Vikan


Vikan - 18.05.1972, Blaðsíða 46

Vikan - 18.05.1972, Blaðsíða 46
stakk þeim aftur í umslagið og reyndi að líma það aftur á ný. Síðan leit hún á úrið og þaut upp stigann. „Ég hélt að þú værir búin að taka upp,“ sagði Angela og elti hana. „Hvað ertu að gera?“ „Jenný henti fötunum sínum aftur niður í töskuna. „Ef ég verð fljót,“ sagði hún, „þá næ ég heim um fjögurleytið.“ Hvers vegna fór ég nú að skrifa þetta bréf? hugsaði hún. Ef ég verð nú of sein, ef hann hefur nú komið snemma heim ... „Þú ert þó ekki að fara aftur til hans?“ æpti Angela og nú gekk alveg fram af henni. „Þú hefur verið mér mjög góð og ég er þér þakklát," sagði Jenný og tók utan um systur sína. „Ef ég hefði ekki komið hingað á þennan hátt, sett nið- ur í töskuna og farið að heim- an, hefði ég aldrei komizt að þessu.“ „Komizt að hverju?" „Öllu mögulegu: Hvernig hann er raunverulega, hvernig ég er raunverulega. Hvernig ástin er raunverulega." „Þú átt við eftir að hafa bor- ið hann saman við Gordon? Ég vona sannarlega, að þú hafir Iært eitthvað af því. Og hvers vegna ætlarðu svo til baka? Þegar þú sérð hvaða mistök þú hefur gert? Það er enn ekki of seint, þú ert enn ung ...“ „Ef ég bara flýti mér,“ sagði Jenný, flaug niður stigann og opnaði bleiku útihurðina, en á eftir henni bárust vein Angelu: „Þú ert galin, Jenný.“ Við hliðið sneri hún sér við og kallaði: „Angela, hefurðu nokkurn tíma sagt Gordon, að þú elskir hann?“ Ferðin heim virtist taka helmingi lengri tíma en ferðin um morguninn, og svo var löng biðröð eftir leigubílum. Klukk- an var því meira en fimm, þeg- ar hún hljóp lafmóð upp stig- ann upp í íbúðina. Hún heyrði símann hringja um leið og hún stakk lyklinum í skrána og hendur hennar skulfu svo mik- ið, þegar hún kom inn, að hún gat varla haldið á tólinu. „Hvar hefurðu verið? Ég hef verið að reyna að ná í þig síð- ustu klukkutímana," sagði Páll, „a.m.k. síðan klukkan fjögur.“ „Ég var að koma inn.“ Nú er hann að hringja til að afsaka þetta með teið, hugsaði hún. „Ég ætlaði bara að segja þér, að ég þarf að vinna dálitla yf- iryinnu í kvöld, svo að það er bezt að við hittumst hjá Carlo í staðinn fyrir að ég komi fyrst heim.“ „Carlo?“ spurði hún sljólega. „Já. Láttu nú ekki eins og þú haldir, að ég hafi gleymt þessu. Þú veizt, að ég er ekki alltaf eins vitlaus og þú vilt vera láta.“ Svo varð röddin alvar- ieg, þegar hann hélt áfram: „Ég vissi ekki, að það var gat á pok- anum, það er alveg satt, elsk- an.“ „Ég hélt ekki, að þú hefðir haldið það.“ „Ég skal sannarlega óska þér almennilega til hamingju með daginn í kvöld,“ bætti hann við um leið og hann kvaddi. Asninn! hugsaði hún um leið og hún lagði tólið á. Hann held- ur þó ekki að við höfum þegar verið gift í heilt ár. Kannski virðist það vera lengra en það er. Hún vissi ekki vel, hvort hún átti að hlæja eða gráta, þegar hún leit á almanakið til að vera viss í sinni sök. Brúðkaupsaf- mælið þeirra var sannarlega ekki fyrr en eftir fjóra mánuði. En mánaðardagurinn í dag kom henni einhvernveginn kunnug- lega fyrir sjónir. Hún hafði séð hann einhvers staðar skrifaðan fyrir stuttu. Og líka þennan veitingastað hjá Carlo. Þá mundi hún allt í einu eftir gamla reikningnum í lokaða umslaginu í tösku Páls. Hjá Carlo, hugsaði hún, fyrir tveim árum síðan. Og allt í einu gei’ði hún sér ljóst, hvaða dagur var í dag: í dag voru tvö ár síðan þau höfðu hitzt í fyrsta sinni. Þau höfðu borðað hjá Carlo, það hafði orðið skyndileg þögn og þau höfðu starað hvort á annað eins og þau minntust allt í einu ein- hvers. Upo á þennan dag höfðu þau haldið fyrir ári síðan, þá var hún nýbúin að setja upn trúlofunarhringinn. En núna hafði hún steingleymt, degin- um. Það hafði hann ekki. Þetta er ástin, hugsaði hún, sleinhissa, og fór fram í eldhús- ið til að rífa kveðjubréfið í tætlur. I HÚMI NÆTURINNAR Framhald af bls. 35. lega af bakinu á honum, og hann hreyfði sig alls ekki. — Við skulum halda okkur að henni mömmu þinni. Reyndu nú einu sinni að segja satt. Mér gengur ekki annað til en að hjálpa þér. Svo sneri hann sér við og greip í axlirn- ar á mér. — Horfðu á mig! Hann hristi mig. Hættu þessu alveg, krakki! Ekki einu sinni þú trúir því, að þetta hafi