Vikan


Vikan - 18.05.1972, Blaðsíða 15

Vikan - 18.05.1972, Blaðsíða 15
STORMUR í TEKATLI SMÁSAGA EFTIR RUTH FINCH KveSjubréfið! Hún kveið fyrir því og hafði slegið á frest að skrifa það. Hvernig skrifar maður manni, sem maður elskar - hafði elskað - ó, elskaði enn, fjandinn eigi það... Teið réði úrslitum, það við- urkenndi Jenný fyrir sjálfri sér. Það var teið. Hún lauk við að láta niður í töskuna og horfði í kringum sig í svefnherberg- inu þeirra, en sá varla neitt fyrir táramóðu. Þau Páll höfðu verið svo hamingjusm hér. Já, alla þessa mánuði, sem þau liöfðu búið þarna, höfðu þau verið hamingjusöm. Andartak horfði Jenný á töskuna, hik- andi, hendurnar bjuggust jafn- vel til að taka upp úr henni aftur. Þetta var nú bara nátt- kjóll, tannbursti, undirföt... Þá minnti hún sjálfa sig á, hvers vegna hún varð að fara. Ef við erum orðin svona eftir átta mánuða hjónaband, hvern- ig verðum við þá orðin eftir nokkur ár? Ef annað hvort okkar hefur þá ekki myrt hitt áður. Hún lokaði töskunni • með ákveðnum smelli, gekk síðan um íbúðina til að fullvissa sig um, að allt væri í lagi. Svo var, í fyrsta sinn siðan hún flutti þangað inn. Þetta átti að vera aðalskellurinn fyrir Pál að finna, að allt var í röð og reglu í íbúðinni, þegar hann kæmi heim um kvöldið. Hann var alltaf að kvarta um óreglusem- ina hjá henni. (Hvernig vogaði hann sér slíkt, ósnyrtilegasti maður í heimi?) Nú skyldi hún sýna honum nokkuð. Hún ætl- aði að skilja við íbúðina svo óskiljanlega snyrtilega, að það liði yfir hann þegar hann kæmi heim. Þetta yrði hæfilegt um- hverfi fyrir hann til að lesa kveðjubréfið frá henni. Sá mátti nú leita sér huggunar í blettalausu eldhúsinu og ótrú- legum eyðileikanum á eldhús- bekkjunum. Sá skyldi fá að faðma þetta að sér, þegar hann kæmi heim. Kveðjubréfið! Hún kveið fyrir því og hafði slegið á frest að skrifa það. Hvernig skrifar maður manni, sem maður elsk- ar — hafði elskað — ó, elskaði enn, fjandinn eigi það, og segir honum, að bezt væri fyrir ykk- ur bæði, að þið skilduð áður en sú ást, sem eftir væri yrði kæfð? Þetta var rétt, hugsaði hún og var ánægð með orðið. Kæfð eða troðin undir fótum. Hvort var betra? Hún fann pennann sinn innan um dótið á botninum í veskinu sínu og varð enn ákveðnari, þegar hún mundi, hvernig Páll hellti öllu draslinu úr veskinu yfir rúmið þeirra í gærkveldi. (Þarna voru kvittanir úr verzlunum, fimm varalitir, gamlir reikningar, fjórir óhreinir vasaklútar, þrjú þvottaduftssparimerki, tvö út- runnin útlánsspjöld úr bóka- safninu og margt fleira). „Hvernig ferðu að því að bera allt þetta rusl með þér?“ hafði hann spurt. „Hver sagði, að þú mættir opna veskið mitt?“ „Það gerðir þú, þú baðst mig að finna ökuskírteinið þitt, manstu það ekki? Nú geturðu bara gert svo vel og fundið það sjálf — og ég óska þér góðs gengis. Ég er viss um, að það er fallið úr gildi,“ bætti hann við. . og þú hefur gleymt að endur- nýja það.