Vikan


Vikan - 18.05.1972, Blaðsíða 20

Vikan - 18.05.1972, Blaðsíða 20
Lykillinn Hvað myndi ske, ef Polly væri ekki með lykil- inn, hugsaði ég. með- an við gengum út að bíl Shlakmanns. Alice gekk hægt, hún reyndi að teygja tímann, hún var að reyna að fá lengri frest. Ég hafði ekki þennan hæfileika til að loka augunum fyrir stað- reyndunum, ég hefði átt að vera algerlega lamaður við til- hugsunina um það, sem án efa henti fjölskyldu mína, áður en þessi dagur væri á enda. En það undarlega skeði, ég var kom- inn í baráttuskap og reiðubú- inn til að mæta hverju sem var, þótt mér væri ljóst að við höfðum varla einn möguleika á móti þúsund til að ná í barn- ið. Fyrir tuttugu og fjórum tímum hefði ég ekki getað gert neitt þessu líkt, það var því ljóst að jafnvél John Camber gat breytzt. Meðan við sátum í bílnum spurði ég Shlakmann hvaða samband hefði verið á milli föður hans og lyklanna að bankahólfinu. -—■ Hvað ætlaði hann að gera við innihald bankahólfsins? -—■ Brengla þessu öllu fyrir okkur. Eyðileggja algerlega við- skiptin fyrir okkur, þessi gamli refur! Hann ætlaði að fara með það í lögregluna! — Hvaða viðskipti? spurði Alice. — Við vitum ekki hvað er í þessu bankahólfi. — Hvað segið þér? — Við höfum enga hugmynd um það. Hvað er í því? — Eiturlyf, sagði Shlakmann rólega. Tunglið var rétt komið fram úr skýjunum, þegar við kom- um að bátaleigunni. Það var myrkur í skýli Mullinghams, en báturinn var bundinn við bryggjuna, eins og hann hafði lofað. Hann hafði látið okkur fá góðan bát. Þetta var alumin- bátur, fimm metra langur, létt- ur og þægilegur. Og hann hafði búið hann vel út. Þarna voru árar, bátshaki. kaðalrúlla og varageymir fyrir eldsneyti, sem var tengdur aðalgeyminum með sogslöngu. — Hvert förum við? spurði ég, þegar við vorum komin um borð í bátinn. — Ég vil vita hvar dóttir mín er. — Hún er um borð í báti Montez. —■ Hvar er hann? — Það fáið þið að vita, þegar við komum þangað. Hann sett- ist fram í og sneri sér hálf- vegis að okkur. — Verið ekki alltaf með þessar spurningar, reynið heldur að koma ykkur af stað. Ég kom vélinni í gang með einu handtaki og við runnum út á ána. Það var ekki gott skyggni og ég var reiður sjálf- um mér yfir því að hafa ekki tekið með mér gott ljósker. Við þögðum öll meðan við sigldum niður með ánni í átt- ina að fenjunum. Ég sat öðr- um megin á afturþóftunni með höndina á stýrissveifinni og Alice sat við hlið mér. Hún lagði höndina snöggvast á hönd mína og þrýsti hana. Ég get ekki lýst því hve þakklát- ur ég var fyrir þetta litla merki þess að hún hafði, að minnsta kosti, fyrirgefið mér, en ég þagði. Þegar við nálguðumst fenja- svæðið sagði Shlakmann: —■ Camber, þekkið þér eitt- hvað til Barry Creek? —■ Já, að degi til gæti ég fundið það strax, án erfiðleika. en . . . — Fjandinn hafi það. það þýðir ekkert að tala um dags- birtu . . . — Ég skal reyna að finna það, þér megið bóka að ég er jafn áfjáður og þér í að finna rétta staðinn. — Hve langt er þangað? — Ég veit það ekki vel. En þá kom ég auga á fyrstu bauj- una og benti Shlakmann á hana. — Ef það væri fjara, gætum við betur áttað okkur, en þar sem við sjáum ekki bakkann, þá er