Vikan


Vikan - 01.06.1972, Page 22

Vikan - 01.06.1972, Page 22
«c þetta við Jean Renard, þar sem mér skildist að hann væri yf- irleitt alls staðar með í ráðum. En hann vildi ekki segja álit sitt. Anfísa hafði sagt mér að Jean væri sonur Frakka, sem hafði kvænzt stúlku af ætt greifans og að greifinn hefði tekið hann í fóstur, þegar hann missti foreldra sína. Það skýrði betur fyrir mér stöðu hans á heimilinu. Mér kom ágætlega saman við Ivan gamla, sem hafði fylgt mér frá Finnlandi og með hjálp hans er Símons bróður- sonar hans, tókst mér að velja rólegan smáhest fyrir dregn- inn. Það tók nokkuð langan tíma að fá Paul til að reyna, en ég var ekki lítið hreykin þegar ég fékk hann á bak og hálfum mánuði síðar mættum við Paul Dmitri greifa, þegar við vorum að ríða gegnum skóginn. Jean var í fylgd með greifanum, sem ljómaði af ánægju. — Þarna sérðu, Jean, það er satt sem ég sagði þér, þessi stúlka er stórkostleg! Og hvert er ferðinni heitið? —• Paul ætlar að sýna mér þorpið. Ég hef heyrt að það sé nýlega búið að byggja skóla, mig langar til að sjá hann. —- Ef þið eruð heppin, þá hittið þið líka eitthvað af nem- endunum, þegar ávaxtatínslan hefst, þá hverfa allir úr skól- anum. Berið Maryu Karlovu kveðju mína og segið henni að við reiknum með að hún komi til Arachino til að hjálpa okk- ur fyrir dansleikinn. Það var eins og hann tæki það sem gefið að ég vissi hvern hann var að tala um. Ég held að honum hafi ekki verið Ijóst að konan hans hafði aldrei talað neitt við mig og ég átti ekki gott með að skilja þjónustufólkið, sem talaði að- eins rússnesku. Þorpið leit allt öðruvísi út í maísólinni, en þegar ég sá það fyrst við komu mína. Limgerð- ið kringum litlu kirkjuna var nú alsett hvítum blómum. En þegar við riðum í gegnum þorpsgötuna, gat ég ekki ann- að en borið fátæklegu kofana saman við glæsileg húsakynni á Arachino og allan munaðinn þar. Kofarnir voru líkastir gripahúsum, enda var ekki annað að sjá heldur en að hús- dýrin væru í sömu húsum og fólkið. Þegar við komum að litla skólahúsinu var hópur barna að ryðjast út og hvarf fljót- lega niður eftir götunni. Ung stúlka, í svörtu pilsi og út- saumaðri blússu kom brosandi á móti okkur. — Það er erfitt að sitja inni í svona góðu veðri, sagði hún. •— En hve gaman er að sjá þig, Paul. Þetta hlýtur að vera kennslukonan þín. Komið inn bæði tvö. Við gengum inn í skólastof- una og Paul varð strax hug- fanginn af íkorna, sem þar var í búri. — Ég heiti Marya Karlova, sagði hún og við brostum hvor við annarri. Ég hafði það á tilfinningunni að mér ætti eft- ir að líka vel við þessa stúlku. — Marya, hvenær kemur Andrei frændi í heimsókn, spurði Paul. — Það er svo langt síðan ég hef séð hann. — Hann kemur líklega á dansleikinn, sagði Marya. — Já, greifinn bað mig að bera yður kveðju og sagðist vonast eftir aðstoð yðar. Hvaða dansleikur er þetta? — Hefur enginn sagt yður það? Það var undrunarsvipur í gráum augum hennar. — Það er alltaf haldinn dansleikur á afmæli greifafrúarinnar í júní- lok. Það er mikil hátíð og fólk kemur alls staðar að úr Rúss- landi. É'g hef nú grun um að þér fáið að skrifa boðskortin þetta árið. — Ég er hrædd um að greifa- frúin hafi ekki háar hugmynd- ir um mig. — Ekki? Hún ætti nú að vera yður þakklát. Þér hafið gert svo mikið fyrir drenginn. Við héldum að hann fengist alls ekki til að fara á hestbak fram- ar. — Hvað kom fyrir? Ekki einu sinni Anfisa fæst til að segja mér það. Hún leit snöggt á mig, svo sagði hún: — Það var slys, hvað sem þau segja. Paul var með Andrei föðurbróður sín- um í reiðtúr. Andrei hefur allt- af verið góður við drenginn og passað hann vel. Það var eitthvað sem fældi hest Pauls, hann prjónaði og drengurinn féll af baki og lenti í læknum. Andrei var á Suleima, hesti Natösju og hann fældist líka, enda er hann svo fælinn að hann þolir varla skrjáf í laufi. Andrei var lengi að ná taki á honum og snúa honum