleypt inn og hafði alls ekki verið með mér. Ég var með öðrum orðum glópur. Mér fannst ég smám saman vera að komast í vont skap og fór að tala hátt: „Heyrið þér, hvað er það eiginlega, sem þér eruð að reyna að halda fram? Þér virðist gefa í skyn, að hún hafi alls ekki komið hingað í fylgd með mér.“ Hann hlífði mér ekki. „Já, þannig virðist okkur málið liggja fyrir." Eg hringsnerist eins og kompásnál. Svo sneri ég mér aftur að honum. „Sjáið hérna.“ Ég tók leikhúsmiðana upp úr vasanum og rétti þá til hans með titrandi höndum. „Ég ætl- aði að bjóða henni í leikhúsið í kvöld-------.“ Hann ýtti miðunum til hlið- ar. „Við verðum að komast al- veg til botns í þessu og at- huga, hvað við höfum til að halda okkur við. Þér segið, að hún hafi heitið Stephanie Riska.“ Mér féll ekki, hvernig hann sagði „Þér segið“. „Hvaða heimilisfang hefur hún?“ „Farragut 120.“ „Hvernig lítur hún út?“ Ég hefði átt að vita betur en svo, að ég færi að koma með lýsingu. Þá fannst mér hún standa ljóslifandi fyrir framan mig. Mér tókst aðeins að segja: „Hún nær mér hingað — —,“ svo varð ég að hætta. Lögregluþjónninn og hús- vörðurinn störðu forvitnislega á mig, eins og þeir hefðu al- drei fyrr séð mann gráta. Ég reyndi að snúa andlitinu und- an, en þeir höfðu séð tárin. Leynilögreglumaðurinn var önnum kafinn við að skrifa eitthvað upp, en þvoglaði „Lát- ið þetta nú ekki ná valdi á yður,“ á meðan hann var að skrifa. „Sg er ekki hræddur vegna þess, að hún er fjarverandi," sagði ég. ,,Ég er aðeins hrædd- ur vegna þess, að hún hefur horfið á svo kynlegan hátt. Eg get alls ekki skilið það. Það minnir á töfrahugmyndir af þeirri tegund, að fólk er látið hverfa um hábjartan dag vegna áhrifa frá töfradufti. Ég er blátt áfram farinn að trúa á drauga aftur “ Viðtal við Olof Palme • Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur lengi verið sá af stjórnmálaleiðtogum Norðurlanda sem mesta athygli hefur vakið og mestur styrr staðið um. Hann hefur stundum sýnt viss róttæk tilþrif og orðið þannig banda- rískum framámönnum ærið áhyggjuefni. Viðtal við Palme birtist í næstu Viku. Rætt við leiðtoga Framboðsflokksins • Sá flokkur gerði sitt til að gera síðustu kosningar til Alþingis líflegri og skemmtilegri en þess háttar viðburðir hafa lengi verið, enda sýndi það sig að ótrúlega margir kjósendur kunnu að meta grínið og áreiðanlega miklu fleiri en þeir, sem fóru í framboð fyrir flokkinn eða greiddu bonum atkvæði. í næstu Viku birtist viðtal við einn helzta framámann flokksins, Gunnlaug Ástgeirsson. ísland er eins og álfasaga • Svo segir Maria Jósefsdóttir, á hebresku Mirjam Bat- Jósef, alþjóðleg listakona sem er fædd í Berlín, alin upp í ísrael, var búsett ( París í nærri tvo áratugi og er nú íslenzkur rikisborgari. Hún hélf nýlega sýningu í Norræna húsinu og tókum við hana tali af því tilefni. ínœstu Hann skeytti ekkert um til- finningar mínar, en byrjaði aftur á yfirheyrslu sinnL „Og þér mættuð henni klukkan 8. 15 fyrir utan Bailey-Goodwin bygginguna, segir þér; hún hafði þá með sér pakka, sem átti að afhenda hér. Fyrir hvern vinnur hún?“ „Blaðaúrklippuskrifstofu, sem heitir Græna Stjarnan. Eigandi hennar er maður að nafni Hessen. Hann hefur að- eins haft á leigu lítið, dimmt húsnæði í bakhlið neðstu hæð- ar Bailey-Goodwin byggingar- innar.“ „Hvað er það eiginlega?“ „Það er mér varla Ijóst sjálf- um. Hún reyndi einu sinni að útskýra það fyrir mér. Þau hafa lista með nöfnum við- skiptavinanna, og svo lesa þau öll dagblöðin yfir. í hvert skipti, sem þau rekast á eitt- hvert þessara nafna í einhverju samhengi, klippa þau það úr, og þegar þau hafa safnað svo- litlum bunka, senda þau úr- klippurnar til viðskiptavinar- ins, sem getur svo límt þær í sérstaka bók Verðið fyrir þessa þjónustu er á að gizka fimm dollarar fyrir hundrað úrklipp- ur. Þannig hef ég að minnsta kosti skilið það.“ „Hvernig er hægt að hafa nokkuð upp úr slíku?“ óskaði hann að vita. „Það veit ég heldur ekki, en hún fær tuttugu og tvo dollara á viku.“ „Gott og vel. Við skulum þá reyna að sannreyna eitthvað af öllu þessu.“ Hann tók mig allra fyrst með sér til bygg- ingarinnar, þar sem hún vann. Hún var náttúrlega algerlega mannauð, að undanteknum nokkrum skrifstofum allra efst, þar sem bersýnilega var unnin eftirvinna. Hann náði í næturvörðinn, sýndi honum lögregluskírteini sitt og fékk hann til að hleypa okkur inn í litlu skrifstofuna. Ég hafði aldrei áður komið þangað inn, en hafði alltaf beðið eftir henni við útganginn, þegar vinnu var lokið á kvöldin. Ég er ekki viss um, að þetta húsnæði hafi frá upphafi yfir- leitt verið ætlað fyrir skrif- stofur; það minnti meira á ein- hvers konar úr sér gengna birgðageymslu. Þar inni var ekki einu sinni gluggi, aðeins aflöng loftræstirifa alveg uppi undir loftinu með útsýni beint út að berum múrsteinsafkima. Niðurlag í næsta blaði. 50 VIKAN 40. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.