Vikan


Vikan - 18.05.1972, Qupperneq 28

Vikan - 18.05.1972, Qupperneq 28
hvað á þá leið, að ég sé ekki nógu sannur, segir mér það sem því finnst — en-allt of fáir gera það. Slíkt getur orðið að kveikju sem virkilega verður til þess að maður sezt niður og gerir eitthvað, sem er aðeins fyrir ofan það venjulega ha ha ha.“ Að „Húsbændavökpunni“ lokinni var haldinn dansleikur í danssal samkomuhússins glæsilega. Okkur var fengið eitthvert bezta borðið í salnum og á meðan við Magnús Péturs- son áttuðum okkur á því sem var að ske -— dansinn var að komast í fullan gang og Hún- vetningar sömuleiðis — þeytt- ist Ómar um og heilsaði vinum og vandamönnum, en í fimm sumur var hann strákur í sveit hjá frændfólki sínu ekki langt frá Blönduósi. Fljótlega kom hann þó og settist hjá okkur og skömmu síðar bar þar að Magn- ús Ólafsson, formann Ung- mennasambands Austur-Hún- vetninga, mikinn heiðurs- og dugnaðarbónda, og vildi hann fá að vita hvort okkur þætti hljómsveitin of hávær. Þar sem fólki gefst yfirleitt ekki kostur á að stjórna styrk hljómsveita á dansleikjum á fslandi, lögð- um við okkur í líma við að gera ýmsar athugasemdir og á endanum voru allir ánægðir. Ómar sagðist ekki vera mikill Skemmtikrafturinn Ómar Ragnarsson. ballmaður eftir skemmtanir, enda þreytandi að standa á sviði og troða upp. Hann reykir ekki og drekkur því síður — ekki einu sinni kaffi. ,,Ég nota kannski ekki vín og tóhak — kaffi hef ég aldrei get- að bolað, mér finnst það svo vont — en maður getur nú ver- ið óhófssamur á annað, ha ha ha. Ég á til dœmis fimm börn.. Nei, heyrðu annars, þessi átti nú ekki vel við! Svo hef ég komist að því, að það er svo mikið atriði að hreyfa sig líkamlega, vilji mað- ur halda kröftum, andlega og sálarlega. Ég er því sannfærð- ur um það, að hver maður verð- ur að ákveða sér vissan tíma vikulega þar sem það gengur fyrir öllu öðru að hann hreyfi sig. Steinaldarmennimir eru mín fyrirmynd. Þeir reyktu ekki og drukku ekki, en hlupu mikið og áttu sœg af hörnum. Við hjá Sjónvarpinu erum með trimm-tíma tvisvar í viku og ég lœt þá ganga fyrir öllu öðru. Það er ekkert í veröldinni sem fær þeim þokað í burtu. Og jafnvel þótt ég hafi verið að Ekki ber á öðru en að gestir Húsbændavöku hafi skemmt sér konunglega. 28 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.