Vikan - 18.05.1972, Page 38
um um það bil fimmtán ein-
staklingum á dag. Hún hefir
sérhæft sig í stuttbylgjumeð-
ferð og svo aðstoðar hún mig
líka við prjónaaðgerðirnar.
Hún fer bráðum að geta annast
þær upp á eigin spýtur.
Bakveiki algengust
Erik Bergström hefir fengizt
við flesta algenga sjúkdóma,
nema þá, sem hann má ekki
skipta sér af, vegna laganna,
eins og t.d. krabbamein og
marga aðra banvæna sjúk-
dóma.
í Skotlandi voru það einkum
liðagikt og bronkitis, sem hann
hafði með að gera, en í Svíþjóð
er það aðallega fólk með veikt
bak, sem leitar hans.
Prjónameðferðin gerir held-
ur ekkert gagn, ef um vírus-
sjúkdóma er að ræða. Erik
Bergström hefir ekki hugmynd
um hversvegna það er, en það
er einföld staðreynd.
— Ég hefi heldur engan,
áhuga á því að ganga inn á
svið læknanna eða að koma í
staðinn fyrir þá. Það væri gott
fyrir sjúklinga ef hægt væri
að hafa samvinnu.
— Og eitt skaltu hafa í huga,
segir Erik Bergström, — ég
held því ekki fram að ég geti
læknað fólk, þannig er því
ekki varið. Mótsett við skurð-
lækna, sem taka í burtu
kannski heil líffæri, þegar þess
gerizt þörf, þá er það mitt svið
að losa um þrengsli, stíflur og
annað, sem kemur í veg fyrir
að líkaminn geti læknað sig
sjálfur. ☆
RIFRILDIÐ SEM
GETUR BJARGAÐ...
Framhald af hls. 11.
segir dr. Bach. f vondu rifrildi
er komið með niðrandi setn-
ingar og það dregið fram sem
mest getur sært. Dæmi: „Þú
hefir brenglaðar kynferðishvat-
ir.“ „Þú ert með ödipusflækju"
og „þú ert gleðimorðingi".
í vondu rifrildi reynir hvor
fyrir sig að eiga síðasta orðið.
Að rífast bréflega eða í sima
er oft notað í vondu rifrildi:
orðin standa svört á hvítu og
það er líka auðvelt að leggja
símtólið á, þegar maður hefir
skotið frá sér eitraðri ör.
Sumar ástæður og aðstæður
geta verið háskalegar hjóna-
bandssælunni. Eftir að fyrstu
rósrauðu skýjunum léttir og
hversdagsleikinn tekur við af
hveitibrauðsdögunum, get.ur
þurft að fara að öllu með gát.
Þá reynir á aðlögunarhæfileik-
ana og það getur verið snjallt
ráð að viðra þá við og við með
hressilegu, góðu rifrildi, segir
dr. Bach.
Sumarfrí er oft þrœtuepli
Það fylgja oft allskonar
vandamál, þreyta og óvissa
fyrsta barnsburðinum, en þau
vandamál læknast venjulega af
sjálfu sér, með góðum vilja.
Kynferðisvandamál valda
líka oft misklíð. En þá þræta
hjónin oft um eitthvað allt ann-
að, og fara kringum hina raun-
verulegu ástæðu fyrir óánægj-
unni, eins og köttur kringum
heitan graut. Og einu sinni
ennþá leggur dr. Bach áherzlu
á hve nauðsynlegt það sé að
finna hina raunverulegu deilu-
ástæðu.
Oft rísa upp miklar deilur út
af sumarleyfum. Sumarleyfin
eiga að vera svo allt öðru vísi
en hversdagsleikinn, unaðsrík
og skemmtileg. En oft á tíðum
verður þetta þverfugt, hjónin
koma heim örþreytt og ergileg.
Til að komast hjá vonbrigðum
er nauðsynlegt að gera sér ljóst
fyrirfram hvað fyrir getur
komið, svo maður sé viðbúinn
sð taka á móti erfiðleikum með
glöðu geði.
Dr. Bach segir að fólk rífist
vegna þess að því þyki vænt
hvoru um annað. Jafnvel
handalögmál bera vott um það,
þótt þau séu ljót er það samt
betra en að þegja.
— En, segir dr. Baeh, —
handalögmálið er ljótt og lé-
legt deiluefni. Það sýnir að rétt
rök fyrir þrætumálum eru ekki
fyrir hendi. Það hefir ekki ver-
ið kafað til botns.
: ■ ;r. c
i» - — *- ' ~ ______
STORMUR f TEKATLI
Framhald af bls. 15.
svo skynsöm að flokka þá nið-
ur, þangað til hún komst að
raun um, að Gordon hæfði
henni bezt, og þá hafði hún
orðið ástfangin af honum.
„Það er alltaf þannig, að
annar aðilinn elskar og hinn er
elskaður," hafði hún sagt við
Jenný með sínu sæta og gáfu-
lega brosi. Gordon var auðvit-
að vitlaus í henni, hvernig
mátti annað vera? Hann var
líka steinhissa yfir þeirri
beppni að hún skyldi velja
hann.
„En þú elskar hann vissulega
líka?“ spurði Jenný áköf.
„Auðvitað,“ sagði Angela.
„Ég fullvissaði mig einungis
um, að ég elskaði rétta mann-
inn. Ég veit, að ég verð ham-
ingjusöm."
