Vikan


Vikan - 18.05.1972, Qupperneq 7

Vikan - 18.05.1972, Qupperneq 7
MIG DREYMDI FYRIRHAFNARLAUST SUND Komdu blessaður, hr. draumráðningamaður! Mér fannst ég vera stödd í sundlaug, einhvers staðar hér í Bandaríkjunum. Veður var mollulegt, en engin sól. Ég var að synda og hafði ekki mikið fyrir því að skríða í gegnum vatnið, en aðallega synti ég bakkról, þ. e. skriðsund á bak- inu. Mikið var af fólki í lauginni og virtist það trufla mig eitthvað, því ég var að synda á milli bakka, en fólkið í lauginni virtist ekki stefna að neinu, heldur hringsólaði í lauginni. Ekki þurfti ég að hægja ferðina neitt, en þetta hafði óróandi áhrif á mig. Svo fannst mér ég vera stödd á bakkanum. Flestir voru að stinga sér, en allir lágu á hnjánum og stungu sér þannig. Einhvern veginn fannst mér það vera metnaður hver stingi sér bezt og rynni lengst. Eg gekk að bakkanum og stakk mér og vissi ég þá um leið að ég var sú bezta og vakti at- hygli eldra fólks. Þó reyndi ég ekkert á mig til að vera bezt og klauf vatnið mjúklega. Jæja, svo fór ég útí djúpu laugina og þar var einn maður að synda. Var hann þekktur sundmaður, fannst mér, og var hann að reyna að ná sem beztum tíma. Synti hann bringu- sund og ég hugsaði með mér að ég skyldi reyna við hann, en var þó ekkert að flýta mér. Hann átti svo sem 10 metra eftir að bakkanum þegar ég fór að synda hraðar, en reyndi þó alls ekki á mig. Ég svnti bakkról, en bara með fótunum oe án nokkurrar fyrirhafnar fór ég fram úr honum. Um leið og það gerðist leit ég framan í hann og brostum við hvort til annars. Það var eins og ég vildi segja 'við hann með brosinu: „Ég get gert allt sem ég vil án áreynslu.“ Ég kom við bakkann um leið og hann, en var þó sjónarmun á eftir honum, enda hafði ég verið langt á undan honum allt sundið. Nú sat ég í stól á bakkanum og kona um fertugt kom gangandi að mér. Um leið og ég sá hana, vissi ég að hún var nýja mamman mín, en hún leit nákvæmlega eins út og mamma stráksins sem ég er með. Eg byrjaði að gráta, sárt og mikið, og konan tók utan um mig. Eg vissi að hún bar rnikla umhyggju fvrir mér og naut ég þess, því ég var að hugsa að í vöku þyrfti ég að hugga mig sjálf. Mér fannst einhvern veginn að ég væri að gráta af söknuði, en hvort ég saknaði raunverulegrar móður minnar veit ég hrein- lega ekki. Ég vona, kæri draumráðningamaður, að þú getir fengið einhvern botn í þennan draum, því hann veldur mér svo- litlu hugarangri, sérstaklega síðasti hlutinn. Að lokum bið ég svo kærlega að heilsa öllum VIKU-mönnum, en ég fæ alltaf Vikuna, þótt ég sé langt frá fósturjörðunni. Kær kveðja og þakklæti. Jónína Bjarnadóttir Fort Lee.-Ne\v Jersfey. í RJLLRIALVÖRU AÐSTOÐ HINS ALMENNA BORGARA Kjör og aðbúnaður fanga hefur verið til umræðu hér á landi síðastliðinn vetur, og virðist sem menn séu að vakna til vitundar um nauðsyn endurskoð- unar og úrhóta i þeim efnum. 1 tilefni af þvi væri ekki úr vegi að minna á nýja aðferð við fanga- hjálp, sem gefizt hefur vel erlendis og áður hefur verið rætt um í þessum þáttum. Alkunna er, hversu afbrotamönnum liættir til að lenda á sömu glapstigum aftur, jafnskjótt og þeir liafa afplánað fangelsisdóm og öðlazt frelsi. Þjóðfélagið tekur ekki fyrrverandi afbrotamönn- um opnum örmum, svo að þeim gefast oft lítil tæki- færi lil að hefja nýtt og betra líf, þótt þeir hafi strengt þess heit i betrunarvistinni. Raunar eru i flestum löndum starfandi stofnanir, sem liafa það að markmiði að reyna að greiða götu fyrrverandi fanga og lijálpa þeim að gerast aftur nýtir þjóðfé- lagsþegnar. Hér á landi eru til dæmis tvær slikar stofnanir, Fangahjálpin og Vernd, sem hafa unnið hið ágætasta starf, innan þeirra marka, sem þau hafa sett sér. En nú hefur mjög rutt sér til rúms erlendis und- anfarin ár ný aðferð við fangalijálp, sem borið hef- ur ríkulegan ávöxt. Aðferð þessi er fólgin í þvi, að komið er á fót umfangsmiklu kerfi sjálfboðaliða og tekur hver sjálfboðaliði að sér einn fanga. Hjálpin byrjar ekki eftir að fanginn er sloppinn úr fang- elsinu, heldur strax meðan hann dvelst þar. Sjálf- boðaliðinn heimsækir þann fanga, sem honum lief- ur verið falið að annast, skömmu eftir að liann hefur verið lokaður á bak við lás og slá, og liefur síðan stöðugt samband við hann, þar til liann öðl- ast frelsi á ný. Reynt er að vanda sem allrabezt val sjálfboðaliðans og sótzt eftir að fá til að gegna þessu vandasama starfi menn, sem mega sín nokkurs i þjóðfélaginu, til dæmis atvinnurekendur eða áhrifa- menn á einliverju sviði. Slikir menn hafa aðstöðu til að lijálpa afbrotamönnum, og þess eru mörg dæmi, að það hefur tekizt giftusamlega. Þessi nýja aðferð á rætur sínar að rekja til Hol- lands og hefur borið slíkan árangur þar, að 90% af fyrrverandi afbrotamönnum lenda ekki í kasti við lögregluna á nýjan leik. Ungur b'ándarískur klerkur, Richard Simmons Þessi draumur er þess eðlis, að þér er algjörlega óþarft að vera með áhyggjur út af honum. Hvert einasta merk- ingaratriði boðar þér mikinn fögnuð og velgengni í fyrir- tækjum. Því viljum við ráða hann þannig, að innan skamms munir þú takast á hendur eitthvert verkefni og ljúka því með miklum sóma — og án fyrirhafnar, rétt eins og í draumnum. Kveðjumar þökkum við kærlega og sendum þér beztu kveðjur sjálfri. að nafni kynntist þessari óvenjulegu fangahjálp Hollendinga og varð svo hrifinn af henni, að hann ákvað að koma á fót slíkri starfsemi í heimalandi sinu, en í Bandaríkjunum er helmingur afbrota- manna talinn óforbetranlegur. Starfsemi Simmons er fyrir löngu orðin um- fangsmikil, og margir líta á hana sem björtustu vonina til að stemma stigu við stöðugt vaxandi af- brotum í Bandaríkjunum. G. Gr.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.