Vikan - 18.05.1972, Blaðsíða 17
Juliane Köpcke á sjúkrabeði eftir að henni var bjargað. Þessi unga
skólastúlka var um það leyti einn mestumtalaði kvenmaður veraldar.
rannsóknastöð nálægt Pucallpa.
Faðir minn er dýrafræðingur
og móðir mín var þekkt í Perú
fyrir þekkingu sína á fuglum.
Foreldrar mínir höfðu kennt
mér að varast hætt.ur frum-
skógarins — til dæmis að ekki
aðeins stóru dýrin, jagúarar,
tapírar og fleiri, væru hættu-
leg, heldur og þau smáu, skor-
dýrin, köngulærnar, maurarn-
ir, flugurnar. Af foreldrum
mínum hafði ég lika lært, að i
frumskógi verður maður alltaf
að leita að einhverju fljótinu.
Við fljótin býr fólk, Indíána-
ættbálkar eins og Konibos,
Shipibos, Cacataibos og mestís-
arnir, sem vinna við skógar-
högg, svo og fáeinir hvítir’
menn, sem reka litlar plant-
ekrur. Fljótin koma þeim i
vegastað, og þau koma um síðir
saman við stærri fljót, renna
bólgu, að ég hafði kúlu á höfð-
inu og sár á fæti. Ég fann ekki
til, en var of óstyrk til að
standa upp og svipast um. Svo
að ég lá kyrr undif1 sætunum
alla nóttina, hálfsofandi og
lömuð af taugaáfalli.
Um morguninn dróst ég á
fætur. en það tók tímann sinn,
af því að ég var með svima. Ég
sá lítinn pakka og opnaði hann.
í honum var jólakaka, og þá
minntist ég þess að það voru
jól. Ég hugsaði til föður mins
og jólatrésins hans, og þá sagði
ég við sjálfa mig: Nú hefur
hann sjálfsagt misst konuna
sína, en dóttur sína skal hann
ekki missa lika — ég verð að
reyna að sjá til þess!
Ég þekkti frumskóginn, hafði
búið i honum í tvö ár, þegar
ég frá 1967 til 1969 hafði dvalið
með foreldrum minum í lítilli
um siðir í Rio Ucayali — það
útleggst Mýflugnafljót. Rio
Ucayali endar svo sína rás í
Amasonfljóti. Ég vissi að ég
yrði að finna fljót. Ég varð að
komast að Rio Ucayali. Því að
Pucallpa er við Rio Ucayali.
Og í Pucallpa var pabbi.
Nei, ég borðaði ekki jóla-
kökuna, smakkaði aðeins á
henni. Hún var vatnsósa og
bragðaðist illa. Þess í stað tók
ég með mér poka með blönduð-
um brjóstsykri, sem sjálfsagt
hefur átt að verða einhverjum
til jólagleði. Ég fann mér prik,
sem ég gæti notað til að prófa
fyrir mér, svo að minni hætta
væri á að ég stigi ofan á slöng-
ur, hættulegar köngulær eða
inaura. Svo lagði ég af stað,
en þá svimaði mig enn, ég varð
að hvíla mig og svo aftur og
aftur; alltaf með fárra skrefa
millibili hringsnerist allt fyrir
augum mér.
Þá heyrði ég í rennandi
vatni allnærri, og engu hljóði
i heimi hefði ég getað fagnað
meir. Að visu var hér aðeins
um að ræða lítinn læk, en í
fyrsta lagi var hann svo tær
að ég gat drukkið úr honum og
> öðru lagi hlaut hann að renna
i stærra vatnsfall.
Fljót í Perú renna ekki beint.
Það er ekki að sjá að bau
stefni i neina átt, heldur renna
i ótal krókum, svo að maður
getur hæglega þrætt fljóts-
bakka heilan kílómeter og
komist þó aðeins um hundrað
metra áfram í beina loftlínu.