við. Þá voru nokkrir bændur og Ren- ard komnir á staðinn. Þeir gátu bjargað drengnum, en hann hefði drukknað, ef þeir hefðu komið síðar. Hann var með- vitundarlaus og lá með höfuð- ið niðri í vatninu. — Og svo er föðurbróðirinn ásakaður fyrir að hafa ætlað að myrða drenginn. — Það er hreinasta lygi, sagði Marya og augu hennar skutu gneistum. — Það er hræðileg lygi. Ef Natsja heldur þessu ennþá fram, þá er tími til kominn að einhver komi vitinu fyrir hana. Ég varð furðu lostin yfir þeim hita sem bjó í rödd henn- ar. — Ásakaði hún hann opin- berlega fyrir þetta? — Já, strax þegar hún sá hann. Fyrir framan lækninn og alla viðstadda. Hún sagði að hann hefði riðið leiðar sinnar, án þess að hjálpa drengnum. Það var hræðilegt hneyksli. Andrei fór strax í burtu. Hann hefur komið hingað nokkrum sinnum, en hann hefur aldrei farið til Arachino síðan. Áður en við fórum bað Mar- ya mig um að heimsækja sig. — Ég bý á Ryvlach, einum af smábýlum greifans. Það er al- veg mátulegur reiðtúr þangað og ég er alltaf heima um helg- ar. Paul var skrafhreyfinn á leiðinni heim og bætti við stykkjum í raðþrautina, sem ég hafði myndað mér um fólk- ið á Arachino og það vo’ru stykki sem vöktu forvitni mína. — Ef Andrei frændi kemur á dansleikinn hennar mömmu, getum við þá ekki líka farið til Ryvlach til að hitta hann, það er miklu skemmtilegra þar en á Arachino, Rilla? f fyrra kom hann með bjarnarunga, þegar hann kom af veiðum og hann hefur lofað að færa mér bjarnarunga seinna, þegar ég er orðinn stærri. Mamma vill ekki að ég fari til Ryvlach, en Marya er þar alltaf, Andrei frændi býr hjá henni. Þetta kemur þér ekki við, sagði ég við sjálfa mig. Vertu ekki að skipta þér af málefn- um annarra. En ég gat nú samt ekki látið hjá líða að hugsa um þetta. Nokkrum dögum eftir að ég hafði hitt Maryu, var ég köll- uð inn til greifafrúarinnar. Eg hafði aldrei fyrr komið inn í svefnherbergi hennar og ég rak upp stór augu. Það var svo skrautlegt, búið gylltum, frönskum húsgögnum og rúm- ið var eins og geysistór bátur með rósrauðum tjöldum, sem voru borin upp af gylltum englamyndum. Knipplinganær- föt og hýjalínsþunnir silki- sokkar lágu á víð og dreif út um allt herbergið. Sjálf var Natasja klædd í glæsilegan morgunslopp með hárið laust yfir axlirnra og hún var und- ursamlega fögur. — Ég vil helzt að þér farið ekki með Paul til þorpsins eða látið hann hitta Maryu Kar- lovu. Skiljið þér það? — En madame, það er nauð- synlegt fyrir drenginn að hitta fólk. — Skólinn er fyrir börn bændanna, ekki fyrir son minn. — Hann hefur gott af því að vita hvernig önnur börn lifa lífinu. — Þér skuluð ekki reyna að þrefa við mig. Það var reiði- glampi í dökkum augunum. — Ég hef sagt yður meiningu mína og það á að vera yður nóg. — Auðvitað, madame, en hvað mig sjálfa áhrærir, þá hef ég hugsað mér að hitta kennslukonuna aftur. — Þér um það. Svo var það ekki annað. En ég ætla að biðja yður að taka þennan nafnalista og kortin, sem liggja á skrif- borðinu mínu, fylla þau út og sjá um að þau verði póstlögð sem fyrst. Þér megið fara! Hrokafull framkoma hennar og skipandi röddin gerði mig fokvonda, en ég reyndi að sitja á mér, tók listann og fór. Sem betur fór tók undirbún- ingurinn undir dansleikinn hverja stund næstu vikur. All- ir virtust eiga fullt í íangi, en ég gat stolizt burt þrem vikum fyrir dansleikinn, til að ríða yfir til Ryvlach. Það var heitt þennan dag og skógurinn angaði af harpix. Þegar ég kom út á engið skein sólin á rauðar valmúubreið- urnar og suðið í engisprettun- um fyllti loftið. Ryvlach var fallegt lítið hús í niðurníddum skrautgarði, sem var fullur af heslirunnum og .mosavöxnum steinbekkjum. Marya lá á hnjánum og var að hreinsa illgresi úr rósabeði. Hún stóð brosandi á fætur, þegar hún kom auga á mig. — Komdu og heilsaðu upp á Veru gömlu frænku, meðan ég Framhald á bls. 34. 22 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.