Vikan - 18.05.1972, Page 48
og ég talaði við nokkra blaða-
menn 1 gistihúsinu mínu í
Hamborg. Myndablöðin birtu
mynd af Wendellinghöllinni, og
á henni var ör, sem benti milli
trjánna, með textanum: Hér lá
dauöi maðurinn. En þessi mynd
var tekin á skökkum tíma árs
og var sannast að segja ekki af
rétta staðnum. Og svo var áber-
andi mynd af Timo, með ein-
hverja orðu, sem ég hafði al-
drei séð, og loks ein af Robert
að fara út úr sjúkrahúsinu,
horfandi um öxl, hissa á svip-
inn. Undir þeirri mynd stóð:
Hinn jrœgi geðlæknir. Þeim
hlýtur að hafa þótt það miður,
að hann skyldi vera i venjuleg-
um fötum, því að læknar eru
alltaf svipmeiri í hvíta sloppn-
um. En mamma var þá að
minnsta kosti svipmikil á mál-
verkinu eftir Sir Graham
Kerby, í reiðfötunum, drembi-
leg á svipinn og naldandi í
tauminn á Mohrchen, vegna
þess, að hann gaf svo góðan
bakgrunn. Raunverulega kom
mamma aldrei á bak Mohrchen.
Ég átti hann, og ég hafði aldrei
kunnað við þessa mynd, sem
var afskaplega hégómleg. Svo
var mynd af mér í skólafötum.
Undir myndinni af mömmu
stóð: Sorglegt slys eða morð?
Fögur prinsessa misst jafnvœg-
ið, en undir myndinni af mér:
Sautján ára erfingi saklaust
fómarlamb fjölskylduharm-
leiks. Mamma var nú engin
prinsessa og ég var átján ára
þegar þetta gerðist, en þetta
var ágætur blaðamatur. Næstu
daga kom svo bankaránið
mikla í London, njósnamál í
Bandaríkjunum og jarðskjálfti
í Grikklandi á útsíðurnar, og ég
gleymdist smámsaman. Nú
hafði ég ekki lengur neitt að
óttast. Nema af Roberts hálfu,
vitanlega.
Nú fór ég aftur að fá bréf.
Nokkrir gamlir kunningjar
sendu mér hóglega orðaðar
hamingjuóskir, á heimilisfang-
ið mitt í Hamborg. Ég heim-
sækti þær aldrei. Betlibréfun-
um — ýmist vesældarlegum
eða ósvífnum — fleygði ég 1
ruslakörfuna. Þegar þessu var
lokið, voru aðeins eftir tvö bréf
á borðinu hjá mér, sem ég
þurfti að athuga nánar. Þau
voru einkennileg og hvort öðru
lík, enda höfðu þau komið
sinn daginn hvort. Bæði voru
í ómerkilegum grænum um-
slögum og stimpluð í Frank-
furt. Bæði voru úr stöfum,
klipptum út úr dagblaði,
skeyttum saman. Það fyrra
hljóðaði þannig:
„Bernd veit betur... Fyrir
því kippi ég klæðafaldi þín-
um upp að framan, svo að
blygðan þín verði ber. (Jer.
xiii, 26)“.
Og það síðara:
„Hversvegna hefur ekkert
verið rannsakað í Sviss —
svo að óma mun fyrir báðum
eyrum allra þeirra, er það
heyra. (Jer. xix, 3.)“.
Aðeins fyrri setningarnar
voru markverðar. Hitt kom
sýnilega úr Biblíunni og aðeins
sett til skrauts, eða í hæsta lagi
gat það, á réttri stundu, gefið
bendingu á sendandann. Þarna
var engin undirskrift, ekki einu
sinni þetta venjulega: „Velunn-
ari“. Alls ekkert. Ég starði
stundarkorn á strikaða pappír-
inn. Báðar arkirnar höfðu ver-
ið rifnar út úr sömu pappírs-
blokkinni. Það var þó að
minnsta kosti óvarkárni. Utan
á var skrifað með upphafsstöf-
um og bleki. Það var að
minnsta kosti heimskulegt og
gat gefið lögreglunni bendingu.
