Vikan


Vikan - 18.05.1972, Blaðsíða 22

Vikan - 18.05.1972, Blaðsíða 22
Lykillinn heyrði ég að Cambosia öskr- aði: —• Hver fjandinn er þetta? Svo var kveikt í káetunni. Lenny var sezt upp í sófan- um, þar sem hún hafði legið og starði undrandi á mig. En til fóta sá ég lítinn böggul. vafinn inn í gráa kápu. Það var dóttir mín. Á næsta augna- bliki greip ég hana í faðminn og þrýsti henni að mér með skjálfandi höndum og hún snökkti: —• Pabbi, þú kreistir mig svo fast. Ég fálmaði strax eftir káp- unni hennar og stakk titrandi hendi í vasana, en þar var enginn lykill. —- Hvar er lykillinn? öskr- aði ég. — Hann var í kápu- vasa telpunnar. — Nei, hann var þar ekki. Það var ekkert í vösum henn- ar. En hvernig komstu hingað? Hvar er maðurinn minn? Ég svaraði ekki. En heyrði að Cambosia og Shlakmann öskruðu úti á þilfarinu og svo heyrði ég skothvell. Ég gekk að dyrunum og gægðist út. Þá heyrði ég aðeins ragnið í Shlak- mann. Voldugar lúkur hans héldu um hálsinn á Cambosia og ég sá að hann var með skammbyssu í hendinni, en svo losaði hann takið um byssuna og hún datt á þilfarið. Nokkr- um sekúndum síðar sleppti Cambosia, sem rann eftir þil- farinu og stöðvaðist ekki fyrr en við borðstokkinn, en byss- an rann fyrir borð. Ég sá móa fyrir náfölu and- litinu á Alice, þegar hún kom upp kaðalstigann, svo þaut hún framhjá mér inn í káetuna. Ég varð sjúkur af hryllingi yfir því að vera vitni að þessu morði. Nú var komið að mér. Til að bjarga Alice og Polly, varð ég að gera nokkuð, sem mig hafði aldrei dreymt um að gera, ég varð að berjast . . . Mér varð hugsað til Alice. Ég hafði í rauninni aldrei kynnzt hennar innri manni, vissi lítið um hugsanir hennar. En nú var mér ljóst, að hvað sem á undan hafði gengið og hvað sem öðru leið, þá var hún nú algerlega á mínu bandi, reiðubúin til að gera allt sem orðið gæti að liði og það veitti mér ótrúlegt þrek. Nú, þegar það var kannski orðið of seint, varð mér ljóst hve stórkost- legri konu ég var kvæntur. Ég stóð kyrr við káetudyrn- ar og beið. —■ Camber, hvar ertu? öskr- aði Shlakmann. — Hérna, sagði ég og gekk nokkur skref í áttina til hans. Ég fann að ég var orðinn ótrú- lega rólegur. — Fæ ég svo lykilinn? Hve oft hafði ég nú heyrt þessa setningu! — Hann er ekki hér, hann er týndur. — Þú sagðir að krakkinn væri með lykilinn. Farðu frá, öskraði hann og ýtti mér til hliðar, en ég réðist á hann að aftan og hengdi mig með öll- um þunga um háls hans. En hann gat losað sig á nokkrum sekúndum. Ég flaug á hann og barðist við hann í örvæntingu og ég fann varla fyrir höggun- um. sem hann lét dynja á mér. Það tók hann varla mínútu að fella mig og ég fann að hann greip ógnartaki um háls minn og þrýsti fast að, svo ég var að kafna. Það dunaði fyrir eyr- um mér. En svo fann ég skyndilega að hann losaði takið og dró nokkur þung andvörp og ég sá óljóst að hann rétti úr sér, rið- aði við og féll á þilfarið. Ég lá kyrr þar til rofaði til í höfðinu á mér, svo skreið ég að honum og tók um úlnlið hans, en fann engan æðaslátt og þá fyrst sá ég blóðið á skyrt- unni hans og skildi hvað hafði komið fyrir. Skotið úr skamm- byssu Cambosia hafði þá hitt hann í brjóstið. Ég staulaðist á fætur og studdi mig við borðstokkinn. Svo sá ég Alice koma út á þil- farið með Polly í fanginu. — Þeir eru báðir dauðir, sagði ég, hásum rómi. — Er allt í lagi með þig? spurði hún. — Já. Að vísu var ég aum- ur um allan líkamann og hægri handleggurinn yrði ekki til mikils gagns fyrst um sinn, en það gat verra verið. Nú var Lenny líka komin út á þilfarið. Hún virtist róleg og það var eins og hún vissi ekk- ert af því sem hafði skeð. Hún hélt á stórri, svartri tösku. var í glæsilegri hvítri buxnadragt með glitrandi demantsarmband á handleggnum og með stóra demantsnælu í barminum. Og hún var jafn sakleysisleg á svipinn og áður, engilfögur. — Johnny, við verðum að flýta okkur af stað, sagði