Vikan


Vikan - 18.05.1972, Qupperneq 5

Vikan - 18.05.1972, Qupperneq 5
El sem ég gekk með. Þetta er ég búin að tilkynna unnusta mín- um, hann tók þetta mjög nærri sér, því hann hefur alltaf dreymt um að eignast mörg börn, og ég gat því ekki sagt honum að eftir því sem læknirinn hér i héraðinu segir, þá mun ég ekki geta fætt börn framvegis. Ég þori ekki að segja kærastanum mínum þetta, af ótta við að hann segi þá öllu lokið okkar á milli, og er ég alveg dauð- hrædd^ um að missa hann, því ef samband okkar slitnar, hef ég ekkert tiI að lifa fyrir leng- ur. Þetta finnst mér að minnsta kosti. Ég veit að það er honum ákaflega mikilvægt að eignast eiginkonu sem getur alið hon- um börn, og hann mun ekki verða í neinum vandræðum með það að ná sér í nýja stúlku, því hann er mjög vinsæll hjá kvenþjóðinni. Ég er því næstum viss að hann slítur sambandi okkar þegar hann veit hvernig ástatt er, en segðu mér nú þitt álit, Póstur minn. Þarf ég endi- lega að segja honum það sanna í málinu? Ég vona að þú svarir mér eins fljótt og mögulegt er, því ég veit ekki mitt rjúkandi ráð. Ein örvingluð. Ef það skiptir hann svona miklu máli að eignast börn, gerirðu varla annað réttara en að segja honum það sanna í málinu. Að öðrum kosti er líklegt að hann gerist þér smám saman frá- hverfur með árunum, þegar líð- ur og bíður og engin koma börnin. Og varla yrði heldur hollt fyrir þig að ganga með þetta á sálinni ævina út. Það sakar hins vegar kannski ekki að þú talir við lækninn aftur, og innir hann nánar að þessu. Kannski væri hægt að lækna þetta með einhverri að- gerð, hjá sérfræðingi í kven- sjúkdómum? Allavega ætti ekki að saka að spyrja hann að þvl. Bara svona kvöld og kvöld Kæri Póstur! Ég ætla að leita ráða hjá þér. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég skrifa þér og þess vegna vona ég að þetta bréf lendi ekki í ruslakörfunni. Það er svoleiðis komið fyrir mér að ég er orðin alvarlega hrifin af strák og við höfum verið saman mörg kvöld, en hann hefur aldrei verið ófull- ur, en samt held ég að hann muni alltaf eftir því. Ég rúnta oft með honum á kvöldin og við tölum oft saman, en hann er agalega feiminn nema þegar hann er fullur. En svo var bezta vinkona mín með honum fyrir stuttu, en sá eftir að hafa sært mig svona og sagði mér að hún væri ekkert hrifin af honum og spurði hvort við ættum ekki að sættast, af því að ég reiddist þegar ég frétti þetta en samt vildi ég sættast við hana. Hún var með honum núna eitt kvöld- ið og ég reiddist svo að ég er ákveðin í því að tala ekki við hana oftar. En strákurinn er bú- inn að segja stelpu sem ég þekki vel að hann vildi ekki vera með mér á föstu, en bara svona við og við af því að hann vill ekki binda sig strax. Hann er seytján ára og ég er sextán. Elsku Póst- ur, hvað á ég að gera? Á ég að l'áta hann bara eiga sig og hætta að hugsa um hann, eða á ég að vera með honum eins og hann vill. Viltu svara mér eins fljótt og þú getur. Hvernig eiga Vatnsbera- og Nautsmerk- in saman. En ég get ekki gleymt honum. Ein í ástarsorg. Hvernig er skriftin og stafsetn- ingin og hvað lestu úr skrift- inni? Fyrst hann vill hafa þetta svona er hætt viS aS lítiS sé viS því aS gera. En ef þér sýnist svo, geturSu svo sem haldiS áfram aS vera meS honum „svona kvöld og kvöld", en líklega væri þá skynsamlegt af þér aS hleypa honum ekki mjög langt. En ef þú getur ekki hugsaS þér aS vera meS honum á lausu, er bezt fyrir þig aS vera ekki meS neitt hálfkák og slíta öllu sam- bandi viS hann umsvifalaust. Vatnsberi og Naut eiga ekki mjög vel saman, þar eS tilfinn- ingalíf þeirra er mjög ólíkt. — Vatnsberinn er allur í andanum, NautiS aftur mjög jarSneskt og hneigt til efnishyggju. Skrift og stafsetning er hvort- tveggja meS ágætum. Úr skrift- inni má lesa vandvirkni og snyrtimennsku. HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK Fæst hjá næsta bóksala 20. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.