Ég hugsaði mig um andartak,
tók síðan kveikjarann minn,
hnoðaði blöðunum saman og
fór inn í svefnherbergið. Ég
brenndi hverja bréfkúluna fyr-
ir sig, svo hitinn yrði ekki of
mikill, sneri þeim til og frá, til
þess að lífga eldinn og dreifði
svo öskunni. Ég var fljót að
hreinsa svörtu blettina á vask-
inum með naglabursta, en
svörtu blettirnir á huga mínum
voru óafmáanlegir.
Ég gekk út að glugganum og
horfði út yfir Alster og húsin,
sem umluktu hana svo fallega.
Þetta var rétt fyrir jól. Svan-
irnir voru farnir til vetrardval-
ar — nokkrir drekkhlaðnir
kolaprammar siluðust hægt
áfram á dökku vatninu. Fyrstu
ljósin klufu myrkrið. Fingur-
inn á mér dró nafnið Bernd á
raka gluggarúðuna. Hver var
Bernd? Var hann þessi nafn-
lausi bréfritari? Hvað vissi
hann og hvað vildi hann? Og
hvað var þetta bull um Sviss?
Ég dró skotskífu á rúðuna. Var
bað hún? Mamma hafði alltaf
hitt miðdepilinn. Engum hafði
nokkurntíma dottið Sviss í hug.
Og til hvers hefði það líka ver-
ið? Og vitnisburðurinn hafði
líka verið greinilegur — þetta
hafði verið einfalt mál og al-
vanalegt. Einnig sektarjátn-
ingin. Og glæpurinn hafði ver-
ið afnlánaður. Ég tók vasa-
klútinn minn og þurrkaði af
rúðunni með skjálfandi hendi.
Ég gat alveg heyrt mömmu
segja:
— Ég veit, hvað ég var að
gera. Ég vissi, hvað ég var að
gera. Aftur og aftur.
— Bjóstu við þessu mamma?
En Alster gaf ekkert svar.
Ég fór heim þá um kvöldið.
Ég gat ekki þolað einveruna
lengur. Erindi mínu í Ham-
borg var lokið og búið að
ganga frá afsölunum. Ég hafði
keypt timburhús, skammt frá
Belvedere, af kaupsýslumanni
í Hamborg, sem vildi hafa ró
og vera sem lengst burtu frá
skothríðinni og heræfingunum.
Húsið var hreinasti draumur.
Robert yrði áreiðanlega ánægð-
um með það. Við höfðum til að
byrja með leigt okkur íbúð,
skammt frá litlu borginni þar
sem við höfðum verið fyrsta
daginn saman — annars
skammt frá nýja húsinu, og
það var þægilegt.
Þetta var þriggja tíma akst-
ur frá Hamborg, ef eins hratt
er ekið og ég geri. Vatnsborinn
máni sigldi að baki þéttum
skýjum. Vegirnir voru auðir og
silfruð tré sáust eins og ein-
hverjir draugar í ökuljósunum.
Héri þaut yfir veginn fyrir
framan bílinn. Ég lagði sofandi
þorp að baki, og svo ljósin í
borginni. Dálítið stöðuvatn
glitraði sem snöggvast í tungl-
skininu og hvarf síðan áður en
það fékk ráðrúm til að verða
raunverulegt. Svo kom hlykkj-
óttur kafli, sem liggur kringum
Bevedere og síðan eitthvað út
í buskann og einmitt þessvegna
er ég hrifin af þessum vegar-
kafla. Til beggja handa eru
þyrnóttir runnar, kvikir af lífi
á vorin, þegar fuglarnir eru að
verpa og feimin blóm opna sig
fyrir býflugunum. En nú var
þarna allt fullt af púkum —
rauðum til hægri en grænum
til vinstri við veginn, mýgrút-
ur af ofurlitlum skrímslum með
löng nef og svarta hornkennda
fingur, sem ráku út úr sér
tunguna móti mér.
