Vikan


Vikan - 18.05.1972, Qupperneq 9

Vikan - 18.05.1972, Qupperneq 9
Erik Bergström fyrir framan veggmyndir af mannslíkamanum. straum, að sýnu leyti eins og þegar kló á raftæki er stungið i veggtengil. Oftast hverfur verkurinn um leið og stungið er. En til að fá varanleg áhrif þarf oftast að endurtaka aðgerðina nokkrum sinnum. Það er líka hægt með hjálp prjónanna að leiða orku frá líffæri, sem er ofhlaðið í ann- að, sem ekki hefir næga orku og á þann hátt að jafn orkuna eftir ákveðnu kerfi svo að jafn- vægi verði milli líffæra og lík- amshluta. Nývakinn áhugi Undanfarið hefir mikið verið rætt um kínversku nálastung- urnar í Sviþjóð (og víðar). Ástæðan fyrir því eru þættir í sænska sjónvarpinu, sem byrj- uðu með því að einn íréttamað- urinn, sem tók þátt í för iðn- aðarmálaráðherrans, Rune Jo- hansson. til Kína í haust, sagði frá því í sjónvarpinu að honum hefði skjótlega batnað mjög s'æmt, kvef við fjórar náistung- ur hjá kínverskum stungu- meistara. Annar sjónvarpsþáttur fjall- aði um heilaaðgerð, þar sem sjúklingurinn var deyfður með nálstungum. Hann missti ekki meðvitund og nagaði epli, með- an á aðgerðinni stóð. Og fyrir nokkru ræddu þeir Bengt Fe'dreich og Erik Bergström um þessa ævafornu nálatækni í sjónvarpinu. Sjúkdómsgreining Erik Bergström situr þögull um stund og hlustar eftir æða- slættinum í úlnliðum minum, öðrum í einu. Eftir nokkrar sekúndur flytur hann fingurna á aðra staði. Siðan segir hann hressilega áljt sitt og' úrslit rannsóknar- innar og það kemur allt heim og saman, þótt ég hefði, fram að þessu, lifað í þeirri trú að enginn gæti komizt að þessari r.iðurstöðu, með því einu að þukla á úlnliðum mínum. En þar sem ég hafði ekki neinn krampa né önnur sjúk- dómseinkenni, sem hægt hefði verið að losa mig við, þá sagði hann að við yrðum að láta nægja að dreyfa líkamsorku minni eftir ákveðnum reglum, til að jafnvægi fengist. — Með slagæðagreiningu get ég fengið vitneskju um gam^a sjúkdóma, jafnvel þá, sem hafa þjáð sjúklinginn fyrir fimmtíu árum. Og ég get líka varað fólk við þeim sjúkdómum, sem beir eiga kannski á hættu að fá í framtíðinni, þar sem é bennan hátt get fundið ef ein- hveriir veikir punktar eru í starfsemi líkamans. í seinni tíð hafa verið tekin í notkun raftæki til mælinga og notuð samhliða þessari æva- fornu, kínversku aðferð til slag- æðarannsókna, heldur hann áfram. Sjálfur notar hann báðar að- íerðirnar, til að vera viss. Það var fyrst árið 1961, þeg- ar prófessor Kim Bonghan frá Suður-Kóreu, staðfesti að þær orkustöðvar, sem Kínverjar kalla „miðbaug líkamans“ eigi við rök að styðjast, að hinn vestræni heimur fór að veita prjónaaðferðinni athygli. Hin dulræna hula, sem fram að þessu hafði hvílt yfir kín- versku prjónaaðferðinni, gerði sitt til að menn voru tortryggn- ir, Hklega vegna þess að „prjónalæknar" notuðu alltaf eldgömul kínversk heiti í stað venjulegra orða og skýringa. — Hversvegna er líka verið að nota orð eins og Yin og Yang, þegar hægt er að nota venjuleg orð, þegar hægt er að tala um jákvæða og neikvæða raforku? segir Erik Bergström. Eitt af aðalverkefnum mínum er einmitt að lyfta þessari hulu, gera bæði orðin og sjálfa að- ferðina skiljanlegri fyrir al- menning. Svo kom hann með prjónana Nú er mér sagt að afklæða mig í einum af klefunum, sem þarna eru og fara í stuttan slopp. Svo er ég lögð upp á skoðunarbekk og Erik Berg- ström festir eitthvað, sem lík- ist armbindunum, sem notuð eru við blóðþrýstingsmæling- ar, um úlnliði mína og ökla. Það er í sambandi við raftæki, sem gerir svo línurit á rúðu- pappír. Ég fékk svo að skoða línu- ritið, sem var í engu frábrugð- ið línuritum, sem ég hafði áður séð og það var greinilegt að ekki var orkunni jafnaðarlega dreyft um líkamann, þar voru ýmsir útúrdúrar. Erik Bergström bendir mér á boglínurnar. — Brennslan er of lág, segir hann, — og lifrarstarfsemin lieldur léleg. Nú dreifi ég þeirri orku, sem hefir hlaðizt upp í gallinu, vegna þrengsla og beini henni að lifrinni. Svo velur hann prjónana. Ég hafði hugsað mér þessa prjóna eitthvað í líkingu við miðalda pyndingartæki, en þetta voru prjónar úr ryðfríu stáli með koparhaus, ekki frekar ógnvekjandi en venju- legar stoppunálar. Til þess að koma jafnvægi á orku mína þurfti átía prjóna, tvo í hvora rist og tvo í hvorn öklalið. Er- ig Bergström stingur prjónun- um nokkra millimetra undir húðina. Ég finn varla fyrir því. — Ef þú hefðir verið veik, þá hefði ég dreift líkamsorku þinni á þennan hátt íyrsta dag- inn, segir Erik, — síðan hefði ég haldið áfram með hina raunverulegu aðgerð, daginn eftir. Koparprjónar við heyrnardeyfu Eftir nokkrar mínútur tók hann prjónana í burtu og mældi orkuna aftur. — Hér sést að boglínurnar hafa breytzt, segir hann og sýnir mér línuritið og það var Framhald á bls. 37. 20. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.