Vikan


Vikan - 18.05.1972, Qupperneq 21

Vikan - 18.05.1972, Qupperneq 21
FRAMHALDSSAGA EFTIR E. V. CUNNINGHAM 6. HLUTI - SÖGULOK Bátsferðin í myrkrinu varS kapphlaup um tímann. Barnsræningjarnir myndu ábyggilega missa þolinmæSina og losa sig við Polly. Og viS vissum ekki einu sinni hvar lykillinn var... aði ég. — En eitthvað er þarna rétt hjá, eitthvað sem truflar straumrennslið. Báturinn get- ur verið hér í nágrenninu, svo það er bezt að tala ekki upp- hátt, Shlakmann, við sjáum ekkert í gegnum sefið. — Góði, gerið eins og hann segir, hvíslaði Alice lágt, — Johnny veit hvað hann er að segja. — Allt í lagi, hvíslaði hann. Eg losaði árarnar og fékk honum aðra. — Danglaðu var- lega með árinni frammi í hjá þér, ég tek hina árina og stýri um leið. Við rerum rólega nið- ur rennuna og skyndilega kom hliðarrenna í ljós. Þaðan kom straumsveipurinn. Við rennd- um okkur þangað inn og brátt kom í ljós renna, sem var tíu metrar á breidd. Fimmtíu metrum neðar sáum við báts- skrokkinn, það var nokkuð stór þilfarsbátur og hann lá í miðri rennunni eins og svartur skuggi og það var ekkert ljós sjáan- legt um borð. Við nálguðumst hann hægt og hljóðlega og það tók okkur að minnsta kosti tíu mínútur að komast þennan síðasta spöl. Ég hafði verið að hugsa um hvernig við kæmumst um borð í hann, en þegar við komum nær, sáum við að við hlið báts- ins var fleki og kaðalstigi var festur við borðstokkinn. Shlak- mann festi okkar bát og ég skreið fram í og Alice á eftir mér. Hún verður kyrr í bátn- um, hvíslaði Shlakmann. — Þér komið með mér. Alice ætl- aði að mótmæla, en ég hvísl- aði að henni: — Gerðu eins og hann segir. Bíddu hérna. Hún horfði andartak á mig, svo kinkaði hún kolli. Shlak- mann var farinn að klifra upp bátshliðina og ég fylgdi hon- um eftir. Þegar hann kom upp, hikaði hann andartak og ég gat séð yfir borðstokkinn. Ég sá vel yfir þilfarið. Það var breitt og rúmgott. Aftur á voru þægilegir stólar og þar var líka bar með flöskum og glösum. Hjá barnum var sófi eða bekk- ur og í fyrstu sá ég ekki mann- inn sem í honum lá. En þegar Shlakmann steig um borð, þaut hann upp. Þá sá ég að þetta var Cambosia. — Shlakmann! Hvað ert þú að gera hér? Gerði Montez boð eftir þér? Ég heyrði ekki í neinum báti. — Ekki það? Shlakmann hló. Á andartaki var ég kominn yfir borðstokkinn og stökk í þrem skrefum að káetudyrun- um, reif upp hurðina og fór inn í myrkrið. Fyrir aftan mig 20. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.