verið slys. Við verðum að athuga allt sem kringum þetta er, vandlega, annars finnirðu aldrei frið. Þér verður að batna. Það er verk- efnið, sem ég hef tekizt á hend- ur! Svona hafði hann aldrei tal- að við mig áður. Röddin var óstyrk og hún virtist vera í æsingi. Jæja, jæja, nákvæmis- vélin mín, svo að það er þá líka hægt að særa þig? Væri það hugsanlegt að setja sand inn í verkið í vélinni? Þegar ég fór að tala, hvarf þreytusvipurinn af andlitinu á honum, en vonleysi kom í stað- inn. Augun í honum leiftruðu, þegar ég sagði: — Þetta er svo löngu um- liðið, að það er engar skýring- ar hægt að gefa héðanaf. En eitt get ég sagt þér fyrir víst: Mamma var saklaus. Þetta var slys. Robert svaraði engu, en hélt svo fast um úlnliðinn á mér, að mig sárverkjaði. — Æ-æ, þú meiðir mig! Svona á ekki að fara með geð- sjúkling! Hann sleppti mér og allur litur hvarf úr andlitinu á honum. Við fórum aftur til gistihúss- ins. Um kvöldið var ég í fall- egasta kjólnum mínum, glæsi- kjól úr rauðu, þunnu silki, sem hafði verið saumaður sérstak- lega á mig. Ég leit í spegilinn og stóð á öndinni. Þykkt, ma- hognírautt hárið lá í skínandi bylgjum um klassíska, spor- öskjulaga andlitið, sem ég hafði svo oft verið fullvissuð um, að skáld ein fengju lýst, þar eð það væri ekki af þessum heimi. Og auk þess á ég það alls ekki sjálf, heldur hef það að láni. Undir dökkum, titrandi augna- hárunum leiftruðu stór augu móti mér — ævintýraleg augu, segir Robert, kannski vegna þess, að augnabrýnnar eru svo þéttar, en kannski líka vegna þess, að þau eru svo furðulega, svo óróvekjandi blá, að mig hnykkir alltaf við að sjá þau. Ég hef heyrt, að þessi korn- blómslitu augu séu sjaldgæf og mjög dáð, en mér er lítið um þau og til þess hef ég mínar ástæður. Ég forðaðist þa> því, nú eins og endranær, og leit niður og athugaði fallega út- línu axlanna. bogadregna hök- una og fallega hálsinn, með perlunum hennar mömmu, þessum frægu. Ég vætti fram- teygða neðrivörina með tung- unni, þessa neðrivör, sem Ro- bert kallaði alltaf „synduga". Ég brosti að spegilmyndinni af mér, en ég var enginn Narciss- us, og hvíslaði bara: — Þú ert falleg, mamma. Svo fór ég niður og vakti strax nokkra ókyrrð. Robert beið mín í forsalnum. í brúðkaupsferðinni lærði ég fyrst að þekkja Robert, gáfur hans, víðtæka menntun og hinn gífurlega fróðleiksforða hans. Mér varð nú ljóst, hversu mjög ég hafði vanmetið hann, og eft- ir því sem aðdáun mín á hon- um jókst, gerði ótti minn við hann það að sama skapi. Upp- runi hans var af lágum stigxim, eins og ég þegar var búin að komast að. Faðir hans, lágt- settur embættismaður, hafði dáið ungur, og móðir hans hafði átt fullt í fangi með að sjá börnunum sínum þremur íarboi'ða. Hann hafði þrælað mikið til þess að geta kostað nám sitt, og aldrei tekið þátt í samkvæmislífi hinna stúdent- anna. Það var því furðulegt að sjá þetta fyrirbæri, sem var maðurinn minn, umgangast höfðingja eins og „fínn maður“. Hlédrægni hans var ekki nein fjandsamleg varnarafstaða. Hann hafði ánægju af því að skoða erlent jurta- og dýraríki, tiginleik landslagsins og dá- semdir góðra listaverka. Hann kunni líka að meta góð vín, glæsileik kvenna og umhverf- isins. Hann var enginn mein- lætamaður en tók nautnunum eins og útfarinn heimsmaður. Hann átti eignir, en þær aldrei hann. Þegar við komum úr brúðkaupsferðinni, fór hann aftur til Belvedere og sökkti sér í starf sitt, eins og ekkert hefði í skorizt. Ég hafði enn nóg um að ltugsa. Ýms lagaleg atriði burfti að ræða við Baron von Zenius, sem’ var umboðsmaður minn og hann hitti ég í Mun- ohen. Svo varð að ákveða stöðu Roberts í fyrirtækinu. Stjórn- armennirnir voru áhyggjufull- ir, en ég var fljót að róa þá með því, að Robert væri gjör- sneyddur áhuga á viðskipta- málum. Svo var fjöldi skjala, sem þurfti að undirrita. Ég átti einkaviðtöl við lögfræðingana mína í Hamborg og svo við Bankann. Svo þurfti að kauoa hús og húsgögn og ráða starfs- fólk. Mér þótti afskaplega gam- cn að bessu öllu. Það var in- dæR að hafa nóg að hugsa. enda braggaðist ég og dreymdi mömmu sialdan. En nú var gifting mín orðin heyrinkunn. 46 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.