Alice. — Leyfið mér að koma með ykkur, sagði Lenny biðjandi. —• Nei, sagði Alice kulda- lega. Hún þrýsti Polly fastar að sér. — Maðurinn minn er á leið- inni hingað. Honum er trú- andi til alls. —- Hann er eiginmaður yð- ar, sagði Alice. — Ég vil ekki vera hér, þeg- ar hann kemur, frú Camber. — Ég er hrædd við hann. Þeg- ar hann kemst að því að lyk- illinn er týndur og að þið haf- ið komizt undan með barnið ykkar, verður hann óður. Hann mun ekki hika við að myrða mig. Þið eruð búin að fá Polly aftur og hún hefur ekki beðið neitt tjón. Hverju skiptir það þá fyrir ykkur þótt ég komi með? Ég gef ykkur drengskap- arorð um það að ég skal yfir- gefa ■ ykkur, þegar við erum komin út úr feninu. — Eins og þér hafið nokk- urn drengskap til að bera. sagði Alice með fyrirlitningu. En þá lyfti Polly höfðinu frá öxl móður sinnar. — Ég vil að Lenny komi með, sagði hún með skærri rödd. Alice hikaði um stund. Svo kinkaði hún kolli, án þess að segja nokkurt orð og gekk að stiganum . . . Ég bauð henni að hjálpa henni með Polly nið- ur stigann. — Ég þarf enga hjálp, sagði hún snöggt Alice bar Polly niður í bát- inn og Lenny fylgdi henni eft- ir, en ég hikaði andartak, áður en ég fór á eftir þeim. Ég fór inn í káetuna og þurrkaði alls staðar þar sem verið gat að við Alice hefðum skilið eftir fingraför. — Hvað ertu að gera? kall- aði Alice, — það er brjálæði að bíða hér lengur. Ég svaraði ekki, ég stóð graf- kyrr og hlustaði. Þær heyrðu líka hljóðið. Við hljótum að hafa heyrt það um stund, þótt við hefðum ekki tekið eftir því. Þetta var ekki vélarhljóð frá utanborðsvél, þetta var ábyggilega hljóð í hundrað hestafla innanborðsvél . . . Ég losaði bátinn okkar og ýtti honum frá flekanum. Síð- an tók ég ár og fór að stjaka okkur áleiðis að hávöxnu sef- inu, sem lá meðfram skurðin- um. — Hvað ertu að gera? spurði Alice. — Hvers vegna seturðu ekki vélina í gang? Ég benti henni austureftir skurðinum, þar sem dökkur skuggi kom í ljós. — Við komumst ekki fram- hjá honum og ég veit ekki hvernig er þarna vestur frá. Það eru ótal rennur og skurðir í sefinu og sker á milli. Nú. þegar farið er að fjara út eru þetta dauðagildrur. Er hann vopnaður, Lenny? —■ Hann er með Luger skammbyssu. Við vorum nú komin að sef- veggnum og ég kannaði dýpið með árinni. Það var um 60 sentimetrar. Ég stjakaði bátn- um inn í sefið. — Hann er mjög góð skytta, sagði Lenny. Ég lagði fingur á munninn. Hann hafði stöðvað vélina og glæsilegi hraðbáturinn rann hljóðlega upp að flekanum. Svo kallaði hann: — Ohoj — An- gie! Komdu og taktu við lín- unni. Þegar hann fékk ekkert svar öskraði hann einhver blótsyrði á sínu eigin máli og ég heyrði hann nefna Lenny. Síðan heyrðum við að hann batt bátinn og kleif upp stig- ann. Strax á eftir heyrðum við hann skella káetuhurðinni og þá tók ég í ræsisnúruna, en vélin fór ekki í gang. Ég reyndi aftur, en ekkert skeði. — f guðs bænum, Johnny, komdu vélinni í gang, hvíslaði Alice. Hurðin skall aftur að stöf- um og þá sá ég hvað var að hjá mér, ég hafði gleymt að snúa kveikijulyklinum. Þegar ég hafði gert það, fór vélin strax í gang, en á sama augna- bliki var kveikt á ljóskastara, sem lýsti allt upp í kringum okkur. Ljósið kom ekki frá þilfarsbátnum, heldur frá hrað- bátnum. Mig hefði ekki órað fyrir því að hann kæmist svona fljótt á milli bátanna. Einasta forskotið sem ég liafði voru þessar fáu sekúndur sem hann þurfti til að ræsa vélina og losa bátinn. Við vorum komin lengra inn í sefið. Báturinn sveigðist til og frá og það var næstum ómögulegt að stýra honum. En svo komumst við út í rennu og í skurðinum, sem lá samhliða okkar skurði, heyrði ég hrað- bátinn þjóta áfram. Svo kveikti hann aftur á ljóskastaranum og lýsti upp með honum gegn- um sefið. Við lögðumst niður í bátinn, ljóskastarinn var svo sterkur að okkur fannst sem FramhalcL á bls. 36. 22 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.