Vikan - 30.11.1972, Blaðsíða 11
I
Frances, greifafrúin af Warwick Lillie Langtry.
Þaö var sagt um hinn tilvonandi
konung, Edward VII. að hann tæki
menn fram yfir bækur og konur
fram yfir allt. Hin mörgu ástar-
ævintýri voru það kunn, að þau
hafa lifað i minningunni um hann
og skilið eftir fremur leiðinlegan
orðstír. En hann hafði eiginlega
margt sér til afsökunar.
Hánn var af Hannoverættinni,-
sem var þekkt fyrir hneykslanlega
framkomu og heitt blöð. Hann fékk
strangt uppeldi og á æskuárunum
var hann þvingaður af hinu,
næstum óeðlilega andrúmslofti við
hirðina, sem orsakaðist af hinni
takmarkalausu og augsýnilegu ást,
sem móðir hans, Victoria
drottning, bar til föður hans.
Þegár „Bertie” var tvitugur,
viðurkenndi hann, á kjánalegan
hátt, fyrir foreldrum sinum, ástar-
ævintýri, sem hann átti með leik-
konunni Nellie Clifden. Victoria og
Albert tóku þessu ilia, fordæmdu
hann sem ótindan glæpamann.
Victoria sakaði hann siðar um að
hann hefði sprengt hjarta föður
sins og hún sagði: ,,Ég get ekki
einu sinni horft á hann, án þess að
titra af reiði og sorg.”
Hjónabandið hafði litil áhrif á
hvildarlausa leit Edwards að
ástarævintýrum. Lafði Mordauht
var aðeins ein af mörgum vin-
konum hans, sem eftir myndum að
dæma, voru ekkert likt þvi eins
fagrar og Alexandra, eiginkona
hans. Hún var lika einstök kona og
hún sagði að afbrýðisemi væri
undirrót alls hins versta i
heiminum og hún gætti þess vand-
lega að láta þá ástriðu aldrei ná
valdi á sér.
Að visu var framferði hans
ekkert öðru visi en annarra nanna
af háum stigum um þetta leyti, út á
við fyrirmyndar eiginmenn og
feður, sem höfðu slnar fögru ást-
konur og bjuggu um þær i litlum
einbýlishúsum, við Regents Park
og St. Johns Wood, aðeins steins-
snar frá miðborginni. M.jög oft voru
spilaviti I þessum einbýlishúsum,
en fjárhættuspil var bannað með
lögum á dögum Victoriu
drottningar.
Sumar af ástkonum prinsins voru
gleðikonur. venjulega af lágum
stigum. Ein þeirra var Catherine
Waltcrs sem köiluö var
„Skittels”, stúlka frá Liverpool
meö engilsásjónu en orðbragð eins
og sjóræningi. Hún var mjög góð
reiðkona og sást oft i hópi aðdáenda
á reiðtúrum i Hyde Park.
Mannorð þessarra kvenna var
nokkuð vafasámt, svo vægt sé að
orði kveðið, en margar þeirra voru
mjög heiðáriegar konur.
Hin glæsilega Sarah Bernhardt
var þó undantekin illu umtaii.
Prinsinn var ákaflega hrifinn af
henni, bæði sem manneskju og
listakonu.
önnur af þessum vinkonum hans
var Lillie Langtry, sem kölluð var
Jersey Lily og Alexandra var
ákaflega elskuleg við hana, bauð
henni jafnvel heim á Marlborough
House.
En þegar Edward fór að bera
vfurnar i Frances, greifafrúna af
Warwick, þá varð annað hljóð i
strokknum. Alexandra neitaði
hreinlega að hafa nokkur skipti við
þessa „harðsoðnu” feguröadis.
Frances var ástkona Edwards i
niu ár, „elsku litla konan hans”
eins og hann kallaði hana i ástar-
bréfunum til hennar, bréfum, sem
hefðu verið fellandi fyrir hann i
hjónaskilnaðarmáli ef eiginmaður
hennar hefði kosið að nefna
prinsinn. En i þessu samfélagi
hræsninnar kusu eiginmennirnir að
látast ekki sjá það sem fram fór.
Það gerði lika eiginmaður Alicfe
Keppel, sem töfraði Edward, eftir
aö hann var orðinn konungur.
Þótt Alexandríi'væri umburðar-
lynd, þá var hún' mannleg og gat
Frú Alice Keppel
Clara Walters, „Skittles”.
Sarah Bernhardt.
verið nokkuð neyðarleg i orðum,
eins og þegar hún kallaði hina
amerisku ungfrú Chamberlayne
„Chamberpots uiáttkoppinn).
Hún hlýtur að hafa haft horn i siðu
margra þessara kvenna, en hún lét
aldrei á þvi bera og það má
Edward eiga að hann var alltaf
ákaflega háttvis við hana á
almannafæri.
48.TBL. VIKAN 11