Vikan


Vikan - 30.11.1972, Blaðsíða 4

Vikan - 30.11.1972, Blaðsíða 4
Nokkrar nýjar bækur frá Leiftri Guðrún frá Lundi: Þriðja bindi sögunnar Utan frá sjó. Kristleifur Þorsteinsson frá Stóra-Kroppi: Ur byggðum Borgar- fjarðar, 2. bindi. Bergsveinn Skúlason: Lent með birtu. Frásagnir um Breiðafjörð og Breiðfirðinga. Guðmundur Einarsson frá Brjánslæk: Fokdreifar. Þjóðlegar frá- sagnir og minningar. Ólafur Jónsson, búnaðarráðunautur á Akureyri: Æviminningar, 2. bindi. Þorsteinn Matthíasson: Æviminningar Matthíasar Helgasonar frá Kaldrananesi. Á faraldsfæti. Fyrra bindið hét „Að morgni". Cæsar Mar: Vitinn. í fyrra kom út eftir Cæsar Mar bókin Ur djúpi tímans. Þóra Marta Stefánsdóttir: Niðjatal Jóns Benediktssonar og Guð- rúnar Kortsdóttur. Pétur Magnússon frá Vallanesi: Til mín laumaðist orð. Erindi sem fjalla um efni á vegum trúar, siða, uppeldis, heimspeki og fagurfræði. Björn Magnússon: Vestur-Skaftfellingar 111. bindi. Ritið verður fjögur bindi. Síðasta bindið kemur út næsta haust. Afmælisrit til dr. phil. Steingríms J. Þorsteinssonar. I ritið skrifa 19 af nemendum dr. Steingríms. Guðmundur Hannesson, prófessor: 1. Islenzk læknisfræðiheiti. 2. Alþjóðleg og íslenzk líffæraheiti. Tvær merkar bækur og nauðsynlegar. Kristín M. J. Björnson: Darraðardans, ástarsaga. Kristín R. Thorlacius: Börnin á Bæ og sagan af Kisu. Barnasaga. Guðrún Guðjónsdóttir: Dúfan og galdrataskan. Barnasaga. Martinus: Heimsmyndin eilífa. II. bindi. Louise Hoffman: Kaldrifjuð leikkona. Dularfull og spennandi saga fyrir stálpaða unglinga. Walter Trobisch: Ég elskaði stúlku. Ástarsaga frá Afríku. Benedikt Arnkelsson þýddi. C. S. Forester: Sjóliðsforinginn. Saga um sjóferðir og svaðilfarir. Peter N. Walker: Carnaby á ræningjaveiðum. Leynilögreglusaga um stórfellt járnbrautarrán. Auk þess koma út, eins og undanfarin ár, nokkrar barna- og unglingabækur: Tvær bækur um Bob Moran, tvær um Frank og Jóa, tvær um Nancy, ein um Pétur Most, ein um Tomma litla o. fl. — Verði bókanna er stillt í hóf, eftir því sem frekast er unnt. LEIFTUR PéSTURINN Hlíðardalsskóli Elsku Póstur! Getur þú frætt mig eitthvað um Hlíðardalsskóla? Til dæmis hve- nær hann var stofnaður, hver stofnaði hann og fleira í þeim dúr. Líka hvaða símanúmer þar er, hvaða kennarar, hver er skólastjóri og hve margir nem- endur eru þar. Jæja, þá held ég, að ég sé búin að ryðja úr mér spurningaflóðinu, fyrir ut- an þessar sígildu: Hvernig eiga tvíburi og tvíburi saman? Hvern- ig er skriftin, og hvað lestu úr henni? Ólöf. Hliðardalsskóli í Ölfushreppi, Árnessýslu er gagnfræðaskóli, sem hefur starfað í 22 ár. Hann hefur sérstaka landsimastöð. — Hann er stofnaður og rekinn af Aðventistasöfnuðinum, sem hefur skrifstofu í Ingólfsstræti 21, Reykjavík. Skólastjóri Hlíð- ardalsskóla er Júlíus Guðmunds- son, og kennarar með honum eru fimm. 86 nemendur eru í skólanum í vetur, og telst hann fullsetinn. Ætlirðu þér að sækja þar um skólavist er rétt að sækja ekki síðar en í apríl—maí. Tvrburar falla auðveldlega hvor fyrir öðrum, en sambúð getur orðið brösótt. Skriftin er snotur og bendir til sjálfstrausts, hrein- skilni og öriætis. Svar til einnar í ástarsorg Það vantar ýmsar upplýsingar í bréfið þitt, til þess að við get- um fyllilega áttað okkur á að- stæðum þínum. M. a. segirðu ekki, hvort maðurinn er ennþá kvæntur, en það skiptir auðvit- að miklu máli. Þú spyrð, hvort þú eiqir að láta sem þú þekkir hann ekki, þegar hann kemur heim eftir langa fjarveru. Það væri fáránlegt. Vertu eins eðli- leg við hann og þú getur, en hvort þú átt að gefa honum f skyn, að þar á bak við búi eitt- hvað annað en vinátta, fer vita- skuld eftir því, hvort hann er ennþá kvæntur maður. Liklega er hann það ekki, fyrst þú telur fullvíst, að hann láti þig ekki í friði. Eins og þú leggur málið fyrir, virðist móðir þfn hafa farið eitthvað klaufalega að hlut- unum, en vafalaust hefur hún talið sig vera að gera það eina rétta. Hitt er svo ekki ólíklegt, að einmitt afskipti hennar af málinu hafi orðið til þess, að þú miklir tilfinningar þínar í garð þessa manns, og ef til vill breyt- ist afstaða þin til hans, þegar þú sérð hann aftur, því að eins og máltækið segir: fjarlægðin ger- ir fjöllin blá og mennina mikla. Vonandi tekurðu gleði þína fljótt aftur, því að þetta stutta líf hefur upp á alltof margt að bjóða til þess að hægt sé að eyða því í ástarsorg og volæði. Bæði feimin Elsku Póstur! Ég hef alltaf ætlað að skrifa þér, en alltaf hætt við það, en nú verð ég að gera það. Þannig er mál með vexti að ég er ofsa- lega hrifin af strák, og ég veit að hann er hrifinn af mér. En vandamálið er að við erum bæði feimin. Hvernig á ég að fara að því að krækja mér í hann? Ég vona að þetta bréf lendi ekki í ruslakörfunni ykkar. Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Ein í ástarsorg. í=^l Byrjaðu á þvi að tala við hann um eitthvað, sem þú gætir imyndað þér að hann hefði áhuga á, kvikmyndir, plötur eða eitthvað annað. Þá ætti smám saman að draga saman með ykkur, svo fremi þessi gagn- kvæmi áhugi ykkar sé eitthvað meira en ímyndun. Skriftin er skýr, ekki beint snotur, og ber vott um dugnað og talsvert hugarflug. Þá horfir hann á móti Kæri Póstur! Þannig er málum háttað að ég er ofsahrifin af strák, og er bú- in að vera það síðan í fyrra. En ég veit ekki hvernig ég á að ná í hann. Ég veit að hann er hrif- inn af mér, en við erum bæði feimin. Ég hef reynt að horfast í augu við hann, en þá horfir hann á móti, og þá verð ég að líta undan. Ég hef reynt að gleyma honum en ég get það ekki. Hvernig á ég að reyna að ná ( hann? Og ég vona að þetta 4 VIKAN 48. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.