Vikan


Vikan - 01.06.1972, Page 46

Vikan - 01.06.1972, Page 46
MIPftPRENTUN Takiö upp hina nýju aðferð og látið prenta alls konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, til- kynningar, kvittanir o.fl. á rúllupappír. Höf- um fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmis konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLVSINGA HILNIR hf Skipholti 33 - Sími 35320 minn bað mig þess, en ég ein- faldlega gat það ekki. Móðir mín hefði ekki getað það held- ur.“ Dr. Jiirgen Burkhardt, dóm- iar í Miinchen, segir: „Ef Edith Simon hefði af meðaumkvun látið undan föður sínum og hjálpað honum til að stytta sér aldur, væri hún sek orðin að lögum. Þar stendur að hver, sem deyðir mann að einlægri bæn hans, skuli sæta fangelsis- vist frá sex mánuðum til fimm ára. En síðustu dagar Eduards Simons — var hægt að kalla það „líf“? Læknar, prestar og lögmenn sjá sér ekki annað fært en svara þessari spurningu játandi. Dr. Lothar Witzel, læknir og vísindamaður starfandi við há- skólann í Nurnberg-Erlangen, orðar sitt svar sem svo: Ein ástæðan til þess, að ekki er hægt að stytta manni aldur, hversu veikur sem hann er og hversu mjög sem hann óskar dauðans, er að kannski strax á morgun gæti uppgötvast lyf, sem gæti bætt þann sjúkdóm. Annar læknir, sem spurður var þessarar spurningar, sagði frá skólafélaga sínum, sem veikst hafði af Edocarditis lenta (bólgu í himnunni innan á hjartanu). Sá sjúkdómur var þá ólæknandi, og stúdentinn framdi sjálfsmorð. En aðeins hálfu ári síðan tókst í fyrsta sinn að lækna tilfelli af sjúk- dómnum með sulfonamide. Sánkti Kristófers-spítalinn í Lundúnum segir sína sögu um að fljótt gæti gengið út í öfgar ef farið yrði að slaka á hinu stranga banni við líknardauð- anum. f sjúkrahús þetta, sem rangnefnt hefur verið „dauða- klínik" eru að vísu einungis lagðir inn sjúklingar, sem önn- ur sjúkrahús hafa gefið upo á bátinn. Engu að síður yfirgefa fimmtán prósent sjúklinganna sjúkrahús þetta spillifandi, og dæmi eru til þess að þeir hafi eftir það hjarað allt að fjórum árum við sæmilega líðan. Dr. Cecily Saunders, sem veitir sjúkrahúsinu forstöðu, treystir á fleira en, tæki og lyf til baráttunnar gegn dauðan- um. „Hræðsla og örvænting, áhyggjur af fjölskyldunni, ein- manaleiki og vonleysi er oft erfiðara viðfangs en krabbi,“ segir hún. Hún leggur því, áherzlu á að styrkja sjálfstraust og andlegt öryggi sjúklinganna. Tilraun hennar hefur tekizt svo vel að nú stendur til að reisa fleiri slík sjúkrahús fyrir dauð- vona fólk. ☆ — Þessi hattur klæðir yður líómandi vel. 46 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.