Vikan


Vikan - 18.05.1972, Blaðsíða 6

Vikan - 18.05.1972, Blaðsíða 6
SÍÐAN SÍÐAST LANDSINS FORNI FJANDI Hafísinn er fleirum til ama en okkur íslendingum, þannig hafa olíuhring- arnir stórar áhyggjur af því að hann hindri leitarboranir þeirra á norður- heimsskautssvæðinu. Dansk björgunar- fyrirtæki hefur nú komið fram með þá tillögu að eftirlit sé haft með því úr lofti hvort hættulegir borgarísjakar nálgist borstöðvarnar og síðan sé þeim hnýtt aftan í dráttarskip og þeir hal- aðir á brott. Öðrum finnst hafísinn langt í frá svo bölvaður; þannig eru nú kalifornískir vísindamenn að at- huga möguleika á að draga ísjaka suður að strönd ríkis síns og bræða þá þar í ferskvatn til neyzlu. LISTFENGUR SALNAHIRÐIR John Peliing, fertugur prestur í Kens- ington í Lundúnum, hefur lagt fyrir sig frístundaverk, sem kvað ekki mjög algengt í hans stétt. Hann málar gríð- arstórar myndir og helzt með nakin módel sem fyrirmynd. Málverk hans eru einkum af svarthærðum stúlkum, austrænum útlits og langfættum. „Þær eru svo svipbrigðaríkar," segir séra Pelling. HÖFRUNGARIHERNAÐ Nýlega birtist í dagblöðum hér á landi frásögn af nýjung í hertækni Banda- ríkjamanna í Víetnamstríðinu; var hún á þá leið að nú væru þeir teknir að vopna höfrunga (eitt blaðið gerði sér að vísu lítið fyrir og breytti þeim í skjaldbökur) til neðansjávarhernaðar gegn andskotum sínum. Við gerum bet- ur og birtum hér mynd af einum þess- ara nýju liðsodda Nixons. Sex slíkir höfrungar voru.um eins árs skeið hafð- ir til varðgæzlu í Cam Ranh-flóa gegn froskmönnum Þjóðfrelsisfylkingar Suður-Víetnams, sem voru skæðir með að sprengja í loft upp skip kananna, sem lágu við akkeri í flóanum. Þjálf- ari hvalfiskanna batt sverð við trýnið á þeim og auk þess voru fest við þá leitartæki, sem þeir fundu óvinina með. Síðan var þeim fjarstýrt til árás- ar á froskmennina. Þetta gekk svo vel að meðan höfrungarnir voru hafðir í flóanum tókst kongunum ekki að sprengja eitt einasta skip. FORDÆMIR NYTT RITOAL Maurice Lelong, sjötíu og tveggja ára klerkur af reglu Dóminíkana, hefur í meira en þrjátíu ár á hverjum sunnu- degi sungið messu í franska útvarpið. En nú hefur þessum æruverða föður, sem ræktar það kristilega dýr asnann í frístundum, verið vikið frá útvarpinu. Ástæðan er sú að hann réðist nýlega af hörku á ýmsar nýjungar í helgisiðum kaþólsku kirkjunnar. „Gömlu litúrgí- unni hefur verið kasta á glæ. Lítill og menningarlaus hópur hefur innleitt nýja helgisiði, sem eru í beinni and- stöðu við erfðir kirkjunnar,“ segir gamli maðurinn. JÁRNTEDDI í Lundúnum, þar sem allir málsmet- andi menn verða að vera ,í einum klúbbi eða fleirum, er meðal annarra klúbbur kenndur við heilagan Stefán. Meðlimir hans eru mikið íhald og hafa í samræmi við það mikla elsku á nú- verandi forsætisráðherra Breta, Ed- ward Heath, sem nú er fimmtíu og fimm ára að aldri. Nýlega fengu þeir listmálara að nafni Terence Cuneo til að gera málverk það af forsætisráð- herranum, sem myndin sýnir. Að ósk klúbbmanna sýndi málarinn Heath grimmilega ábúðarmikinn og með stál- kennt blik í augum. Andstæðingum Heaths, en þeim hefur fjölgað mjög vegna afstöðu hans í verkfalli kola- námumanna, þótti myndin líka vel við- eigandi, og hið víðlesna blað Daily Mirror kallaði hana „Járntedda“. MARLON BRANDO leikur aðalhlutverkið í nýrri kvik- mynd, sem verið er að taka og heitir „Illu andarnir". Hann leikur bryta, sem stjórnar börnum húsbænda sinna með svartaga-ldri og heldur við kennslukonu þeirra. Hana leikur Stephanie Beacham. Hún er ekkert spennt fyrir þessum fræga mótleikara, segir að hann sé „ekkert annað en lít- ill og feitur karl.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.