Vikan


Vikan - 18.05.1972, Side 3

Vikan - 18.05.1972, Side 3
20. tölublað - 18. maí 1972 - 34. árgangur Sjálfsmynd af Símoni í Nausti Símon Sigurjónsson, framreiðslumaður í Nausti, er öllum Reykvik- ingum kunnur. Við feng- um hann til að svara per- sónulegu spurningunum okkar að þessu sinni. Einkunnarorð hans eru: Lifðu lífinu lifandi. Sjá bls. 12. Það er nauðsynlegt að rífast Auðvitað reynum við öll að stilla skapið eftir beztu getu. Samt er nauðsynlegt að rifast svolítið öðru hverju. Hressilegt rifrildi getur meira að segja bjargað hjónbandinu. Sjá nánar í grein á bls. 10. Að horfa á og vera með Nýstárleg sýning var haldin í Tónabæ á dögun- um. Þar var safnað sam- an öllum beztu skemmti- atriðum skólanna frá liðn- um vetri. Ljósmyndari Vikunnar brá sér á stað- inn og við birtum svip- myndir frá skemmtuninni á bls. 23-25. KÆRI LESANDI! Ómar Ragnarsson er ekki við eina fjölina felldur. Ilann var fyrir löngu orðinn landsþekktur skemmtikraftur, þegar hann gerðist fréttamaður hjá sjónvarp- inu. Og ekki minnkuðu vinsæld- ir hans við það. Ómar sér meðal annars um iþróttaþátt sjónvarps- ins og gerir það svo vel, að jafn- vel svarnir fjendur allrar líkams- menntar laumast til að kíkja á íþróttaþáttinn — til að missa ekki af skemmtilegheitunum hjá Ómari. Ómar Ragnarsson hefur nokkra sérstöðu meðal fréttamanna sjón- varpsins. Hann lærði að fljúga fgrir sex árum og á sjálfur einka- flugvél, sem hann flýgur gjarn- an á um landið þvert og endi- langt í fréttaleit fgrir sjónvarp- ið. Hann má því með sanni kall- ast „fréttamaðurinn fljúgandi“ — eins og við nefnum hann á for- síðu þessa blaðs. VIKAN fékk að fljúga með Óm- ari um daginn. Hann fór þá regndar ekki í erindum sjón- varpsins, heldur til að skemmta á Húnavökunni. í leiðinni kom hann við að Hvammi í Langa- dal, en þar var liann í sveit í fimm sumur, þegar hann var strákur. Við segjum nánar frá þessari skemmtilegu flugferð með Óm- ari í máli og mgndum í miðopnu þessa blaðs. EFNISYFIRLIT GREINAR bls. Líkaminn læknar sig sjálfur með hjálp kín- versku nálanna, grein um austurlenzkar lækningaaðferðir 8 Rifrildið, sem getur bjargað hjónabandinu Ég lifði það af, fyrri hluti frásagnar um 10 Juliane Köpcke 16 Að horfa á og vera með, myndasyrpa frá sýningu á skemmtiatriðum úr skólunum 23 VIÐTÖL Lifðu lífinu lifandi, sjálfsmynd af Símoni Sigurjónssyni, framreiðslumanni í Nausti 12 Steinaldarmennirnir eru mín fyrirmynd, Vikan fer í flugferð með Ómari Ragnarssyni, fréttamanni sjónvarpsins 26 SÖGUR Stormur í tekatli, smásaga 14 1 húmi næturinnar, ný framhaldssaga, 2. hl. 34 Lestrarhesturinn, lítið blað fyrir börn, um- sjón: Herdís EgiIsdóttir, kennari 49- -50 ÝMISLEGT Matreiðslubók Vikunnar, litprentaðar upp- skriftir til að safna í möppu 29 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Síðan síðast 6 Mig dreymdi 7 I fullri alvöru 7 Heyra má 32 Myndasögur 39, 42, 47 Stjörnuspá 31 Krossgáta 44 FORSÍOAN Flugvél Ómars Ragnarssonar' ber einkennisstaf- ina TF-FRU og þess vegna kallar hann hana allt- af „kerlinguna". — „Er nokkuð dónalegt að halda svona neðarlega um hana?" varð Ómari að orði, þegar forsíðumyndin var tekin. Sjá grein og myndir á bls. 26—28. (Ljósm. Egill Sigurðsson). VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjórt: G.vlfl Gröndal. BlaSamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Vaidimarsson. Útlitsteikning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: SigriSur Þorvaldsdóttir og SigríSur Ólafsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiSsla og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. VerS í lausa- sölu kr. 60.00. ÁskriftarverS er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöS ársfjórSungslega eSa 1100 kr. fyrir 26 blöS misserislega. ÁskriftargjaldiS greiSist fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, mai og ágúst. 20. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.