Vikan - 18.05.1972, Qupperneq 26
„STEINALDARMENNIRNIR
ERU MÍN FYRIRMYND...
... ÞEIR REYKTU EKKI OG DRUKKU EKKI, EN HLUPU MIKIÐ OG ÁTTU SÆG AF BÖRNUM“
EFTIR ÓMAR VALDIMARSSON.
Ekki alls fyrir löngu fór
blaðamaður Vikunnar
með Ómari Ragnarssvni i
flugferð norður á
Blönduós, þar sem Ómar
skemmti á Húnavöku.
Ferðasagan fer hér á eftir
og er viðtali fléttað inn
í hana.
Klukkan var orðin hálf sjö
að kvöldi föstudagsins 21. apr-
íl þegar við lögðum af stað frá
Reykjavíkurflugvelli. Ómar
Ragnarsson, Páll Bergþórsson,
veðurfræðingur, Magnús Pét-
ursson, píanóleikari, sem er
tímabundinn undirleikari Óm-
ars á meðan hans reglulegi
undirleikari, Haukur Heiðar,
lýkur prófum í læknisfræði. —
Fjórði maður var undirritaður
blaðamaður Vikunnar. Ferð-
inni var heitið á Blönduós, þar
sem Ómar átti að skemmta á
svokallaðri „Húsbændavöku"
Húnavöku íbúa sýslunnar og
Páll átti að halda ræðu á
sömu samkomu.
Þegar okkur ljósmyndarann
bar að, var Páll mættur og sól-
aði sig í veðurblíðunni. Á með-
an beðið var eftir þeim Ómari
og Magnúsi var mestmegnis tal-
að um veðrið og kemur mér nú
í hug, að sennilega er heldur
ósmekklegt að tala um veðrið
við veðurfræðinga. Fljótlega
kom þó að því að Ómar renndi
snaggaralega upp að flugvél-
inni sinni, TF-FRÚ, og sagði:
„Ætli sé ekki bezt að gefa kerl-
ingunni svolítið að drekka áður
en við förum af stað. Annars er
aldrei að vita upp á hverju hún
tekur!“
Við vorum staddir einhvers-
staðar upp af Borgarfjarðardöl-
um þegar ég gerði mér grein
Séð niður í Miðfjörð úr TF-FRÚ Ómars
fyrir því, að Ómar var búinn að
nefna hverja einustu þúfu sem
sjáanleg var á jörðu niðri — og
þær voru svo sannarlega nokkr-
ar í heiðríkjunni. Langt í
fjarska voru nokkur ský og lét
Ómar sér ekki muna um að
þylja upp nöfn fjalla, hóla, ása
og þúfna þar á bak við. í stuttu
máli sagt þekkir hann landið,
eins og það leggur sig, jafn vel
og freknótt handarbökin á sér.
„Að vísu fékk ég ahuga á
flugi strax sem barn, en raun-
verulega fór ég útí flugið fyrir
áhuga á landafrœði. Ég fékk
mjög slœma dellu þegar ég var
strákur. Þá lá ég veikur og
pabbi gaf mér landakort, parta-
kort, og ég fór að stúdera þau.
Lá yfir þeim í veikindunum og
fékk til að nefna alveg óstöðv-
andi áhuga á hœðartölum. Síð-
ar kom það sér mjög vel fyrir
flugið og ég held því alltaf við,
Ragnarssonar.
þótt það sé náttúrlega heldur
þröngt svið! Svo í skóla fór ég
að dunda við að teikna ísland
fríhendis og náði nokkurri œf-
ingu í því. Allavega kom það
sér andskoti vel í landsprófi,
því þá fengum við það verk-
ejni að teikna Vestfirði og ég
gerði það, rétt si svona. Próf-
dómurunum þótti það víst frek-
ar grunsamlegt og voru þeir
lengi að velta vöngum yfir
þessu Vestfjarðarkorti ■mínu.
Þetta er svipað því er menn fá
áhuga á því að teikna manna-
myndir, eru að því öllum stund-
um, en ég fékk óslökkvandi
áhuga á að teikna landakort."
Húnaflóinn var ótrúlega fall-
egur þegar við komum þar yfir.
Hvergi sá ský á himni og sjór-
inn var svo sléttur, að fyrir
neðan okkur sáum við flugvél-
ina speglast í haffletinum.
Flugvöllurinn er pínulítil ræma
rétt fyrir utan bæinn og þar
var flugvallarstjórinn á rauð-
um Moskvits — sem jafnframt
gegndi því merkilega hlutverki
að vera flugturninn á staðnum.
Ómari var tekið sem eðalborn-
um manni í Danmörku og við
vorum keyrðir inn í bæ og að
Samkomuhúsi Blönduóss, þar
sem skemmtunin var í þann
veginn að hefjast. Páll átti að
hefja samkomuna með ræðu
sinni og þar sem Ómar átti ekki
að koma fram fyrr en undir
klukkan tíu, var tekin ákvörð-
un um að fara á hótelið og
borða, þar eð matartíminn
hafði farið í flugferðina. Verið
var að ljúka við fréttalesturinn
í sjónvarpinu þegar við komum
inn og þeir fáu gestir sem voru
fyrir í matsalnum hrukku við
þegar Ómar birtist í dyrunum;
hafa sjálfsagt búist við að fá
eitthvað huggulegt um íþróttir
á skerminn.
26 VIKAN 20. TBL.