— Hvert ertu að fara, syst-
ir? æptu þeir rauðu. — Nú
tökum við þig.
— Hvert ertu að fara, syst-
ir ... Nú var það málrómur Ro-
berts.
— Til helvítis, læknir, svör-
uðu beir grænu með stríðnum
skrækjurómi. Og svo steig ert-
andi hláturbylgja upp úr gap-
andi kjöftunum á beim. — Ég
te> big . .. ég tek þig!
Ég steig í botn og tók svo
S-beygiu. svo að hvein í hjól-
börðunum, nú var ekki eftir
nema brúin og þá var ég kom-
in á leiðarenda.
En á brúnni stóð Timothy í
lafafrakka, grannur eins og
unglingur. Á brjóstinu bar
hann þessa framandlegu orðu,
eins og á myndinni í blaðinu,
en nú var hún orðin á stærð við
disk. Um varir hans lék þetta
einkennilega og ósegjanlega
drembilega og ginnandi Timo-
bros. Ofurlítill blóðlækur lá
frá öðru munnvikinu og alla
leið niður á skyrtuna, og tenn-
urnar glitruðu eins og fosfór-
logi.
— Bernd veit meira, sagði
Timothy.
Svo kom allt í senn: öskrið í
mér, ískrið í hemlunum og
höggið, þegar bíllinn lenti á
grindverkinu á brúnni. En svo
var ég ein, með nóttinni. Vatn-
ið gjálpaði undir brúnni, með-
an ég sat þarna, næstum tíu eða
iafnvel tuttugu mínútur, hreyf-
ingarlaus með höfuðið hvílandi
á handleggjunum ofan á stýr-
inu, þangað til ég treysti mér
til að standa á fótunum. Þá
brölti ég út úr bílnum og at-
hugaði skemmdirnar. Það var
ekki annað að en það, að ann-
að framljóskerið var brotið og
höggdeyfirinn rifinn frá og
annað frambrettið beyglað. Það
var allt og sumt. Ég er áreið-
anlega fullsæmilegur bílstjóri.
Ég kom ekki heim fyrr en
um klukkan eitt, og fann Ro-
bert í fasta svefni. Ég afklæddi
mig og lagðist við hliðina á
honum, en hann rótaði sér ekki.
Prúðmenni hefði nú vaknað,
hugsaði ég. Það hefði Timothy
gert. Vel upp aldir höfðingjar
sofa laust. Það eru ekki nema
sveitamenn, sem sofa svona
fast. Ég man eftir, að Timothy
sagði einu sinni við mömmu:
— Höfðingjablóðið segir til sín.
Hvenær var það nú aftur? Hve-
nær vorum við að tala um
blóð? Ég gat ekki munað það.
Ég var þreytt. Mömmu blóð
hafði verið blátt, og eins Tim-
othys; vitanlega ekki í bókstaf-
iegum skilningi — ekki þegar
það rann. En sjö-átta hundruð
ára gamalt? Ég fór að reikna.
Ætt mömmu mátti rekja aftur
til krossfaranna. Hvenær voru
þeir nú uppi. Ég var orðin grút-
syfiuð. Og ég hafði aldrei verið
stálslegin í sögu. Mohrchen
var líka höfðingi, hugsaði ég
með hlýiu. Allt í einu fór ég
að þrá Mohrchen. En svo sofn-
aði ég og mig dreymdi rautt
bióð. Rautt er hollur litur. en
rautt og biátt gerir fiólub1átt.
ýp pr kvnblendipyur f æðnm
mínum rennur fiólubhét.t þlóð.
Og fiólublátt er eitrað... Ég
p' eítruð... Æ. ég var aiveg að
kafna. Framhald í nœ.sta blaði
48 VIKAN 20.TBL.