erfitt að átta sig á því hvað er árvatn og hvað er sjávarflóð. Við verð- um að halda okkur í straumn- um og ef við getum það, þá held ég að það séu aðeins sex kílómetrar til Barry Creek. —- Við eigum að fara að Creekskurðinum. — Þann skurð kannast ég ekkert við, sagði ég órólegur. — Er hann hérna megin við Barry Creek eða hinum meg- in? spurði Alice. — Eins og hálfum kílómeter hérna megin. — Ég skal reyna, sagði ég. — Liggur báturinn þar? — Ef hann er þar þá ennþá, sagði Shlakmann. Ég jók hrað- ann þegar við komum út á nokkuð breitt lón, sem ég kannaðist við og þrátt fyrir mikinn þunga Shlakmanns, þaut báturinn yfir vatnið og myndaði silfurglitrandi rák í kjölfarinu. — Þetta var skárra, sagði Shlakmann. — Haldið þessum hraða. —■ Ég vildi að ég gæti það, en það er nú ekki svo gott, svaraði ég. — Ef við festum okkur í leðjunni, getum við setið þar í viku, án þess að nokkur maður verði okkar var. Það er engin umferð hér um þetta leyti árs. Við urðum að fara hægt gegnum fenljasefið. Ég þorði ekki að auka hraðann eftir að við komum út úr lóninu. Ég var ekki viss um straumlín- una, svo við snigluðumst frá einni bauju til annarrar. Mig verkjaði í allan líkamann og sveið í augun af áreynslunni við að rýna niður í vatnið. í fyrsta sinn, síðan þessi martröð hófst, fann ég fyrir einhverri jákvæðri atorku, fann að ég framkvæmdi eitt- hvað og gerði það vel. að ég hélt skýrri hugsun og fram- kvæmdi eitthvað markvisst. En tíminn leið og þegar mið- nættið nálgaðist fór ég að verða taugaóstyrkur aftur. Ég vissi að þau ætluðu að hringja til mín og hvað myndi ske, þegar ég svaraði ekki í sím- ann? Skyldu þau hafa síma- samband í bátnum? Myndu þau þá létta og sigla til hafs? Montez myndi örugglega ekki leggja neitt í hættu. Ef hann gæfi upp vonina um að ná í lykilinn, myndi hann, án efa, losa sig við Polly og þá gæt- um við aldrei komið með sannanir fyrir því hvað lá að baki barnsráninu. Við höfðum engar sannanir í höndunum og hann hafði vernd stöðu sinnar vegna. —■ Geturðu ekki aukið hrað- ann? spurði Alice. — Nei, ég get það ekki, svar- aði ég í örvæntingu minni. — Það væri mjög óskynsamlegt. Ég leitaði í ofvæni að bauju. Við skriðum áfram og ég sveigði bátnum sitt á hvað. Þarna var ekkert til að fara eftir, aðeins mjóar rennur gegnum þriggja metra hátt sefið og mér fannst ég alveg hjálparvana. Þetta var eins og að villast í völundarhúsi, vita ekkert hvert skyldi halda. Nú var farið að fjara út. Vatnið hafði, fram að þessu, hulið allan fenjagróðurinn, svo vatnið var aðeins spegilsléttur flötur í tunglskininu, en nú var fenjagróðurinn farinn að sjást upp úr og ég sá að straumur- inn lá í suður. Ég valdi mjóa rennu, sem lá í þá áttina. Ég var heppinn, því að rétt strax kom ég auga á bauju í myrkr- inu og andartaki síðar sá á svo- litla straumröst, sem gáraði sléttan vatnsflötinn. Ég stöðv- aði vélina. — Hvað er nú að? spurði Shlakmann. — Uss! hvíslaði ég og benti honum á röstina. — Johnny, hvað er að? — Þarna er ekki neitt, sagði Shlakmann. Við vorum umkrind sefi á báðar hliðar. — Það getur verið að ekk- ert sé á þessum bletti, hvísl- 20 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.