“ „Ég held nú síður,“ laug hún, fann skírteinið og komst að raun um að hún hafði ekið bílnum ólöglega síðasta mán- uðinn. Og þetta sem hafði verið svo indælt kvöld, eftirvæntingar- ríkt, án þess að nokkurt styggð- aryrði hefði fallið. En svo hafði reiðin soðið í henni vegna at- viksins með veskið, og hún hafði blásið í glæður ósam- lyndisins með því að hæðast að honum, þegar hann háttaði á sinn venjulega hátt, henti föt- unum í áttina til stólsins og lét þau svo liggja á gólfinu, þar sem þau lentu. „Ert þú nú einmitt rétti mað- urinn til að tala um snyrti- mennsku eða hvað?“ Rifrildið, sem á eftir fylgdi, var þreytandi og venjulegt, en minningin um það gerði Jenný ennþá bálvonda og styrkti hönd hennar, þegar hún skrifaði: „Kæri Páll. Það er hrœðilegt að gera sér Ijóst, að okkur urðu á mistök, þegar við giftumst, en kannski er betra að sjá það nú en seinna. Það er þess vegna, sem ég fer í burtu (hún vildi ekki segja honum hvert, hann myndi hvort sem er upDgötva það f'iótlega') til að gera málin uvp við sjálfa mig (útþvælt orða- tiltæki, hvað svo sem það þvddil og komast að raun um, hvernig bezt sé að haga skiln- aði okkar. Mér þykir leitt, að þetta fór svona, en við hefðum annars áreiðanlega gert hvort öðru lífið leitt og endað með því að hata hvort annað. Það hefði ég ekki getað þolað.“ Síðan eyddi hún tíu mínút- um til þess að velta fyrir sér, hvort hún ætti að enda bréfið með þín, ástarkveðjur eða beztu óskir. En hún var ekki ánægð með neitt af þessu. Það síðasta var of kuldalegt og hin fyrri kynnu að vekja falskar vonir. Loks skrifaði hún bara nafnið sitt. Síðan lokaði hún dyrunum að íbúðinni og gekk hratt í át.t- ina að leigubílastaurnum á horninu. Ungur maður sat á móti henni í lestinni og þaut á fætur til að hjálpa henni með tösk- una. „Það virðist ætla að birta upp um helgina,“ sagði hann ákafur. „Já,“ svaraði hún, og röddin var köld og áhugalaus. Ég er enn ung, hugsaði hún. Mér urðu á mistök, ég giftist ekki rétta manninum. En þetta eru ekki endalokin. Eftir skamman tíma kemst ég yfir þetta með Pál (eins og alvarlegan en ekki ólæknandi sjúkdóm) og ég er enn ung, einhvers staðar kynni annar að leynast... „Eruð þér líka að fara til Vestursanda?" spurði ungi maðurinn. „Já.“ „Nú, kannski sé ég yður þar. Hvar verðið þér?“ „Hjá systur minni,“ svaraði hún dauflega og tók síðan vilj- sndi hanskann af vinstri hend- inni. „Það er gaman að vera í fríi þar,“ sagði ungi maðurinn og var nú ekki eins hress og áður. Það lítur greinilega ekki út fyrir, að öllu sé lokið fyrir mér, hugsaði hún, en var ekkert sér- lega ánægð einhvsrra hluta vegna. f staðinn fór hún að hugsa um Angelu. Angela myndi hugga hana. , Angela gerði aldrei bjánalegar skyssur eins og t.d. að giftast ekki þeim rétta. Hafði hún ekki einmitt haft sinar grunsemdir um Pál? En þá hafði Jenný ekki hlustað á hana. Angela hafði alltaf haft á réttu að standa. Hún hafði beðið og aldrei látið ástina rugla dómgreind sína. Margir menn höfðu elskað hana og þráð. Hún var svo falleg, hún Angela, auðvitað þráðu karl- menn hana. Hún hafði verið Framhald á bls. 38. 20. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.