Og þar að auki halda moskitó-
ílugurnar til við fljótin, og þær
eru hroðaleg plága. f fljótun-
um og meðfram þeim eru líka
kajmanar, lúmskir og gráðug-
ir krókódílar. í vatninu eru
sömuleiðis piranhas, fiskar með
hræðilega hvassar tennur, og
þeir sækja einkum í opin sár.
Og sárið á fætinum á mér var
blæðandi, sentimeters djúpt og
fimm sentimetra langt.
Það var tilgangslaust,
en ég hrópaði á hjálp
Þrátt fyrir allt þetta varð ég
að leita fljótanna. Gróðurinn
var þéttur meðfram læknum,
svo að ég átti fullt í fangi með
að komast áfram. Stundum
lokuðu fallnir trjástofnar leið-
inni, svo að ég varð að vaða út
í lækinn til að komast fyrir þá.
Mér miðaði því hægt, og allt í
einu heyrði ég mikið flugna-
suð. Ég gekk á hljóðið og fann
þá sætaröð úr flugvélinni og
þar hjá þrjár stúlkur, dánar,
Þær voru hræðilega limlestar
og flugurnar hrúguðust á þeim.
Ég hélt áfram þegar ég hafði
gengið úr skugga um, að móðir
mín var ekki ein af þessum
þremur.
Öðruhvoru stakk ég upp í
mig brjóstsykursmola, en ég
var ekki svöng. Oftsinnis sá ég
ávexti, sem litu lystaukandi út,
en ég lét þá eiga sig, því að
margt sem fallegast er í frum-
skóginum er engu að síður ban-
eitrað: ber, ávextir og blóm.
Ég hélt áfram unz dimmdi,
iann þá sléttan og auðan blett,
þar sem ég gat lagst og hvílt
mig.
Frumskóganæturnar eru að-
eins fallegar á bíó, en í raun-
veruleikanum eru þær fullar af
hættum, sem maður bæði heyr-
ir og sér. Þegar ég heyrði
skrjáf í nálægð -— var það
kannski slanga? Eitthvað
skreið yfir beran fótlegg minn
— var það eitruð könguló, tar-
antella? Stækjan af fúnandi
trjástofnunum íyllti loftið, og
eö nóttu til sýndust þeir bláir.
Einhversstaðar hrein öskurapi.
Ég svaf illa.
Sólin var komin allhátt á loft
þegar ég lagði af stað morgun-
inn eftir. Ég gerði eins og áð-
ur: prófaði fyrir mér með
prikinu, steig varlega niður.
Var stöðugt á verði gegn slöng-
um og köngulóm, ýtti greinum
til hliðar, óð út í lækinn ef ekki
var hægt að halda áfram eftir
bakkanum. Ég missti nokkra
brjóstsykurmola úr pokanum,
en hirti ekki um það, þar eð ég
fann ekki til svengdar. Og þá
beyrði ég í gamminum.
Það var konungsgammur,
það þekkti ég undireins. Þar
sem gammar eru, þar hlýtur
einnig að vera dautt hold. Ég
vissi að þeir væru komnir til
að rifa í sig nái þeirra, sem
farist höfðu í flugslysinu.
Ég var ekki ennþá komin út
af þvi svæði, sem brakið úr
flugvélinni hafði dreifst yfir.
Ég fann flykki úr málmskel-
inni, og mátti lesa á því flug-
vélarnúmerið. Skömmu síðar
fann ég brak, sem hlýtur að
hafa verið úr stjórnklefanum.
Þar voru rifnar leiðslur og
bráðið blikk, sem þefjaði af
brenndu bensini. Engin merki
sá ég þess að fleiri hefðu kom-
izt lífs af. Ég tafði ekki lengi
hjá brakinu, ég vildi komast
áfram og þó miðaði mér svo
hræðilega hægt.
Allt. fram á þriðja dag fann
ég ekki til í meiðslunum, en
hinsvegar sveið mig í bakið. Ég
20. TBL. VIKAN 17