Vikan


Vikan - 18.05.1972, Side 41

Vikan - 18.05.1972, Side 41
menn, sem vinna hjá Gordon. Þeir eru að koma undir sig fót- unum í viðskiptalífinu og geng- ur vel. Mér datt í hug, að ein- hvern daginn ...“ „Hvað skyldi Páll segja, þeg- ar hann opnar bréfið frá mér,“ sagði Jenný döpur. „Mér þætti gaman að sjá framan í hann,“ sagði systir hennar. „Jæja, förum nú upp með töskuna þína og ég skal sýna þér allt það nýjasta, sem ég hef fengið.“ Hún er eins og smástelpa með dótið sitt, hugsaði Jenný og elti hana hlýðin, en fannst allt í einu sem hún væri eidri systirin. I svefnherbergi Angelu dáð- ist hún að heilmörgum nýjum kjólum og viðeigandi skóm og finum, örþunnum undirfötum. Hún var steinhissa, þegar hún komst að því, að mestallir nátt- kjólarnír, undirkjólarnir og buxurnar voru gjafir frá Gor- don. „Ekki dettur mér i hug, að' Páll myndi ganga i gegnum kvenundirfatadeildir svo míl- um skipti,“ sagði hún, „jafnvel þó svo að ég yrði að ganga buxnalaus." „Sjáðu þetta,“ sagði Angela og hélt á lofti einhvers konar svörtu blúnduverki með gull- 'þræði. „Hvað er þetta?“ „En buxur, elskan, buxur. Sjáðu.“ Hún opnaði fataskáp- inn og náði í einhverja flik, svarta með gullþræði. „Er þetta ekki dýrðlegt? Ég átti þetta og mig vantaði buxur við. Mér hafði tekizt að ná mér í brjósta- haldara ...“ rödd hennar var est og spennt eins og hún væri að segja frá afskaplega spenn- andi og mikilfenglegum hlut- um —• „og svo sá ég þessar buxur í búð og ég rétt svona minntist á þær við Gordon og veiztu svo bara hvað?“ „Hvað?“ „Hann eyddi öllum hádegis- matartímanum sínum í tvo daga í það að hlaupa og leita í öllum búðum, þangað til hann fann þær.“ „Þétta er ást,“ sagði Jenný lágt. „Þetta er ástin,“ samþykkti Angela. ,,Og það held ég, að írekar gleymdi Gordon sinu eigin nafni en hann gleymdi afmælisdeginum mínum.“ „Og ég sem alltaf var að gefa Páli smábendingar til að minna hann á, að senn færi að líða að afmælinu mínu og samt gleymdi hann þvi. Ég fékk að vísu fallegt kort og gjöf, en það var einum eða tveim dögum seinna. En jafnvel þetta hefði ég getað fyrirgefið honum. En teíð!“ Hún hafði verið í fýlu allan afmælisdaginn, en neitað að segja Páli, hvað að sér amaði. Næsta morgun, þegar of seint var orðið að afsaka sig, hafði hún sagt döpur, en þó sigri- hrósandi: „Hvers vegna ósk- arðu mér ekki til hamingju með gærdaginn?" Þá var hún líka farin að njóta vonbrigð- anna, og ekki bætti Páll úr skák með því að benda henni á það. „Sjáðu nú til,“ sagði hún við Angelu. „Ég gæti ekki gert Pál stimamjúkan eins og Gordon. Það er ekki eðli hans. Hann er heldur ekki mjög tilfinninga- næmur né gjarn á að láta til- finningar sinar í ljósi.“ En eitt- hvað hlýtur þó að vera við hann, hugsaði hún. Eða hvers vegna varð ég ástfangin af hon- um? „Astin er blindandi og stór- hættuleg," sagði Angela, rétt eins og hún hefði lesið hugsanir systur sinnar. „Vandræðin eru, að þú skyldir ekki átta þig á öllu þessu fyrr.“ „Á ég ekki að taka upp úr töskunni núna?“ spurði Jenný og sveið í augun af tárunum, sem hún hélt aftur af. „Jú, elskan, það skaltu gera, og svo skaltu segja mér upp alla sólarsöguna á meðan við borðum hádegisverðinn. Alla heilu söguna. Það er bezt fyrir þig að reyna að létta þessu af þér. Hvað var þetta með teið?“ spurði hún, þegar þær gengu inn í gestaherbergið. „Já, það. Stundum gleymi ég að tæma teketilinn, þú skilur, og þegar næst á að fara að búa til te, er gamalt te í honurn." Angela kinkaði kolli, en Jenný var viss um, að í hennar tekatli væri aldrei gamalt te . .. „Jæja, Páll er alltaf galinn út af þessu, þegar hann býr til te.“ í sundurlausum orðum lýsti hún rifrildinu um morguninn. Þau höfðu sofið yfir sig, rokið fram úr og rekizt hvort á annað i flýtinum. „Búðu til teið, það sýður á katlinum,“ hafði hún kallað og farið að smyrja rist- aða brauðið við borðið. „Allt i lagi.“ Hann þaut út úr svefnherberginu og fram í eld- húsið, hún heyrði ketilflautið þagna, síðan varð þögn, þá heyrðist eitthvert kynlegt skrjáf og loks var vatninu hellt í ketilinn. Hún var enn hálfsofandi, Framhald á bls. 45. Pér lærió nýtt tungumál á 60 tímum! Llnguaphðn® Verð aðeins hr. 4.500- AFBORGUNARSKIIM'AIAR lykillinn að nýjum heimi Tungumálanómsbeið á hljómplötum eða segulböndum: ENSKA, ÞÝZKA, FRANSKA, SPÁNSKA, PORTUGALSKA, ITALSKA, DANSKA, SÆNSKA, NORSKA, FINNSKA. RÚSSNESKA, GRlSKA, JAPANSKA o. fl. Hljóðfœrahús Reyhjauihur Laugauegi 96 simi: I 36 56 DfflSCDDVL IPILIU'TTINDINGS IMEEKH Bezta iausnin mælalaust PIRA-SYSTEM ÓDÝRT - TRAUST - ENGIN SKRUFA EÐA NAGLI í VEGG HÚS OG SKIP NORÐURVERI HATÚNI 4A.SÍMI 21830 20. TBL. VIKAN 4 1

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.