Vikan


Vikan - 01.06.1972, Qupperneq 11

Vikan - 01.06.1972, Qupperneq 11
SISSEL BIONG, útlitsteiknari og móðir fimm ára drengs. BJÖRG SVENDSEN, fulltrúi og móðir þriggja Ara drevgs. SVERRE SÆTRE, ráðunaptur, faðir þriggja barna, sem öll eru komin á skólaaldur. STEIN LAGE STRAND, ritstjómar- fulltrúi, uppeldis- frœðingur að mennt og hefir starfað sem kennari í tíu ár. Han ner þriggja barna faðir. WILLEY OLSSON, i/firlœknir og barna- sálfrœðingur. fastar reglur, það er svo mikið undir hverjum einstaklingi komið, en þetta er ábyggilega eitt af mikilvægustu atriðum barnauppeldisins. Sissel Biong: Ef talað er um það að slá aftur, verður mér á að hugsa mér sjálfa mig í þeirri aðstöðu: í fyrstu hika ég ósjálfrátt, svo reyni ég að tala við árásarmanninn. Þar næst reyni ég að stjaka frá mér og ef ekkert af þessu dugar, þá sé ég ekki annað ráð en að svara í sömu mynt. Ég vil reyna að skýra það fyrir barni mínu að það eigi engan rétt á því að slá til að koma vilja sínum fram, — að það að berja einhvern, sé það sama og að viðurkenna ósigur sinn og að það sé ekki niður- lægjandi að hafa á röngu að standa. Ég reyni að gefa skýr- íngu á því að lélegasta og síð- asta vörnin, sé að berja frá sér. Jákvætt svar mitt er því mjög skilorðisbundið. Björg Svendsen: Þar er ég sammála. Það má umfram allt ekki venja börn á að berja frá sér í tíma og ótíma. En ég vona að ég verði svo mikil trúnaðarmanneskja sonar míns að mér sé ljóst hverju sinni hvað um er að ræða og geti þá reynt að ráða honum heilt. Mér finnst mjög nauðsynlegt að styrkja sjálfsmat barnsins. Sverre Sætre: Já, börn verða að skilja að þau verða sjálf að verja sig og taka á móti. Ég er á fnóti því að tala um að slá aftur, að taka á móti getur verið svo margt annað. Foreldrar leggja aldrei of mikla þolinmæði og hyggindi í að upplýsa börnin á þessu sviði. Það er alltof auðveld og vafasöm lausn að vorkenna barninu, þegar það kvartar undan því að hafa „tapað“. Það er blanda sér tilefnislaust í málefni barnsins. Við munum kannski sjálf eftir því frá skólaárunum hve við kennd- um í brjósti um krakkana, ef mæður þeirra komu fram á leikvöllinn til að verja þau fyrir einhverju sem ekkert var. AÐ VERA OPINSKÁR ER EKKI ÞAÐ SAMA OG AÐ KLAGA Stein Lage Strand: É'g held það sé gott að kenna börnum hvorttveggja, bæði að „rétta fram hina kinnina" og að „taka á móti“. Það er reynd- ar ekki svo mikið á mununum. Ég trúi ekki svo á „heiðurs- mannshugsjónina", sem meðal annars bendir á að maður eigi ekki að ráðast á lítilmagnann og ekki að koma sínum eigin- gjörnu skoðunum á framfæri með því að nota valdið. Ég ímynda mér líka að maður nái nokkuð langt með því að segja börnunum að önnur börn sláist kannski vegna þess að þau eigi eitthvað erfitt sjálf. Þá verð- ur auðveldara að taka stríðni frá leikfélögum. Og hvað klögumálum viðvíkur, þá er ég sammála um það að það er ekki alltaf beinlínis um klögu- mál að ræða. í skólum okkar ríkir oft einhver yfirgangs- stefna, sem gerir það að verk- um að börnin þora bókstaflega ekki að segja frá neinu heima hjá sér. Það er því nauðsyn- legt að barnið sé frjálst og op- inskátt á heimili sínu, það ger- ir foreldrunum kleift að fylgj- ast með því hvernig barnið leysir vandamál sín. Það er alltof auðvelt að afgreiða þau mál með því að segja barninu að „slá á móti“ eða að lofa því að greiða úr vandræðum þeirra, segja: „ég skal sjá um þetta“. Sissel Biong: Það er mjög þýðingarmikið fyrir allt sam- félagið að allir foreldrar tali hreinskilnislega og hiklaust um þetta atriði með að „slá á móti“ við börn sín, sem verð- andi foreldra. Við sem tökum þátt í þessum umræðum verð- um að gera okkur ljóst að þess- ar spurningar eru jafn áríð- andi og þær eru algengar. Við erum ekki eingöngu að ala upp börnin okkar, við erum að mynda samfélag. Björg Svendsen: Já, og mig langar til að leggja áherzlu á að við verðum að gefa okkur góðan tíma til athugunar, þeg- ar börnin okkar eiga i hlut. Við megum ekki gleyma því að ef börnin okkar eiga í útistöðum i tíma og ótíma, getur það ver- ið merki þess að þau séu á þann hátt að leita nánara sam- bands við foreldrana. í sambandi við þessa spurn- ignu vil ég taka það fram að ég held að við vinnum mest á með því að kenna börnum okkar samningaleiðina. sem sagt: „eigum við ekki að vera saman", í stað þess að segja: „þetta skaltu fá borgað". Smá- vægileg misklíð á milli barna er ákaflega eðlileg og lagast venjulega af sjálfu sér. Sverre Sætre: Einmitt. Ná- ungans kærleiki byggist ekkf eingöngu á því að segja já og amen. Það geta líka komið fyrir atvik, sem eru alvarlegs eðlis og þá er nauðsynlegt að vera á verði. Stein Lage Strand: Maður agar þann sem maður elskar, segir málshátturinn. Það hef- ur mikið til síns máls, ekki sízt hvað börnin snertir. Það er oft nauðsynlegt að refsa barninu, af umhyggju fyrir því sjálfu, en þá verður orsökin líka að vera svo augljós að barnið skilji það. Það þyrfti lika kannski oftar að varpa ljósi yfir orsökina til þess að foreldrar segi börnum sínum að slá aftur, það gæti verið að ástæðan væri einfaldlega sú að þeir þola ekki börn nágrann- ans . . . ? Hvað segir barnasálfræðing- urinn, Willey Olsson yfirlækn- ir?: • Einhver frekja býr í hverjum manni. Stundum verðum við að gera það upp við okkur hvort við ætlum að láta troða á okkur eða nota okkur. Þannig er það líka með börnin. • í dýrarikinu verða sumar dýrategundir að berja frá sér, til þess að eiga sér lífs von. • Fullorðið fólk getur fund- ið reiði sinni farveg með ýmsu móti, með kaldhæðni, stríðni, glettni og rökræðum, ef í það fer. Það er nauðsynlegt eðli- legu jafnvægi. Barnið verður líka að fá tækifæri til að marka sína línu, „hingað og ekki lengra". Framhald á bls. 44. 22. TBL. VIKAN 1 1

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.