Vikan - 18.05.1972, Síða 35
Framhaldssaga eftir Adrienne Mans
Annar hluti
- Þú líkist meir deyjandi svani
en brosandi brúði, sagSi hann brosandi og
kyssti mig á nefbroddinn. Ég jafnaði
mig dálítið í bílnum hjá honum.
Hann hafSi komiS meS brúSarvönd handa
mér úr liljum og Ijósgulum rósum ...
uðumst um hálfan heiminn, en
enginn kannaðist við mig aftur.
f fyrstunni fór ég að öllu var-
lega, valdi mér annars flokks
gistihús og lét færa mér morg-
unverðinn í herbergið. Svo
borðuðum við í litlum matsölu-
húsum í krókóttum þvergötum
— af því að þau voru svo róm-
antísk, sagði ég við Robert. Við
sátum alltaf í skuggalegasta
horninu, en brátt gerðist ég
djarfari. Ég öðlaðist smámsam-
an eitthvert ímyndað öryggi og
gleymdi því alveg, hvílíkar
hættur umkringdu mig, bæði
á gangi og í svefni. Ég dró Ro-
bert með mér land úr landi, fór
með hann frá köldum stöðum
og þangað sem himinninn er
alltaf heiður og blár, og sýndi
honum leiksvæði forréttinda-
stéttanna, og þau athugaði
hann vandlega. Við heimsótt-
um fegurstu byggingar heims.
Robert fræddi mig um bygg-
ingarstíl þeirra og sögu. Ég var
í dýrasta fatnaði, en Robert
sagði mér, að ég hefði verið
alveg eins falleg í vaðmáls-
frakkanum í rigningunni. Ég
gerðist léttúðug og var svo vit-
laus að fara að ganga með hina
frægu Halensee-skartgripi, sem
höfðu kostað ævintýralegt verð
en hann sagði, að ég hefði litið
út eins og drottning með hjúkr-
unarhúfuna. Við þutum úr
einni álfunni í aðra. Ég jós út
hinu næstum ótakmarkaða
ríkidæmi mínu og sökkti okkur
: allskyns óhóf. Þegar ég hugsa
um þetta núna, geri ég mér
Ijóst, að ég var í rauninni að
strjúka. Ég hefði öðlazt styrk
af því að sjá hann ágjarnan
eða vandræðalegan, en ég vildi
blinda hann, svo að hann sæi
ekki kvíða minn, en ég gat al-
drei hrært hann. Hann lét ekki
freistast.
— Svo að þetta er þá þinn
heimur, sagði hann við mig,
einn daginn. — Ertu nú ham-
ingjusöm, Vera? Lifði hún
mamma þín svona? Hafði hún
ánægju af því?
— Mamma kunni vel að
meta gæði lífsins, en hún var
samt ekki veraldlega sinnuð
um of.
— Segðu mér eitthvað af
henni mömmu þinni. Strax
þarna á brúðkaupsferðinni
okkar, fór hann að grafast fyr-
ir innstu hugrenningar mínar,
sem ég hvorki gat né vildi láta
uppskáar.
— Það er ekki mikið um
hana að segja. Hún bar göfugt
nafn, og þar með er eiginlega
allt sagt. Allt þetta kjaftæði
um úrkynjun í göfugum ætt-
um, er ekki annað en bláber
vitleysa.
— Hversvegna segirðu það?
Hvað er að hrella þig?
— Þú sjálfur, Robert. Spurðu
mig ekki svona mikið.
— Ég verð að fá að vita það.
Ég þarf að komast að sannleik-
anum.
Já, haltu bara áfram að graf-
ast fyrir hann, hugsaði ég. Við
lágum á baðströndinni og sjór-
inn var sléttur og blikandi.
Fiskimennirnir voru að draga
netin sín, og uppi yfir okkur
sveimuðu mávarnir og biðu
eftir æti. Robert var þögull.
Hann var líka að bíða.
— Mamma fór einu sinni í
einn þessara skóla í Sviss, þar
sem höfðingjadæturnar þykj-
ast vera að læra frönsku. Hún
hitti pabba í skólafríinu, og
þau giftu sig í hvelli. Hún var
átján ára og vissi ekkert í sinn
haus. Ári seinna fæddist ég svo.
— Hvað áttu við með því, að
hún hafi ekkert vitað í sinn
haus?
— Ég á við það, að hún var
ekki annað en krakki, beint úr
skólanum. Hún var alls ófróð
um lífið.
— Hefði hún ekki annars
gifzt honum pabba þínum?
Mér fannst þessi spurning
málinu óviðkomandi.
— Ja, hversvegna ekki?
Hann var að vísu úr miðstétt-
unum, en álitlega stæður samt,
eins og þú veizt. Að minnsta
kosti var fjölskyldan honum
ekkert andvíg. Mamma tók
honum, en ekki vegna pening-
anna hans, ef þú átt við það?
— Nei, það átti ég ekki við.
Og fjölskyldan hafði ekkert við
hann að athuga?
Var einhver kaldhæðni í
málrómnum?
— Nei,' svaraði ég einbeitt.
— Nuddaðu mig svolítið betur.
Ég lá á grúfu og sólarhitinn
var mikill. Robert lét nokkra
dropa af olíu drjúpa á axlirnar
á mér og tók að nudda mig.
— Er þetta gott?
— Já, og nuddaðu allt bak-
ið, líka. Ég lokaði augunum.
— Var virkilega ekkert í
veginum hjá þeim?
— Til hvers ertu að spyrja
um það, fyrst þú veizt það allt
saman? Pabbi var náttúrlega
dálítið gamall. Þrjátíu og átta.
— Þrjátíu og átta. Ekki er
það nú sérlega gamalt.
— Næstum tuttugu ára ald-
ursmunur, góði minn, og það
er nú ekkert smáræði, svaraði
ég óþolinmóð.
— Og það var allt og sumt?
— Allt og sumt. Ég kraflaði
í sandinn með fingrinum. Ro-
bert sat með krosslagða fætur
og horfði út á vatnið. Herþota
dró gufurák á heiðan himininn
uppi yfir okkur. Eftir dálitla
þögn, spurði Robert aftur:
— Hvernig var hún mamma
þín?
— Mamma? Hún var vel upp
alin, jafnvæg í skapi, falleg og
áhugasöm íþróttakona.
Ég þagnaði.
— Þetta er nú dálítið yfir-
borðsleg lýsing, Vera.
Ég gat ekki séð nema bakið
á honum, en jafnvel það virtist
mér sterklegt. Það var kröftugt
og þverúðarfullt — ég var hrif-
in af því.
— Jæja, hvað viltu hafa það
meira? Að ég hafi aldrei þekkt
pabba og að mamma hafi ekki
elskað mig. Slepptu því alveg!
Mamma tilbað mig og ég átti
alveg eðlilega bernsku. Þú
verður að finna uppá einhverju
betra en þessu.
Þessi stríðni hripaði algjör-
Framhald á bls. 46.
20. TBL. VIKAN 35