Tveim árum seinna hafði
hún reynt að fá Jenný til að
líta Pál jafn skynsömum aug-
um.“ Elskan, þú elskar hann,
láttu það ekki loka augunum á
þér fyrir því, hvernig hann
raunverulega er.“
„Við elskum hvort annað,“
sagði Jenný þrjózkulega.
„En mun það endast?" spurði
Angela og lagði mjúku, hvítu
höndina með silfurlitu nöglun-
um á handlegg systur sinnar.
„Það erum við viss um. Og
þó að ástin breytist í eitthvað
svalara og rólegra, verður það
samt dásamlegt."
Demantar Angelu glitruðu,
þegar hún dró að sér höndina.
„Páll hefur éitthvað svo
hræðilega einbeitt við sig,“
sagði hún. „Mér væri ekki um
sel."
„Mér er alveg sama,“ sagði
Jenný ákveðin. En það hefði
mér ekki átt að vera, hugsaði
hún döpur þar sem hún stóð við
bleiku útihurðina hjá Angelu.
„En hvað þú kemur mér
skemmtilega á óvart,“ kallaði
systir hennar upp yfir sig og
dró hana inn í forsalinn. „Ég
var einmitt að hugsa um þig,
hvað er nú?“
Jenný gat ekki lengur haldið
aftur af tárunum, þau streymdu
niður kinnarnar og niður á
fallega jersey-kjólinn hennar
Angelu, þegar hún faðmaði
litlu systur sína að sér.
„Ó, Jenný, elskan, hvað hef-
ur hann gert?“ spurði hún og
hin næma systurlega getspeki
hennar hafði fundið réttu
ástæðuna.
„Það var teið,“ sagði Jenný
eymdarlega. „Ef það hefði ekki
verið vegna tesins, hefði ég
verið kyrr. Og svo að hann
gleymdi afmælinu mínu og svo
margt og margt.“
„Te? Komdu nú og seztu nið-
ur og við skulum fá okkur
kaffisopa og þú getur sagt mér
allt,“ sagði Angela og fór með
systur sína inn i eldhúsið, sem
virtist jafnvel enn hreinna en
eldhús Jennýar eins og hún
hafði skilið við það.
„Hvað er þetta?“ snurði
Jenný og tárin tóku að þorna
vegna áhuga hennar á einhvers
konar Ijómandi fallegri nýrri
vél.
„Unpþvottavélin,“ sagði Ang-
e^a brosandi. „Gordon heimtaði
að ég fengi eina.“
„Ó en dásamleg. Var þetta
afmælisgjöfin þín?“
„Ó, nei,“ Angela virtist hálf-
móðguð. „Ég skal nú sýna þér
hana eftir augnablik, hún er
uppi í svefnherberginu."
Auðvitað hlaut það að vera
eitthvað fallegt, hugsaði Jenný
og mundi, að Gordon var aldrei
svo heimskur, að hann færi að
gefa Angelu eitthvað, sem ekki
félli í hennar persónulega
smekk.
„Segðu mér nú frá,“ sagði
Angela um leið og þær tóku
kaffið með sér inn í hina töfr-
andi setustofu, stofu, sem var
full af birtu, sólskini og dýrum
húsbúnaði. „Alveg frá byrjun,"
bætti hún við og hallaði sér
áfram með glampa í augunum.
„Hvernig get ég byrjað á
byrjuninni?" sagði Jenný.
„Þetta er svo margt. Ég hefði
aldrei átt að giftast honum. Við
pössum ekki saman.“
„Hm,“ sagði Angela.
„En ég skelli ekki skuldinni
bara á hann. Hann væri sjálf-
sagt ágætur með einhverri ann-
arri. En það er ég. Ég er ekki
sú rétta handa honum.“
„Þú ert indæl,“ sagði Angela.
„Þú ert sú rétta fyrir alla. Þú
ert bara of góð, það er gallinn.“
„Ég er subba," sagði Jenný,
og dýri postulínsbollinn glamr-
aði við undirskálina.
„Subba! Sagði hann það?“
Munnur Angelu herptist saman.
„Það sagði hann síðast í
morgun."
„Ó, Jenný. Hvað komstu með
mikinn farangur? Bara þessa
litlu tösku ... Ertu hætt í vinn-
unni? Auðvitað flyturðu til
okkar. Hann getur sent afgang-
inn af dótinu þínu hingað.“
Angela stóð upp og fór að
ganga fram og aftur um stof-
una. f svip hennar blandaðist
saman áhugi, fjör og reiði.
Jenný vissi ekki hvaða spurn-
ingu hún ætti að svara fyrst og
sagði: „Ég hringdi á skrifstof-
una til að segja, að ég væri
ekki vel hress í dag. Og það var
ekki lygi, mér leið hræðilega."
„Subba!“ æpti Angela,
„hvernig vogar hann sér ...“
„Hann segir, að ég sé ósnyrti-
leg, hafi aldrei reglu á hlutun-
um og viti aldrei hvar neitt sé.
Ég býst við, að þetta sé satt, en
hann er bara ósnyrtilegur líka.
Ég býst við, að hann vilji, að
ég taki til eftir hann.“
„Það er ég viss um! Og sért
ambátt hans eftir að vera búin
að vinna úti allan daginn!“
„Hann hjálpar nú til,“ sagði
Jenný. „Við skiptum með okk-
ur húsverkunum."
Allt i einu sá hún sjálfa sig
og Pál í huganum, bar sem bau
útbjuggu kvöldverðinn í sam-
38 VIKAN 20.TBL.