Vikan


Vikan - 30.11.1972, Blaðsíða 48

Vikan - 30.11.1972, Blaðsíða 48
Teppin sem endast endast og endast á stigahús og stóra gólffleti Sommer teppin eru úr nælon. Það er sterkasta teppaefnið og hrindir tezt frá sér óhreinindum. Yfirborðið er með þéttum, lá- réttum þráðum. Undrrlagið er áfast og tryggir mýkt, sfslétta áferð og er vatnsþétt. Sommer gólf- og veggklæðning er heimsþekkt. Sommer teppln hafa staðizt ótrúiegustu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu járnbrautarstöðvum Hvrópu. ViS önnumst mælingar, lagningu, gerum tilboð og gefum góSa greiSsluskilmála. Leitið til þeirra, sem bjóða Sommer verS og Sommer gæði. UTAVER GRENSÁSVEGI 22-24 SÍMAR: 30280 - 32262 Fréttin um lát Renfeldts am- bassadörs var á forsíðum heims- blaðanna og blöðin í Svíþjóð gleymdu heldur ekki að segja frá þeim sorglegu atburðum, sem hefðu hent þessa fjölskyldu á undanförnum árum. Gabriella var óhuggandi, hún lagðist í rúmið og gat ekki ver- ið við jarðarförina. Klemens var þreytulegur og augu hans voru alvarlegri en áður. — Eg veit ekki hvenær þetta byrjaði. sagði hann við mig. — Axel var tuttugu og tveggja ára og Gabriella átján, þegar faðir minn komst að þessu. Við Carl-Jan skildum þetta ekki. Við heyrðum föður okkar tala um sifjaspell og við flettum upp þessu orði, en vor- um litlu nær. Síðar rann þetta upp fyrir okkur, smátt og smátt. Það var pabbi, sem fékk hana til að gifta sig og nú er mér ljóst hvernig á því stóð að það hjónaband fór út um þúfur. En ég hélt að þetta væri löngu búin saga, mér datt ekki í hug að þau bæru ennþá þessar til- finningar hvort til annars. Þau hafa verið mjög varkár. En þau bjuggu alltaf í sömu álmu, þegar hann var heima og það gerðu þau líka, þegar þau voru börn. — Claes hlýtur að hafa kom- izt að þessu, án þess að skilja hvað um var að vera, sagði ég. ■— Það hlýtur að ha-fa verið hræðilegt að búa við þessa ang- ist svona mikinn ótta fyrir því að þetta kæmist upp, að jafn- vel barn gat orðið þeim hættu- legt. Eg held að Axel hafi ekki verið með sjálfum sér upp á síðkastið. Það var eins og hann væri í álögum og mér finnst þetta svo raunalegt að ég eet ekki annað en kennt í brjósti um þau. Ég er fegin að þú lítur þessum augum á það. En ég get ekki gleymt vesalings ung- frú Dickman og mér er óskilj- anlegt að minn eigin bróðir skyldi geta framið annað eins ódæði! Það er hræðilegt, svo óskiíjanlega grimmdarlegt! — En það er eitt, sem við getum huggað okkur við, sagði ég. — Nú vitum við að Claes er fullkomlega eðlilegt barn. f fyrsta sinn eftir þessa sorg- legu atburði, sá ég móa fyrir Plaðlegu brosi. — Þú með þinn Claes, hvernig eigum við að fá hann til að þegja? Og Ann? Það yrði hræðilegt áfall fyrir pabba og Gabriellu, ef þau vissu að Axel ætlaði að myrða Claes. — Ég skal tala við þau. Ef ég segi þeim að þetta verði að vera leyndarmál okkar á milli . . . Eg verð að reyna að finna upn á einhverju, sem gerir þetta dularfullt. — Malin mín litla, sagði hann, — hvernig gæti ég kom- izt af án þín? Daginn sem Arvid Sterner sótti dóttur sína, spurði Kiem- ens mig hvort ég vildi verða konan hans. — Ef við giftum okkur í sept- emberlok, þá get ég tekið mér frí í nokkra mánuði og við gæt- um farið í langa sjóferð, — kannski umhverfis jörðina. Heldurðu ekki að það gæti orð- ið dásamlegt? Ég gat ekki hugsað mér neitt betra. — En hvað verður um Cla- es? sagði ég. Hann hló. — Þetta var ein- mitt það sem ég átti von á. En ef satt skal segja, þá hafði ég hugsað mér að við tækjum hann mað okkur. Ég talaði við sér- fræðing í Stokkhólmi fyrir nokkrum dögum og hann sagði að löng sjóferð gæti gert hon- um mikið gott. Hann spurði mig nákvæmlega um sjúkdóms- sögu hans og hann hélt að þetta gæti allt verið af sálrænum rót- um runnið. Hann vill fá Claes til rannsóknar. Það er stað- reynd að sjúkdómurinn fór ekki að gera vart við sig, fyrr en Carl-Jan dó. Læknirinn sagði að það væru miklar iík- ur fyrir því að honum gæti batnað alveg. Svo breytti Klemens um múlróm. -— En hvað sem þú segir, elsku litla Malin mín, þá er hann hrein plága og varla hægt að segja að hann sé í húsum hafandi. — Eruð þið að tala um mig? spurði Claes, sem kom í gætt- ina í þessu. Og svo liggur hann á hleri, sagði Klemens og glettn- in skein úr augum hans. — Annars get ég sagt þér að ég var rétt í þessu að biðja Malin að giftast mér og hún sagði já. Finnst þér í raun og veru að við ættum að taka þennan litla vandræðasegg með okkur, þeg- ar við förum í hnattferðalagið, Malin? Claes stóð grafkyrr og eitt- hvað breyttist í svip hans, eitt- hvað sem ég mun aldrei gleyma. Svo þaut hann til mín og fleygði sér um hálsinn á mér. — Ó, er það satt, má ég koma með ykkur. Er það raun- verulega satt? — Með einu skilyrði, sagði Klemens og ýfði dökkan hár- lubbann á drengnum, — að þú njósnir ekki um okkur, þegar við kyssumst. — Eg lofa því, sagði Claes hátíðlega. — Ég lofa því við drengskap minn. Og þar með var harmleikn- um á Rensjöholm lokið. 48 VIKAN 48. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.